Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

The Wrestler 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. febrúar 2009

Love. Pain. Glory.

111 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 98% Critics
The Movies database einkunn 80
/100
Mickey Rourke tilnefndur til Óskarsverðlauna, og vann Golden Glober verðlaunin fyrir leik sinn.

Randy „The Ram“ Robinson, er fyrrum fjölbragðaglímukappi sem var frægur á níunda áratugnum en hefur sokkið í svaðið síðan þá. Nú keppir hann um helgar í litlum og illa borguðum bardögum í New Jersey, til að eiga í sig og á, því hann hefur eytt öllum þeim peningum sem hann eignaðist á frægðardögum sínum. Þegar honum býðst að keppa á ný við... Lesa meira

Randy „The Ram“ Robinson, er fyrrum fjölbragðaglímukappi sem var frægur á níunda áratugnum en hefur sokkið í svaðið síðan þá. Nú keppir hann um helgar í litlum og illa borguðum bardögum í New Jersey, til að eiga í sig og á, því hann hefur eytt öllum þeim peningum sem hann eignaðist á frægðardögum sínum. Þegar honum býðst að keppa á ný við frægasta mótherja sinn frá níunda áratugnum, ayatollah, með von um væna greiðslu nái hann að sigra, sér hann loks möguleika á að snúa við blaðinu. Það reynist þó erfiðara en að segja það að breyta gömlum siðum og koma sér á rétt ról, hvað þá komast í nógu gott form til að geta sigrað öflugan mótherjann. ... minna

Aðalleikarar


Það er eitthvað við myndir Darren Aronofsky sem fer alveg með mig. Þrisvar í röð er hann búinn að gjörsamlega lama mig. Hann býr eiginlega ekki til bíómyndir heldur hreinar tilfinningar. The Wrestler er ein besta mynd sem ég hef séð, punktur. Mickey Rourke, líkt og Randy the Ram sem hann leikur, átti að vera algjör has been. Hann var góður sem Marv í Sin City en svo bjóst ég ekkert við að sjá hann mikið meira. Eftir á séð The Wrestler sé ég að hann var bókstaflega fæddur til að leika þetta hlutverk.

Randy the Ram er s.s. fjölbragðaglímukappi sem hefur séð sinn fífil fegurri, hann er skítblankur og búinn á því líkamlega eftir áralanga misnotkun á sjálfum sér. Silíkon andlit Rourke er gjörsamlega sannfærandi og hann hefur greinilega haft mikið fyrir því að koma sér í form og læra rétt handtök. Þó svo að fjölbragðaglíma sé gervi þá er hún greinilega ekki auðveldasta vinna í heimi. Ég er allavega með meiri virðingu fyrir þessum köppum en ég hafði áður. Marisa Tomei snýr aftur á hvíta tjaldið og minnir á að hún er ennþá virkilega góð leikkona. Allt í allt á ég ekki orð. Myndin var með mikið hype en stendur sem betur fer undir því.

Því má bæta við að Aronofsky vildi fyrst fá Nicholas Cage í aðalhlutverkið, næsta val var Sylvester Stallone og svo Rourke. Gott að þetta fór svona.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skemmtileg fjölbraðgagrímumynd sem á ekki að fara
Hef oft velt fyrir mér hvort keppendur í fjölbraðgaglímu sem maður sér í sjónvarpinu séu að leika eða ekki. Í myndinni The Wrestler þá fér maður nokkra góða innsýn inn þennan áhugaverða heim fjölbragðaglímunnar og svo virðist að þetta er mikil alvara fyrir sjálfa keppendurnar en hin mesta skemmtun fyrir áhorfendur. Að sjá Mickey Rourke hér taka á þessu efni sýnir að hann á enn kraft í sér til að sýna fram á að hann er góður leikari eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir.
The Wrestler er góð mynd sem á ekki að fara framhjá neinum og gefur manni skemmtilega upplifun á fjölbragðaglímuna þegar á þarf.

Loka einkunn: 8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Wrestler er bara ansi góð mynd og Mickey Rourke fer á kostum sem gamall glímukappi sem lætur af störfum af heilsufarsástæðum. Honum tekst prýðisvel að halda myndinni uppi nánast aleinn og sjálfur enda er karakter hans sá eini hér sem eitthvað púður er í(Marisa Tomei er samt heldur ekki sem verst). The Wrestler lítur einhvernveginn út fyrir að vera að reyna að segja manni eitthvað en það er erfitt að sjá hvað það er. Og þó. Kannski er hún bara að lýsa tilfinningum þessa manns án þess að eitthvað annað búi undir. Á köflum er þetta pínulítið langdregin mynd og sum atriði frekar slöpp en Rourke er það góður að vert er að sjá myndina bara út af honum. Engin snilld en einkunn yfir meðallagi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gefið þessum manni Óskar. NÚNA!
The Wrestler hefði alveg getað orðið góð mynd með einhverjum öðrum í aðalhlutverkinu. Handritið er nógu sterkt og frásögnin vel áhugaverð. Þetta er afar sérstæð karakterstúdía sem kafar djúpt ofan í líf einstaklings sem áhorfandinn telur ólíklegt að maður gæti fundið til með, en maður gerir það samt.
Mickey Rourke gerir allt annað við myndina að aukaatriði og setur fókusinn algjörlega á sjálfan sig. Eins öflugur og stíllinn er, eins vandað og handritið er, þá hefur ekkert af þessu roð við þessa frammistöðu sem Rourke hefur núna eignað sér. Hann gerir góða mynd nánast að meistaraverki, og það er engan veginn hægt að segja að hann eigni sér myndina - heldur ER hann öll myndin!

Það gerist aðeins nokkrum sinnum á áratug að ein mynd veltur alfarið á einum leikara - og brillerar eins og þessi gerir. The Wrestler er algjörlega sniðin handa Rourke, rétt eins og There Will be Blood var sniðin handa Daniel Day-Lewis, Raging Bull handa De Niro, A Clockwork Orange handa Malcolm McDowell o.fl. o.fl. Ég get talið upp langan lista.

Mér hefur alltaf fundist Rourke vera svalur leikari með sterka nærveru. Hann hefur átt þunga og virkilega skemmda ævi, en einhvern veginn hefur það gert hann að betri leikara því undanfarin ár hefur hann stolið hverri mynd sem hann hefur verið í (Sin City ber helst að nefna, m.a.s. Domino). Aftur á móti gæti sjónlaus maður séð að hann er tvímælalaust fæddur í hlutverk Randys "The Ram" Robinson. Ef að menn eru að velta fyrir sér af hverju ég tala svona mikið um Rourke í þessari umfjöllun um myndina, þá hafa þeir greinilega ekki séð hana, og vita þar af leiðandi ekki hversu mikilvægt "element" hann er.

Saga Randys er einhver sú merkilegasta sem ég hef séð kvikmyndaða í mörg ár, og það er enn merkilegra hversu miklar kröfur eru gerðar af áhorfandanum til að halda upp á þennan mann. Við fáum að finna fyrir ókostum hans og sjáum það allan tímann hversu sorglegt einkalíf hann á sér. Hins vegar sér maður ósköp eymdarlega og jarðbundna týpu í honum sem auðvelt er að líka við, og það gerir það að verkum að manni er hvergi sama um hann.

Það halda eflaust einhverjir að Rourke sé einungis að leika "sjálfan sig" í myndinni (þ.e. sorglegan, útbrunninn gaur) og þar af leiðandi ekki þurft að taka á leikhæfileikana. Þessu gæti ég ekki verið meira ósammála. Þetta hlutverk er gríðarlega krefjandi, og að fá áhorfandann til þess að virkilega vera annt um þennan mann er hrikalega erfitt - en Rourke tekst það. Við vitum jafnvel að Randy á oftast ekkert betra skilið, en þrátt fyrir allt vill maður að allt blessist hjá honum. Senurnar með honum og dóttur hans eru gífurlega hjartnæmar, enda sjáum við tröllvaxinn mann sem hefur fengið milljón högg á sig loksins finna fyrir því sem er virkilega vont í lífinu.

Myndin sýnir það hversu auðvelt er að vanmeta það mikilvægasta í lífinu, og það sem ég hreinlega dýrka við hana er það að klisja finnst nánast hvergi. Kannski í hámark tveimur senum en jafnvel í þeim tilfellum virka þær ekki á mann eins og klisjur og smella senurnar vel við söguna, sem er áberandi vel útpæld. Dramatísku atriðin eru aldrei væmin heldur.

Síðan verð ég að dást að þessum endi! Ég lofa að kjafta ekki frá en mér kveið einmitt hvað mest fyrir því að sjá söguna ljúka því mér fannst það ósköp tilvalið fyrir myndina að detta út í formúlu. Mér til mikillar ánægju gerðist ekkert slíkt. Myndin endaði akkúrat á réttum stað, og þá með glæsibrag. Það er eins og Darren Aronofsky viti að við sjáum klisjuna úr fjarlægð, og ákveði síðan að draga mottuna undan manni og útrýma henni fyrir fullt og allt.

The Wrestler er kannski ekki besta mynd Aronofsky (enda þarf margt til að toppa það magahögg sem Requiem for a Dream var), og hún er pottþétt sú einfaldasta og jafnvel hefðbundnasta. Hún markar annars aðdáunarverð stílskipti fyrir manninn, en myndirnar hans eru gjarnan þekktar fyrir að grilla vel í hausnum á manni (sérstaklega Pi og The Fountain). En þessi mynd er einföld í frásögn, og þar af leiðandi er stíllinn gerður mjög einfaldur. Myndatakan minnir gjarnan á heimildarmynd, en hún undirstrikar aðeins það hversu góður leikstjóri Aronofsky er. Myndatökustíllinn auglýsir sig aldrei og Aronofsky hefur vit fyrir því að hemla sig á brjáluðum klippingum. Sagan er klárlega best sögð svona; Tónlistin er líka það lágstemmd að dramað virkar miklu betur í stað þess að blóðmjólka augnablikið. Það fór samt dálítið í mig hversu oft sömu tónarnir voru notaðir, eins og það hafi ekki verið til nóg af músíkefni.

Þrátt fyrir vel unnið handrit og efnisinnihald ætti The Wrestler varla að fá að komast upp með það að vera meira en "helvíti góð." Myndin er voða hefðbundin á sumum stöðum og finnst mér skrítið að það skuli ekki sjást betur í gegn. Í höndum Aronofskys verður sagan einhvern veginn að svo miklu, miklu meira og er hann fullkominn leikstjóri til að gera betri mynd úr efninu, og hann gerir það fullkomlega.
Bætið síðan leiksigur Rourkes ofan á þetta allt ásamt nær gallalausum aukaleik frá Marisu Tomei (hvílíkur kroppur!) og Evan Rachel Wood og þá er skyndilega orðin klassísk mynd hér á ferðinni. Hún á eftir að gleymast seint vona ég. A.m.k. mun ég sjá til þess að kíkja á hana oftar um komandi ár.

9/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
vááááá!!
Brjáluð mynd hér á ferð mickey rourke(sin city,barfly) er kominn aftur og darren Aronofsky(requeim for a dream,Pí). Hún fjallar um glímukappa sem er búinn að stunda glímu í 20 ár þanga til að hann fær hjartaáfall og núna þarf að að ákfeða hvort hann vill frekar taka einn leik í viðbót og deyja eða lifa hinu lífinu með dóttir sinni

Mjög góð mynd 9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.07.2018

Rourke er nasistabulla í fangelsi

Golden Globe sigurvegarinn og Óskarstilnefndi leikarinn fyrir The Wrestler, Mickey Rourke, mun leika nasistabullu í næstu kvikmynd sinni, Night Walk, að því er breska blaðið Daily Mail greinir frá. Rourke, sem er 65 ára,...

08.12.2016

Kvikmyndaframleiðandinn The Weinstein Company announced that writer/director John Lee Hancock’s upcoming feature The Founder, will premiere in theaters today, December 7, 2016 at the Arclight Hollywood for a 1-week awards qualifying...

13.09.2016

Splunkunýjar verðlaunamyndir á RIFF 2016

Splunkunýjar myndir sem hafa hlotið verðlaun á virtustu kvikmyndahátíðum heims í ár, glænýjar heimildamyndir um málefni líðandi stundar, íslenskar og erlendar stuttmyndir, framsæknar myndir ungra leikstjóra og margt...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn