Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununarÍ myndinni er ljótt orðbragð

Where in the World Is Osama Bin Laden? 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 31. október 2008

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 38% Critics
The Movies database einkunn 45
/100
1 verðlaun

Morgan Spurlock hefur jafnað sig eftir hamborgaraátið og heldur á vit ævintýranna í leit að eftirsóttasta manni jarðarinnar - Osama Bin Laden. Hann endar á því að ferðast um Miðausturlöndin og ræða stríðið við innfædda.

Aðalleikarar

Ekkert nýtt
Ef að heimildarmynd á að ganga upp, þá þarf hún að vera áhugaverð, fróðleg eða bara einfaldlega skemmtileg. Where in the World is Osama Bin Laden (óþolandi langur titill) er ekkert af þessu þrennu. Myndin er ágætis innlit inn í annan menningarheim og hefur ýmsar þrælfínar senur sem að standa upp úr, en almennt séð er þessi mynd voða stefnulaus og ómerkileg. Skilaboðin eru fyrirsjáanleg frá fyrsta ramma og Morgan Spurlock í raun segir okkur ekkert sem maður þegar vissi ekki. Super Size Me þjáðist reyndar af svipuðu vandamáli, en hún hafði mun áhugaverðara umfjöllunarefni sem náði víðar. Auk þess var hún meira spennandi að því leyti að leikstjórinn lagði nánast líf sitt í hættu fyrir skyndibitann.

Ég fíla Spurlock talsvert. Það er gaman að horfa á hann og í þokkabót er hann ekki laus við húmor. Nærvera hans heldur þessari mynd tæplega á floti. Myndin sjálf verður aldrei leiðinleg en upplýsingarnar voru voða óspennandi og, það sem verra er, Spurlock feilaði eiginlega á því að gera þær spennandi. Where in the World... skilur sama og ekkert eftir sig. Það er þó áberandi að myndin sé voða persónuleg gagnvart Spurlock, og það kemst vel til skila. Hins vegar finnst manni alltaf eins og hann hafi aldrei tekist að matreiða nægilega áhugaverða heild úr efninu sem hann myndaði.

Ég væri gjarnan til í að sjá meira frá Spurlock, þá aðallega vegna þess að ég er mikill aðdáandi Super Size Me og finnst það vera mjög vel heppnuð mynd. Ég held samt að hann ætti að halda sig frá pólitísku hliðum heimsins og láta einhvern eins og Michael Moore um slíkt.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn