Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

[Rec] 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

One Witness. One Camera

78 MÍNSpænska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 71
/100

Sjónvarpsfréttakona og myndatökumaðurinn hennar fá það verkefni að eyða nótt með slökkviliðinu til að fylgjast með störfum þeirra. Þau svara venjulegu neyðarkalli frá íbúðarhúsi, þar sem þau komast að því að íbúar þess hafa verið sýktir af einhverju sem enginn veit hvað er. Þegar þau reyna að sleppa frá blóðþyrstum íbúunum þá er búið... Lesa meira

Sjónvarpsfréttakona og myndatökumaðurinn hennar fá það verkefni að eyða nótt með slökkviliðinu til að fylgjast með störfum þeirra. Þau svara venjulegu neyðarkalli frá íbúðarhúsi, þar sem þau komast að því að íbúar þess hafa verið sýktir af einhverju sem enginn veit hvað er. Þegar þau reyna að sleppa frá blóðþyrstum íbúunum þá er búið að einangra blokkina og enginn kemst inn eða út...það eina sem þau geta gert er að reyna að halda lífi.... minna

Aðalleikarar


Á sínum tíma vakti The Blair Witch Project mikla athygli fyrir kvikmyndastíl sem er farinn að verða æ algengari. Fyrir þá tvo sem ekki vita þá er ég að tala um gervi/raunverulega upptöku sem er látin rúlla og klófestir eitthvað óvenjulegt. Var þetta óskýrt? Sumum finnst þetta vera gimmick sem þreytist fljótt en ég er ekki viss. Upp á síðkastið hefur þessum myndum fjölgað með tilkomu mynda á borð Cloverfield, Diary of the Dead og Rec.

Rec er spænsk hryllingsmynd í hæsta gæðaflokki. Myndin snýst um konu sem er að gera sjónvarpsþátt um slökkvuliðið í bænum sínum ásamt einum myndatökumanni. Hún fylgir slökkvuliðinu á óvenjulegt útkall og ....
Myndin er hröð og stutt, bara 70 mín. Mér fannst það vera nokkuð hressandi, bara keyrsla. Samt sem áður var mér ekki sama hvað yrði um spænsku sjónvarpskonuna og var á tímabili raunverulega skelkaður. Þetta er alvöru hryllingsmynd og gullmoli fyrir aðdáendur slíkra mynda.

Evrópskar hryllingsmyndir eru mun framar en Kanar í gerð hryllingsmynda, það er alltaf að verða meira ljóst. Kanarnir virðast vera fastir í endurgerðum sem oft verða að vera PG13 til að reyna að græða meira. Þeir eru í lægð sem ég sé ekki fram úr.

Kanarnir voru ekki lengi að stela þessari mynd. Hún var endurgerð 2008 undir nafninu Quarantine.

Það er byrjað að taka upp spænskt framhald, Rec 2. Ætli það þýði ekki Quarantine 2 líka. Frumleikinn alveg að drepa menn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Creepy bíómynd. Schindler's list hrollvekjanna!!!

Sagan: Fréttakonan Ángela Vidal og myndatökumaðurinn Pablo eru að undirbúa nýtt verkefni. Verkefnið: Að taka upp slökkviliðsmenn á næturvöktum og sjá hvernig þeir starfa á kvöldin. Eitt kvöld er slökkviliðið kallað út í neyðarkall til að bjarga gamalli konu. En með tímanum komast fréttateymið okkar og slökkviliðið að íbúarnir eru sýktir, og eru einangruð. Hver gæti ástæðan verið, og hvað er stóra mysterían í þessu húsnæði? Og svo stóra spurningin, hvernig eiga þau að sleppa frá þessu brjálæði?

[Rec] er, án nokkurs vafa, ein besta hrollvekja sem hefur komið í langan tíma. Það er orðið nokkuð langt síðan undirritaður var svona rosalega ánægður með hrollvekju(síðasta var The Descent).

Myndin er frábærlega byggð upp. Hún byrjar mjög hægt. Við fáum að kynnast fréttateyminu mjög vel, og fylgjast vel með þeim í störfum að vera taka upp þáttinn sinn. En svo, með tímanum, byrjar myndin að vera rosalega hröð og taugatrekkjandi og hún sleppur aldrei á manni takinu. Hef ekki séð svona góða uppbyggingu á hrollvekju síðan Shining var upp á sitt besta.

Myndatakan er geðveik, og nær algjörlega andrúmsloftinu og allri geðveikinni sem gerist í húsnæðinu á eins raunsæislegan hátt og er hægt að ímynda sér. Og maður fær alveg ágætlega sjúka claustrophobiu stundum yfir þessari mynd. Munið eftir raunveruleikagæðunum í Blair Witch Project? Well, þessi perfectar þau. Og gott betur.
Make-up vinnan á sýkta fólkinu í húsnæðinu er brilliant. Bara svona basic elements sem eru notuð hér, en virka samt svo hrikalega vel. Láta zombiea líta út eins og brandara í samanburði.

Leikararnir standa sig vel. Allt frá aðalleikurunum og smá aukahlutverk. Hver leikari/kona skilar sínu vel frá sér, og láta mann fá virkilega samúð yfir fólkinu sem þarf að þola þær hremmingar sem gerast í húsinu.

Handritið er, ótrúlegt en satt, frábærlega skrifað. Mjög frumlegt og vandað. Með sögu sem maður á aldrei von á.

Bregðuatriðin í myndinni eru vægast sagt mögnuð. Þó sum þeirra eiga það til að vera doldið obvious, þá gerir það lítið til. Hvert bregðuatriðið á fætur öðru er betra, og mér brá við hvert einasta bregðuatriði í myndinni.

Endirinn á myndinni er líka sérstakur. Kom mér virkilega á óvart, og átti ég ekki von á þessum endi.

Lokaniðurstaða: REC er mynd sem hefur allt sem hrollvekja þarf að hafa: Góð bregðuatriði, blóð, drungalegt andrúmsloft, frábær myndataka og bætir það svo líka með góðum leikframmistöðum, gott handrit og frábæran endi. Hvað meira þurfið þið?

Lokaniðurstaða 2: REC er meistaraverk, og strax kominn í hóp hjá mér yfir bestu hrollvekjur allra tíma. Og verður athyglisvert að sjá hvort það muni koma jafn fersk mynd og þessi í framtíðinni.

10/10 er verðskulduð einkunn fyrir þessa mynd.

P.s. Mæli með að þú horfið á þessa mynd ein/n um kvöld, allsstaðar myrkt, látið DTS hljóð á myndina og hafið eins hátt og þið megið. Þið munuð ekki sjá eftir því. Bara eykur ánægjuna við að horfa á myndina.

Og já, þeir sem eru veikir í hjarta, ekki horfa á þessa. Mæli ekki með fyrir þá.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn