Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ágæt svo sem
Ég ætlaði ekkert að horfa á þessa mynd en vinur minn sagði að hún væri góð svo að ég horfði á hana plús það að Seven Spielberg (Back to the Future myndirnar, Schindler's List) produceaði myndina sem lofaði góðu. Þvílík vonbrigði. Þetta er nú bara misheppnuð hasarmynd og dálítið langsótt.
Shia LaBeouf (Transformers myndirnar, Disturbia) er nú ekkert það góður leikari og sannar það í þessari mynd. Hann leikur Jerry Shaw sem er mjög pirrandi karakter og er öfundsjúkur út í tvíburabróður sinn. Michelle Monaghan (The Heartbreak Kid, Mission: Impossible III) var verri en Shia sem leikur Rachel Holloman sem er meira pirrandi en Shaw. Það sem er nú best við myndina er Billy Bob Thornton (Mr. Woodcock, Bad Santa) sem leikur FBI gaurinn Thomas Morgan.
Svona ágæt mynd en ekkert til þess að hlakka til þess að horfa á.
Quote:
Jerry Shaw: You had sex with her yet?
Jerry's friend: Kinda...
Jerry Shaw: What the hell is "kinda"?
Ég ætlaði ekkert að horfa á þessa mynd en vinur minn sagði að hún væri góð svo að ég horfði á hana plús það að Seven Spielberg (Back to the Future myndirnar, Schindler's List) produceaði myndina sem lofaði góðu. Þvílík vonbrigði. Þetta er nú bara misheppnuð hasarmynd og dálítið langsótt.
Shia LaBeouf (Transformers myndirnar, Disturbia) er nú ekkert það góður leikari og sannar það í þessari mynd. Hann leikur Jerry Shaw sem er mjög pirrandi karakter og er öfundsjúkur út í tvíburabróður sinn. Michelle Monaghan (The Heartbreak Kid, Mission: Impossible III) var verri en Shia sem leikur Rachel Holloman sem er meira pirrandi en Shaw. Það sem er nú best við myndina er Billy Bob Thornton (Mr. Woodcock, Bad Santa) sem leikur FBI gaurinn Thomas Morgan.
Svona ágæt mynd en ekkert til þess að hlakka til þess að horfa á.
Quote:
Jerry Shaw: You had sex with her yet?
Jerry's friend: Kinda...
Jerry Shaw: What the hell is "kinda"?
Gölluð en hraðskreið
Eagle Eye er poppkornsmynd í orðsins fyllstu merkingu; Hávær, hröð, langsótt og pínu heimskuleg. Að hún skuli ekki hafa komið út að sumri til skil ég ekki.
Það er faktískt ósanngjarnt að setja út á þessa mynd fyrir að vera absúrd, því myndin gerir sér augljóslega grein fyrir því hversu tilgerðarleg hún er. Markmið myndarinnar er einungis að skemmta áhorfendum í tvo tíma og ég verð að segja, að sem afþreyingarmynd gengur hún bara sæmilega upp. En gallar hennar liggja hins vegar annars staðar en í "gáfunum."
Undradrengurinn Shia LaBeouf er gjarnan þekktur fyrir að hlaupa frá einum stað til annars og vera fyndinn. Hann gerir mikið af því hér en sem betur fer leyfir handritið honum að fá þokkalega áhugaverðan karakter, sem er heldur ekki eins einhliða og maður vanalega sér í poppkornsmynd. Shia bætir á sig extra "layer" og fyrir vikið var ég mjög ánægður með hann í þessari mynd. Ég get samt engan veginn sagt það sama um Michelle Monaghan, eins mikið og ég fíla hana. Hún stendur sig býsna vel en persóna hennar fær nákvæmlega engan fókus. Hún er voða mikil pappafígúra út alla myndina við hlið Shia og það er eiginlega hálf svekkjandi.
Fyrir annað fólk gerist það ekkert skárra. Michael Chiklis, Billy Bob Thornton og Rosario Dawson bregða sér í voða stöðluð aukahlutverk og mesta dýptin sem að handritið gefur þeim eru skírnarnöfn.
Þó svo að persónusköpun risti ekki djúpt þýðir það ekki að myndin virki ekki. D.J. Caruso (maðurinn á bakvið hina vanmetnu The Salton Sea og Rear Window-afritið Disturbia) sér um að halda góðum takti á ræmunni án þess að hún detti út í tilgangslausan kafla. Hasaratriðin koma einnig vel út þrátt fyrir að vera á sjálfstýringu á köflum. Spenna er voða takmörkuð allan tímann en leikstjórinn bætir upp fyrir það með að hafa keyrsluna hraðskreiða og skemmtanagildið í hámarki.
Það er áhugavert hvað Eagle Eye nær að vera skemmtileg þrátt fyrir að innihalda galla við nánast hvert horn. En hefði handritið tekið meira tillit til beggja lykilpersónanna í stað einungis annarar hefði myndin tvímælalaust fengið auka plús. Síðan var ég ekki sérlega hrifinn af því hve margar spurningar hún skildi eftir ósvaraðar. Ég vil helst ekki taka dæmi og spilla, en ég tek samt fram að mjög stórir þættir í söguþræðinum eru skildir eftir óútskýrðir og þetta virkar ekki beint myndin til að skilja eftir "opin endi" viljandi.
Myndin gengur samt upp að mörgu leyti og meðan að menn hámi duglega í sig poppið og sötra nægilega á kókinu út alla lengdina ættu margir minniháttar gallar ekki að spilla skemmtilegt áhorf.
Ég vona samt að Shia fari að skoða sig betur um í Hollywood og spreyti sig í öðru en bara heilalausum afþreyingarmyndum. Drengurinn hefur góða möguleika og hér sjást lúmskir vottar af alvöru leikhæfileikum.
6/10
Eagle Eye er poppkornsmynd í orðsins fyllstu merkingu; Hávær, hröð, langsótt og pínu heimskuleg. Að hún skuli ekki hafa komið út að sumri til skil ég ekki.
Það er faktískt ósanngjarnt að setja út á þessa mynd fyrir að vera absúrd, því myndin gerir sér augljóslega grein fyrir því hversu tilgerðarleg hún er. Markmið myndarinnar er einungis að skemmta áhorfendum í tvo tíma og ég verð að segja, að sem afþreyingarmynd gengur hún bara sæmilega upp. En gallar hennar liggja hins vegar annars staðar en í "gáfunum."
Undradrengurinn Shia LaBeouf er gjarnan þekktur fyrir að hlaupa frá einum stað til annars og vera fyndinn. Hann gerir mikið af því hér en sem betur fer leyfir handritið honum að fá þokkalega áhugaverðan karakter, sem er heldur ekki eins einhliða og maður vanalega sér í poppkornsmynd. Shia bætir á sig extra "layer" og fyrir vikið var ég mjög ánægður með hann í þessari mynd. Ég get samt engan veginn sagt það sama um Michelle Monaghan, eins mikið og ég fíla hana. Hún stendur sig býsna vel en persóna hennar fær nákvæmlega engan fókus. Hún er voða mikil pappafígúra út alla myndina við hlið Shia og það er eiginlega hálf svekkjandi.
Fyrir annað fólk gerist það ekkert skárra. Michael Chiklis, Billy Bob Thornton og Rosario Dawson bregða sér í voða stöðluð aukahlutverk og mesta dýptin sem að handritið gefur þeim eru skírnarnöfn.
Þó svo að persónusköpun risti ekki djúpt þýðir það ekki að myndin virki ekki. D.J. Caruso (maðurinn á bakvið hina vanmetnu The Salton Sea og Rear Window-afritið Disturbia) sér um að halda góðum takti á ræmunni án þess að hún detti út í tilgangslausan kafla. Hasaratriðin koma einnig vel út þrátt fyrir að vera á sjálfstýringu á köflum. Spenna er voða takmörkuð allan tímann en leikstjórinn bætir upp fyrir það með að hafa keyrsluna hraðskreiða og skemmtanagildið í hámarki.
Það er áhugavert hvað Eagle Eye nær að vera skemmtileg þrátt fyrir að innihalda galla við nánast hvert horn. En hefði handritið tekið meira tillit til beggja lykilpersónanna í stað einungis annarar hefði myndin tvímælalaust fengið auka plús. Síðan var ég ekki sérlega hrifinn af því hve margar spurningar hún skildi eftir ósvaraðar. Ég vil helst ekki taka dæmi og spilla, en ég tek samt fram að mjög stórir þættir í söguþræðinum eru skildir eftir óútskýrðir og þetta virkar ekki beint myndin til að skilja eftir "opin endi" viljandi.
Myndin gengur samt upp að mörgu leyti og meðan að menn hámi duglega í sig poppið og sötra nægilega á kókinu út alla lengdina ættu margir minniháttar gallar ekki að spilla skemmtilegt áhorf.
Ég vona samt að Shia fari að skoða sig betur um í Hollywood og spreyti sig í öðru en bara heilalausum afþreyingarmyndum. Drengurinn hefur góða möguleika og hér sjást lúmskir vottar af alvöru leikhæfileikum.
6/10
Fín skemmtun
Þetta er hin fínasta skemmtun en alls ekki mynd sem ég ætla að sjá aftur en helsti gallinn henar er að hún er öll bara einn stór eltingarleikur og endirinn hrikalega fyrirsjáanlegur en ég skemmti mér alveg ágætis á henni en hún er ekki sérstök og Salton Sea er way betri og Disturbia er líka skárri. Höfðar aðallega til 12-16 ára en hún er bönnuð inna 16 ára sem ég botna ekkert í
6/10
Þetta er hin fínasta skemmtun en alls ekki mynd sem ég ætla að sjá aftur en helsti gallinn henar er að hún er öll bara einn stór eltingarleikur og endirinn hrikalega fyrirsjáanlegur en ég skemmti mér alveg ágætis á henni en hún er ekki sérstök og Salton Sea er way betri og Disturbia er líka skárri. Höfðar aðallega til 12-16 ára en hún er bönnuð inna 16 ára sem ég botna ekkert í
6/10
Alveg prýðileg mynd
Eagle Eye er nýjasta mynd leikstjórans DJ Caruso sem gerði meistaraverkið The Salton Sea árið 2002. Í millitíðinni gerði hann svo þrjár aðrar myndir sem hafa farið framhjá mér en ég mun bæta úr því. Eagle Eye er alls ekki eins góð og The Salton Sea en sýnir samt að Caruso sé leikstjóri með vissan gæðastimpil. Eagle Eye má hrósa fyrir að vera mjög sniðug mynd og ófyrirsjáanleg og hröð. Kannski full hröð sem er helsti gallinn því maður dettur aðeins út úr sögunni í einstaka atriðum en þetta verður samt aldrei þannig að myndin verði of ruglingsleg. Shia Labeouf er í einu helsta aðalhlutverkinu og fílaði sig greinilega við tökur því það geislar alveg af honum. Eagle Eye fellur engan veginn í sama gæðaflokk og The Salton Sea eins og áður sagði en fyrir alla muni, sjáið þessa í bíó. 8/10 eða þrjár stjörnur.
Eagle Eye er nýjasta mynd leikstjórans DJ Caruso sem gerði meistaraverkið The Salton Sea árið 2002. Í millitíðinni gerði hann svo þrjár aðrar myndir sem hafa farið framhjá mér en ég mun bæta úr því. Eagle Eye er alls ekki eins góð og The Salton Sea en sýnir samt að Caruso sé leikstjóri með vissan gæðastimpil. Eagle Eye má hrósa fyrir að vera mjög sniðug mynd og ófyrirsjáanleg og hröð. Kannski full hröð sem er helsti gallinn því maður dettur aðeins út úr sögunni í einstaka atriðum en þetta verður samt aldrei þannig að myndin verði of ruglingsleg. Shia Labeouf er í einu helsta aðalhlutverkinu og fílaði sig greinilega við tökur því það geislar alveg af honum. Eagle Eye fellur engan veginn í sama gæðaflokk og The Salton Sea eins og áður sagði en fyrir alla muni, sjáið þessa í bíó. 8/10 eða þrjár stjörnur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
24. október 2008
Bluray:
19. febrúar 2009