Babylon A.D. (2008)
Babylon Babies
"Framtíðin er hættulegur staður"
Í vísindaskáldsögunni Babylon A.D.
Bönnuð innan 12 ára
OfbeldiSöguþráður
Í vísindaskáldsögunni Babylon A.D. leikur Vin Diesel málaliðann Thoorop, tattúveraðan harðjaxl sem kallar ekki allt ömmu sína. Hann þráir þó ekkert heitar en að yfirgefa fátæktina og ofbeldið sem umlykur allt í Rússlandi framtíðarinnar, og hitta fjölskyldu sína á ný, sem býr í New York-fylki í Bandaríkjunum. Honum hefur hins vegar verið bannað að koma til Bandaríkjanna, þannig að þegar rússneskur glæpaforingi býður honum falsað vegabréf í skiptum fyrir að framkvæma hættulegt verkefni fyrir sig samþykkir Thoorop það. Þá virðist litlu skipta þó verkefni líti nánast út fyrir að vera sjálfsmorð, svo spenntur er hann fyrir tækifærinu að komast burt. Hann þarf að fylgja munaðarleysingjanum Auroru frá klaustri í Mongólíu til Harlem og fær hann nunnu úr klaustrinu sér til aðstoðar á leiðinni. Ferðin er langt frá því að vera hættulaus, enda örvæntingarfullir og illskeyttir glæpamenn við hvert horn. Brátt komast þau að því að Aurora er skotmark skuggalegs sértrúarsöfnuðar sem vill komast yfir það sem hún hefur að geyma, hvað sem það er. Þau þurfa því að beita öllum brögðum til að komast heilu og höldnu á leiðarenda.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

























