Náðu í appið
Öllum leyfð

When a Man Loves a Woman 1994

Through the good times. Through the bad times. When a Man Loves a Woman it's for all times.

126 MÍNEnska
Andy Garcia var tilnefndur til MTV verðlauna sem most desirable male í kvikmynd og Meg Ryan var tilnefnd til sömu verðlauna fyrir bestan leik í aðalhlutverki.

Flugmaður og eiginkona hans þurfa að takast á við afleiðingar alkóhólisma eiginkonunnar, þegar fíknin í áfengi setur líf hennar og dóttur þeirra í hættu. Þegar konan fer í meðferð, þarf eiginmaðurinn einnig að takast á við sjálfan sig og eigin hegðun.

Aðalleikarar


Þessi mynd er alveg frábært dæmi um það hvað Meg Ryan er klár leikona. Hérna er hún í hlutverki drykkjusjúkrar konu sem stofnar hamingju fjölskyldunnar í hættu. Andy Garcia er góður í þessu hlutverki sem fjölskyldufaðir sem reynir allt sem hann getur til þess að bjarga hjónabandinu sem stendur á brauðfótum. Leikararmir gera sitt til þess að reyna að hefja þessa mynd upp yfir meðalmennskuna en það gengur ekki því hér er á ferðinni klassískt Hollywood handrit og þar af leiðandi fer allt vel að lokum, sem sagt mjög fyrirsjáanleg mynd í alla staði en hún hefur þó ýmislegt uppá að bjóða og því skora ég á þá sem hafa gaman af dramatík að kíkja á þessa mynd. Ekkert meistaraverk en þó ekki alslæm.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn