Geðveik mynd, allar fótboltabullur sameinist og farið á myndina. Eftir á líður manni eins og að hafa farið fótboltaleik og sé á leið í slagsmál með félögunum. Varúð í myndinni eru...
Green Street Hooligans (2005)
"Stand Your Ground And Fight."
Eftir að hafa ranglega verið rekinn úr Harvard háskólanum eftir að smáræði af kókaíni finnst hjá honum, þá flytur Matt til London til að búa...
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Vímuefni
BlótsyrðiSöguþráður
Eftir að hafa ranglega verið rekinn úr Harvard háskólanum eftir að smáræði af kókaíni finnst hjá honum, þá flytur Matt til London til að búa með systur sinni og eiginmanni hennar Steve. Hann kynnist fljótlega hinum fjöruga og sjálfsörugga bróður hans, Pete. Í fyrstu er Pete hikandi varðandi Matt og vill ekki leyfa honum að fara með sér í bæinn, af því að hann vill ekki fá á sig stimpil sem “utangarðsmaður”, en eftir að hafa farið á fyllerí með honum og félögum hans, þá breytist álit hans á honum fljótt. Á leiðinni heim af fótboltaleik, þá er ráðist á Matt af hrottum frá Birmingham, en Pete og vinir hans bjarga honum. Eftir þetta kemst Matt að því að Pete og vinir hans er fótboltabullur og starfrækja GSE “fyrirtækið” ( Green Street Elite ). Í fyrstu er hann hræddur við ofbeldið sem fylgir þessu, en fljótlega verður hann ónæmur fyrir því eins og hinir - en eftir því sem hlutirnir atvikast í framhaldinu, þar sem sviksemi og afhjúpanir spila rullu, endar þetta allt í miklu uppgjöri þegar höfuðandstæðingarnir Millwall og West Ham United mætast á fótboltavellinum.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur


Gagnrýni notenda (6)
Greenstreet Hooligans er persónusaga Matt Buckners sem á sér stað í Englandi eftir brottvísun hans frá Harvard, þar kynnist hann frábrugðinni menningu og hann lærir hvað það er að vera ...
Ég verð að viðurkenna að ég er frekar sólgin í fótboltabullumyndir og ákvað um leið og ég heyrði að Green Street Hooligans væri á leiðinni að fara á hana. Charlie Hunnam er líka l...
Þessi mynd er bara snilldarlega góð og séstaklega fyrir fótboltaunnendur maður fær alveg beint í æð hvernig þetta er í Englandi í sambandi við öll þessi slagsmál sem eru í kringum le...
Kvikmyndin Green Street Hooligans í leikstjórn Þjóðverjans Lexi Alexander segir frá lífi knattspyrnubullna í London. Myndin hefst eins og knattspyrnumyndin Goal í Bandaríkjunum. Matt ...
Þetta er frábær mynd. Mæli með henni og að maður fari á hana í bíó. Mikið ofbeldi þannig að þessi mynd er ekki fyrir viðkvæma. En ef manni langar að vita hvernig þessar fótboltabul...














