Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi hrífandi gæðamynd óskarsverðlaunaleikarans Roberts Duvall, (sem einnig er höfundur handritsins og leikstjóri hennar), hlaut mikið lof gagnrýnenda og fyrir utan mörg önnur verðlaun var Duvall sjálfur tilnefndur til óskarsverðlaunanna sem besti leikari í aðalhlutverki karla 1997. Robert Duvall leikur hér hvítasunnuprestinn Euliss "Sonny" Dewey sem hefur helgað líf sitt Guði og fundið hjá sér mikla köllun til að bjarga þurfandi sálum frá glötun. Hann er vinsæll og virtur enda boðar hann guðsorð af óbugandi trú og með sannfæringarkrafti sem hrífur alla sem á hlýða. Dag einn uppgötvar hann að eiginkona hans, Jessie, hefur verið honum ótrú og er ákveðin í að fara fram á skilnað. Auk þess hefur hún á löglegan en siðlausan hátt vélað af honum það dýrmætasta sem hann á: Kirkjuna hans. Í andartaksbræði verður honum á að slasa elskhuga eiginkonu sinnar lífshættulega og leggur síðan á flótta. Hann endar í litlum bæ í Louisiana og tekur að glíma við þær kvalir sem lagðar hafa verið á hann með því að predika orð Guðs. En fortíðin hefur ekki sagt skilið við hann og hann hefur ekki sagt skilið við fortíðina ... Hér er á ferðinni eftirminnileg kvikmynd sem er ein besta kvikmynd hins óviðjafnanlega Robert Duvall sem hefur ekki verið betri síðan í "Tender Mercies" 1983 sem hann hlaut óskarinn fyrir sem besti leikari í aðalhlutverki þess árs. Þessar tvær eru bestu myndir hans auk leiks hans í stórmyndunum "Apocalypse Now" og "The Godfather 1 og 2" sem eru meðal bestu mynda kvikmyndasögunnar. Þetta er hinsvegar kvikmynd sem allir alvöru kvikmyndaunnendur ættu kunna að meta og mun hún í huga þeirra standa eftir sem ein eftirminnilegasta kvikmynd ársins 1997. Hún er hreint stórfengleg og við allra hæfi og þeir sem vilja ekki missa af stórleik Duvall ættu að horfa á hana ef ekki væri nema bara þess vegna. Alls ekki missa af henni!!!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
New Films International
Vefsíða:
www.octoberfilms.com/apostle/index.html
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
4. september 1998
VHS:
6. janúar 1999