Þessi hrífandi gæðamynd óskarsverðlaunaleikarans Roberts Duvall, (sem einnig er höfundur handritsins og leikstjóri hennar), hlaut mikið lof gagnrýnenda og fyrir utan mörg önnur verðlaun v...
The Apostle (1997)
"Lust, Obsession, Revenge... Redemption "
Eulis "Sonny" Dewey, er predikari frá Texas, sem lifir hamingjusömu lífi með fallegri eiginkonu sinni Jessie.
Öllum leyfðSöguþráður
Eulis "Sonny" Dewey, er predikari frá Texas, sem lifir hamingjusömu lífi með fallegri eiginkonu sinni Jessie. Skyndilega fellur þessi veröld hans til grunna, þegar upp kemst að Jessie heldur framhjá honum með ungum presti sem heitir Horace. Sonny brjálast og lemur Horace með hafnaboltakylfu, sem veldur því að Horace fellur í dauðadá. Eftir þetta þá yfirgefur hann bæinn, tekur upp nýtt nafn, "Apostle E.F." og fer til Louisiana fylkis. Þar byrjar hann að vinna sem tæknimaður fyrir útvarpsstöð í litlum bæ sem Elmo á og rekur. Elmo leyfir honum einnig að predika á útvarpsstöðinni. E.F. byrjar síðan að predika út um allt, í útvarpinu, úti á götu og með nýjum vini sínum, séra Blackwell byrjar hann að berjast fyrir því að gömul kirkja verði gerð upp.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir
Myndir
Plaköt
Framleiðendur
Verðlaun
Robert Duvall var tilnefndur til Óskarsverðlauna. Ýmsar aðrar tilnefningar og verðlaun.












