Aðalleikarar
Leikstjórn
Death Race er strákamynd ársins! Hún er mjög lauslega byggð á Death Race 2000 frá 1975. Sú mynd er frábær klassík og á ekki mikið sameiginlegt með þessari mynd. Myndir um brjálaða framtíðarleki hafa lengi verið vinsælar, samanber Rollerball og The Running Man. Þessi gerist í framtíðar fangelsi þar sem fangarnir keppa í kappakstri með öllum mögulegum vopnum. Öllu saman er sjónvarpað. Jason Statham er orðin súperhetja eins og Stallone, Swarzenegger, Van Damme og fleiri góðir. Hann hefur þvílíkt ræktað þvottabrettið fyrir þessa mynd, æfði víst með fyrrverandi Navy Seals í marga mánuði. Í aukahlutverkum eru reynsluboltar á borð við Joan Allen og Ian McShane (úr Deadwood).
Það sem myndin gerir vel er að hún gefur manni nákvæmlega það sem maður er að sækjast eftir úr svona mynd án þess að vera hallærisleg. Nóg af sprengjum, töffaraskap, gellum og kappakstri. Bílarnir eru ofurflottir og reglurnar í keppninni virka eins og í tölvuspili, þ.e. maður keyrir yfir skynjara til að virkja vopn og varnir. Plottið er ekki djúpt en það er þjónar sínum tilgangi vel. Þessi mynd er súper skemmtun, snilldar ræma.
Paul W.S. Anderson hefur fengið töluvert skítkast í gegnum árin en ég er leynilegur aðdáandi. Hann gerir myndir sem eiga að vera hrein skemmtun og maður á að njóta þeirra þannig, ekki dæma þær fyrir eitthvað sem þær eru ekki eins sinni að reyna að vera.
Hraði, sprengingar og konur
Jason Statham í bílamynd? Getur það verið? Þegar ég byrjaði að horfa á Death Race var mér strax hugsað til ‘Transporter’ myndanna, eins og gefur að skilja. Þarna er Jason Statham kominn aftur bakvið stýrið að keyra fyrir lífi sínu. En á meðan ‘Transporter’ myndirnar reyna, og mislukkast, að skapa einskonar Bond/Bourne stemningu, þá er Death Race aldrei að reyna að vera eitthvað sem hún er ekki. Trúverðugum söguþræði hefur verið skipt út fyrir hraðskreiðar ökusenur, stórar byssur, mikið af húðflúri, sprengingum og sætum píum. Þessi mynd er heilalaus og full af karlrembu. Með öðrum orðum; allt sem strákar vilja sjá.
Myndin gerist árið 2012 þegar Bandaríska fjármálakerfið er að miklu leyti hrunið. Fangelsisstofnanir eru nú í einkaeigu og eru vistmenn þeirra látnir berjast fyrir lífi sínu í þeirri litlu von um að öðlast frelsi. Í einu slíku fangelsi hefur fangelsisstjórinn, leikinn af Joan Allen, tekið uppá því að bjóða áhorfendum upp á Death Race, kappakstur upp á líf og dauða. Jason Statham er þarna í hlutverki Jason Ames, iðnaðarmanns sem er dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína. Hann reynist auðvitað vera saklaus og þessi líka fíni bílstjóri. Skellum honum í gallann og beint í framsætið.
Þetta þema hefur komið upp þónokkru sinnum á hvíta tjaldinu á undanförnum árum, og má þá helst nefna ‘The Running Man’ frá árinu 1987 með Arnold Swarczchseneeggerhpff….. ‘Rollerball’ frá 1975 með James Caan, og ehm…. ‘Death Race 2000′ frá 1975. En rétt eins og með þær myndir gæti ég vel trúað að eftir 20 ár verður þessi mynd, rétt eins og sú upprunalega, orðin að ‘kúlt klassík’.
Jason Statham í bílamynd? Getur það verið? Þegar ég byrjaði að horfa á Death Race var mér strax hugsað til ‘Transporter’ myndanna, eins og gefur að skilja. Þarna er Jason Statham kominn aftur bakvið stýrið að keyra fyrir lífi sínu. En á meðan ‘Transporter’ myndirnar reyna, og mislukkast, að skapa einskonar Bond/Bourne stemningu, þá er Death Race aldrei að reyna að vera eitthvað sem hún er ekki. Trúverðugum söguþræði hefur verið skipt út fyrir hraðskreiðar ökusenur, stórar byssur, mikið af húðflúri, sprengingum og sætum píum. Þessi mynd er heilalaus og full af karlrembu. Með öðrum orðum; allt sem strákar vilja sjá.
Myndin gerist árið 2012 þegar Bandaríska fjármálakerfið er að miklu leyti hrunið. Fangelsisstofnanir eru nú í einkaeigu og eru vistmenn þeirra látnir berjast fyrir lífi sínu í þeirri litlu von um að öðlast frelsi. Í einu slíku fangelsi hefur fangelsisstjórinn, leikinn af Joan Allen, tekið uppá því að bjóða áhorfendum upp á Death Race, kappakstur upp á líf og dauða. Jason Statham er þarna í hlutverki Jason Ames, iðnaðarmanns sem er dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína. Hann reynist auðvitað vera saklaus og þessi líka fíni bílstjóri. Skellum honum í gallann og beint í framsætið.
Þetta þema hefur komið upp þónokkru sinnum á hvíta tjaldinu á undanförnum árum, og má þá helst nefna ‘The Running Man’ frá árinu 1987 með Arnold Swarczchseneeggerhpff….. ‘Rollerball’ frá 1975 með James Caan, og ehm…. ‘Death Race 2000′ frá 1975. En rétt eins og með þær myndir gæti ég vel trúað að eftir 20 ár verður þessi mynd, rétt eins og sú upprunalega, orðin að ‘kúlt klassík’.
2/5
Ekki lengur árið 2000?
Hér er á ferðinni ein önnur endurgerðin en að þessu sinni er Death Race 2000(þar sem Sylvester Stallone og David Carradine fóru á kostum) tekin fyrir og er það leikstjórinn Paul Anderson sem breytir ýmsu og gerir þetta að sinni mynd. Hann fær Jason Statham í hlutverk Jensen Ames verkamanns sem er ranglega ásakaður um morðið á eiginkonu sinni og fær lífstíðardóm. Honum er hins vegar boðið frelsi eftir að hafa setið inni í hálft ár, vinni hann kappakstur á vegum fangelsisstjórnuninnar. Þessi mynd er alveg ókei en aðeins síðri en gamla myndin, í þeirri mynd unnu keppendur sér inn kredit með að keyra á fólk sem var mjög skemmtilegt að horfa á(nei, ég er ekki sick) en hér er allt svoleiðis horfið sem gerir þessa svokölluðu keppni svolítið tilgangslausa. Þrátt fyrir að Jason Statham sé nokkuð góður hér þá vil ég ímynda mér að hann hefði endurvakið hlutverk Sylvester Stallone mjög vel en það bara var ekki hægt því sá karakter(Machinegun-Joe Viterbro) er allt öðruvísi skrifaður í þessari mynd en í 1975 myndinni. Þessi mynd Death Race er vægast sagt mjög hröð og nokkrir góðir brandarar en að mínu mati er hún inferior gömlu myndarinnar. Það má alveg kíkja á þessa, Jason Statham klikkar aldrei.
Hér er á ferðinni ein önnur endurgerðin en að þessu sinni er Death Race 2000(þar sem Sylvester Stallone og David Carradine fóru á kostum) tekin fyrir og er það leikstjórinn Paul Anderson sem breytir ýmsu og gerir þetta að sinni mynd. Hann fær Jason Statham í hlutverk Jensen Ames verkamanns sem er ranglega ásakaður um morðið á eiginkonu sinni og fær lífstíðardóm. Honum er hins vegar boðið frelsi eftir að hafa setið inni í hálft ár, vinni hann kappakstur á vegum fangelsisstjórnuninnar. Þessi mynd er alveg ókei en aðeins síðri en gamla myndin, í þeirri mynd unnu keppendur sér inn kredit með að keyra á fólk sem var mjög skemmtilegt að horfa á(nei, ég er ekki sick) en hér er allt svoleiðis horfið sem gerir þessa svokölluðu keppni svolítið tilgangslausa. Þrátt fyrir að Jason Statham sé nokkuð góður hér þá vil ég ímynda mér að hann hefði endurvakið hlutverk Sylvester Stallone mjög vel en það bara var ekki hægt því sá karakter(Machinegun-Joe Viterbro) er allt öðruvísi skrifaður í þessari mynd en í 1975 myndinni. Þessi mynd Death Race er vægast sagt mjög hröð og nokkrir góðir brandarar en að mínu mati er hún inferior gömlu myndarinnar. Það má alveg kíkja á þessa, Jason Statham klikkar aldrei.
Góð? Nei. Skemmtileg? Ójá!
Death Race er ekta strákamynd í orðsins fyllstu merkingu. Hún er ekki einu sinni góð strákamynd... En helvíti þótti mér hún skemmtileg engu að síður. Hún er útötuð í testósterón-flæði, töffaraskap, ofbeldi og staðlaðri notkun á fallegu kvenfólki, og ég fíla það! Enda varla hægt að gera hærri kröfur til myndar sem ber nafnið "Death Race."
Leikstjórinn Paul W.S. Anderson veit meira eða minna hvað hann er að gera, og leggur hann mikla - ef ekki einungis - áherslu á skemmtanagildi. Kallinn hefur átt sinn skammt af misheppnuðum rússíbanaferðum (sbr. Resident Evil) en einnig hefur hann gert góða hluti inn á milli (Event Horizon) ásamt skemmtilega saklausum afþreyingum (gullmolinn Mortal Kombat). Stærsti kosturinn við Death Race er hvað hún neitar algjörlega að taka sig alvarlega. Myndin er þvæla frá A-Ö með gríðarlega slöppum samtölum en (guði sé lof) meiriháttar hasar og flæði sem stoppar aldrei að óþörfu. Það er hins vegar mjög pirrandi í sumum tilfellum hvað myndavélin er sífellt á spastískri hreyfingu og klippingar eru svo snöggar að maður á bágt með að skynja hvað er á seiði. Þetta er meira hausverkur heldur en adrenalín en sem betur fer endist þetta ekkert alltof lengi.
Jason Statham heldur uppi góðu fjöri. Það er alltaf gaman að horfa á hann og hvernig hann fer með slæmar línur er alveg dásemd. Joan Allen er einnig ágæt miðað við hvað hún gerir lítið og Ian McShane (töffarinn sá) fær nokkrar skemmtilegar línur.
Það er í raun ekki mikið hægt að segja um þessa mynd þegar litið er á heildina. Þetta er e.t.v. blautur draumur fyrir alla stráka sem eru of ungir til að mega sjá myndina, en annars bara hin þokkalegasta afþreying fyrir okkur hin sem kunna að meta smá poppkornsskemmtun, og sem slík finnst mér þessi mynd virka. Hún fær létt meðmæli hjá mér, en ég verð hins vegar að vara ykkur við alveg hreint glataðri lokasenu.
7/10
Death Race er ekta strákamynd í orðsins fyllstu merkingu. Hún er ekki einu sinni góð strákamynd... En helvíti þótti mér hún skemmtileg engu að síður. Hún er útötuð í testósterón-flæði, töffaraskap, ofbeldi og staðlaðri notkun á fallegu kvenfólki, og ég fíla það! Enda varla hægt að gera hærri kröfur til myndar sem ber nafnið "Death Race."
Leikstjórinn Paul W.S. Anderson veit meira eða minna hvað hann er að gera, og leggur hann mikla - ef ekki einungis - áherslu á skemmtanagildi. Kallinn hefur átt sinn skammt af misheppnuðum rússíbanaferðum (sbr. Resident Evil) en einnig hefur hann gert góða hluti inn á milli (Event Horizon) ásamt skemmtilega saklausum afþreyingum (gullmolinn Mortal Kombat). Stærsti kosturinn við Death Race er hvað hún neitar algjörlega að taka sig alvarlega. Myndin er þvæla frá A-Ö með gríðarlega slöppum samtölum en (guði sé lof) meiriháttar hasar og flæði sem stoppar aldrei að óþörfu. Það er hins vegar mjög pirrandi í sumum tilfellum hvað myndavélin er sífellt á spastískri hreyfingu og klippingar eru svo snöggar að maður á bágt með að skynja hvað er á seiði. Þetta er meira hausverkur heldur en adrenalín en sem betur fer endist þetta ekkert alltof lengi.
Jason Statham heldur uppi góðu fjöri. Það er alltaf gaman að horfa á hann og hvernig hann fer með slæmar línur er alveg dásemd. Joan Allen er einnig ágæt miðað við hvað hún gerir lítið og Ian McShane (töffarinn sá) fær nokkrar skemmtilegar línur.
Það er í raun ekki mikið hægt að segja um þessa mynd þegar litið er á heildina. Þetta er e.t.v. blautur draumur fyrir alla stráka sem eru of ungir til að mega sjá myndina, en annars bara hin þokkalegasta afþreying fyrir okkur hin sem kunna að meta smá poppkornsskemmtun, og sem slík finnst mér þessi mynd virka. Hún fær létt meðmæli hjá mér, en ég verð hins vegar að vara ykkur við alveg hreint glataðri lokasenu.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Paul W.S. Anderson, Charles B. Griffith, Robert Thom
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
5. september 2008