Náðu í appið
The Bucket List

The Bucket List (2007)

"When he closed his eyes, his heart was opened"

1 klst 37 mín2007

Carter Chambers (Morgan Freeman) og Edward Cole (Jack Nicholson) eiga bara eitt sameiginlegt.

Rotten Tomatoes40%
Metacritic42
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Söguþráður

Carter Chambers (Morgan Freeman) og Edward Cole (Jack Nicholson) eiga bara eitt sameiginlegt. Þeir eru báðir með krabbamein. Carter er fátækur verkamaður. Cole er moldríkur og voldugur. Carter er fjölskyldumaður með mikinn áhuga á sagnfræði. Cole er sérvitur einfari með fjóra skilnaði á bakinu sem nýtur þess að pína einkaþjóninn sinn Matthew (Sean Hayes). Carter og Cole verða ágætis vinir eftir því sem líður á krabbameinsmeðferð þeirra beggja. Carter byrjar að skrifa lista yfir hluti sem hann hefði viljað gera áður en hann dæi en veit að hann mun aldrei ná að gera. Þegar Cole fréttir af listanum manar hann Carter til að láta vaða og býðst meira að segja til þess að borga brúsann. Þeir kumpánar flýja spítalann og fara í ferðalag um heiminn. Á milli þess sem þeir keyra kappakstursbíla, klifra píramída og veiða ljón í Afríku ná þeir að ræða hjartans mál. Þeir kynnast náið á stuttum tíma og hjálpa hvorum öðrum að takast á við dauðann og það sem meira máli skiptir, lífið.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Two Ton Films
Zadan / Meron Productions
Reiner / Greisman Productions

Gagnrýni notenda (5)

Frábær mynd!

Fyrst þegar ég sá þessa mynd var hún la-la. Hún var fín. Svo sá ég hana aftur og hún fór upp í áliti hjá mér. Svo hefur hún eiginlega orðið betri og betri með hverju áhorfi og þau...

Betri en maður heldur

★★★★★

Ég bjóst ekki það miklu þegar ég ákvað að horfa á hana á Stöð 2 Bíó. En hún er snilld. Ég meina, hvað er ekki gott við hana... tvær gamlir kallar sem eru að fara að deyja... fara...

Það er erfitt að standast mynd með bæði Morgan Freeman og Jack Nicholson í aðalhlutverkum. Þetta er mynd um tvo menn sem greinast með krabbamein og eiga innan við ár eftir ólifað. Karakt...

Svona þokkaleg...

★★★☆☆

 Tveir dauðvona menn(Morgan Freeman og Jack Nicholson) ákveða að gera síðustu stundir ævi sinnar ánægjulegar. The Bucket List er ágætis skemmtun og ekki eins slæm og ætla má(ég sá...

The Buket....

★★☆☆☆

 Held að þetta hafi verið með meiri vonbrigðum á nýju ári...Ég skellti mér að sjá þessa mynd, sem átti að hafa allt til að bera, drama, skemmtun og hlátur, góða leikara og gama...