Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Punisher: War Zone 2008

(The Punisher 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi
103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 29% Critics
The Movies database einkunn 30
/100

Eftir að hafa elt og drepið mörg hundruð glæpamenn, mætir Frank Castle/The Punisher sínum klikkaðasta óvini til þessa: Jigsaw

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Stendur Tom Jane langt að baki
Punisher myndin með Tom Jane er ég ágætlega hrifinn af og því hefði ég gjarnan viljað sjá framhaldsmynd af henni en í staðinn gerðu þeir þetta drasl sem tengist henni ekki neitt. Ray Stevenson leikur kannski vægðarlausan Punisher en frammistaðan er stíf og flöt. Tom Jane tókst þó að gera karakterinn áhugaverðan og láta mann halda með honum. Stevenson mistekst það algjörlega og John Travolta gerði mun betra illmenni heldur en Dominic West gerir. Eldri Punisher myndin er kannski ekkert meistaraverk en hún bara verkar svo góð í samanburði við þessa. Handritið hér handónýtt og atburðarrásin þreytandi. Það eina góða við þessa mynd eru drápsatriðin sem svíkja ekki og eru ófá. Punisher War Zone fær hálfa stjörnu því hún er bara mjög leiðinleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það eru fáir karakterar í Marvel sem eru jafn svalir og eiga jafn mikið af vönduðum sögum og Punisher. Samt hafa myndirnar allar verið þunn Hollywood ræpa með hnetum og ómeltum rúsínum. Thomas Jane var eiginlega það eina góða við síðustu útgáfu en mér leist vel á að fá Ray Stevenson í hlutverkið (Pullo úr Rome). Hann allavega leit út eins og Punisher og ég veit að hann getur leikið. Væntingarnar fóru aðeins upp með nokkuð góðum trailer en fóru aftur niður þegar ég sá að Garth Ennis kom ekki nálægt skrifum. Ég vonaði samt innilega að í þetta skiptið myndum við fá alvöru Punisher, þ.e. hardcore nagla sem er ekki gangandi klysja. Mean mofo sem drepur glæpóna í köldu blóði með frumlegum og óþarflega illkvittnum aðferðum. Rambo í borg, Dirty Harry í anda og Terminator í framkvæmd. ÞVÍ MIÐUR varð mér ekki að ósk minni :-(

Ég ætlaði ekki að trúa vitleysunni sem valt upp úr persónum í þessari mynd. Þetta var ein klysja út í gegn. Það voru nokkur action atriði sem voru ok en oftast minnti þetta mig meira á Batman & Robin en The Dark Knight. Stevenson var með sama fýlu svipinn allan tímann og reyndi að vera the strong silent type. Ég vill bara benda á Blade sem dæmi um töffara sem getur brosað og samt verið eitursvalur, sérstaklega í Blade 2. Ahhh....Blade 2 ég held ég horfi á hana bráðum og gleymi þessari.

"Billy's dead. Call Me Jigsaw."
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Næstum því...
Þrátt fyrir að ég hafi ekki beinlínis hatað Thomas Jane-myndina, þá var ógurlega lítill Punisher-fílingur í henni. Hún virkaði á mig sem kjánaleg afþreying, ekki sem Punisher-mynd og því minna sem sagt er um Dolph Lundgren-myndina frá '89, því betra. Það er auðséð að Marvel-teymið heldur mikið upp á þessa andhetju (og af hverju ekki?) því nú höfum við hér þriðju Punisher-myndina, og annað svokallaða "reboot-ið."

Punisher: War Zone gerir fullt rétt sem hinar myndirnar feiluðu gjörsamlega á. Hetjan okkar er lítið fyrir núna að fylgjast með mafíósum í einkalífinu og stúdera hegðun þeirra eins og Jane gerði, heldur kemur hún sér beint að efninu og lemur glæpamennina í klessu og leikur sér að þeim að vild. Harkan sem er sýnd er líka nett ógeðfelld og þar af leiðandi fullkomlega í takt við heimildirnar. Hér er m.a. er maður sýndur kýldur svo harkalega í andlitið að hausinn á honum splúndrast við fyrsta högg, síðan er annar stunginn í eyrað með stól og þetta eru aðeins nokkur dæmi.

Já, Punisher-fíklar geta heldur betur átt von á góðu hlaðborði af hrottaskap. Útlit myndarinnar er sömuleiðis viðeigandi litlaust. Litapalleturnar bera sterka notkun á annaðhvort tóbaksbrúnum eða bláum litum sem einhvern veginn gera umhverfið grimmara að útliti. Annars er kremið á kökunni vissulega Ray Stevenson í aðalhlutverkinu. Stevenson hefur gert stórfína hluti í Rome-þáttunum, en í þessari mynd er maðurinn algjör meistari! Hann er - í fullri alvöru - fullkominn Punisher! Bæði að útliti og frammistöðu. Hann er kaldlyndur harðnagli sem myndi ekki þekkja miskunn ef hún biti hann í hálsinn, en hann ber þó vott af mannúð og finnur maður nokkuð til með honum. Ég mana ykkur að horfa á Stevenson og kalla Thomas Jane betri manninn í hlutverkinu. En eins mikið og ég fíla Jane sem leikara, þá hefur hann sjaldan virkað eins mikil kelling í samanburði við einhvern.

Þegar ég segi samt að myndin geri ýmislegt rétt, það þýðir ekki að hér sé nauðsynlega klassamynd á ferðinni. Punisher: War Zone er nú ekki einu sinni góð mynd. Hún er hífuð alvarlega niður af vondum söguþræði, sem hefði rétt eins getað verið skrifaður niður á vasaklút. Samtölin eru líka voða aulaleg. Ég sé fyrir mér að þau virki ágætlega í teiknimyndasögu, en í bíómynd sem þessari eru þau voða "campy," og ekki endilega á góðan hátt. Svo er það náttúrulega leikurinn... og almáttugur hvað margir stóðu sig asnalega í þessari mynd, fyrir utan Stevenson, að sjálfsögðu.

Sem illmennið Jigsaw (hljómar skrambi kunnuglega) þótti mér Dominic West standa sig hörmulega, enda lúðalegur skúrkur að nærri öllu leyti. Doug Hutchison er sjálfur alltof yfirdrifinn sem bróðir Jigsaw, og reyndist ég hata persónu hans hérna e.t.v. meira heldur en þegar hann lék Percy Wetmore í The Green Mile. Þar er nokkuð mikið sagt. Wayne "Newman" Knight er annars mjög skemmtilegur sem ákveðinn vopnasérfræðingur tekinn beint upp úr myndasögunni, og ég hefði í raun viljað sjá meira af honum.

Þó svo að ég hafði gaman að Punisher: War Zone þá veitir hún manni aðeins rétt rúmlega helminginn af því sem maður sækist eftir af svona mynd. Hún er kvikindislega skemmtileg á köflum, en allt í allt er ræman talsvert fljótgleymd og fullómerkileg til að kallast góð Punisher-mynd. Ég myndi samt styðja framhaldsmynd, því Stevenson er alveg dásemd í þessu hlutverki.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn