Joe Kidd (1972)
"If you're looking for trouble - - - he's JOE KIDD"
Joe Kidd er fyrrum mannaveiðari, og allsherjar hörkutól, í suðvesturríkjum Bandaríkjanna.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Joe Kidd er fyrrum mannaveiðari, og allsherjar hörkutól, í suðvesturríkjum Bandaríkjanna. Þegar hópi Mexíkóa er neitað um jarðir sínar í Bandaríkjunum, og allir pappírar varðandi jarðirnar, verða eldi að bráð, þegar dómhúsið brennur, þá grípa þeir til vopna. Louis Chama er litríkur leiðtogi þeirra, mælskur með afbrigðum og krefst þess að hópurinn fái jarðir sínar aftur. Efnaður landeigandi, sem hefur áhuga á hinu umdeilda landssvæði sem jarðirnar eru á, Frank Harlan, ákveður að leysa málin með sínum hætti. Hann ræður til sín hóp af morðingjum, og vill að Joe Kidd hjálpi þeim að finna Chama. Í fyrstu vill Kidd ekkert blanda sér í málin, eða þar til Chama gerir þau mistök að stela hestum af Kidd og ónáða vini hans.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur





















