Náðu í appið
Öllum leyfðMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar

Seven Pounds 2008

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. janúar 2009

Seven Names. Seven Strangers. One Secret.

123 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 27% Critics
Rotten tomatoes einkunn 75% Audience
The Movies database einkunn 36
/100

Maður nokkur, sem missir konu sína í alvarlegu bílslysi sem hann olli, ákveður skyndilega að breyta lífi sjö ólíkra einstaklinga. Flugvélaverkfræðingurinn Ben Thomas, sem fortíðin nagar, reynir að gera yfirbót með því að breyta lífi sjömenninga sem hann þekkir ekki neitt. Þegar hann hefur ákveðið hvað hann ætlar að gera stöðvar hann ekkert, eða... Lesa meira

Maður nokkur, sem missir konu sína í alvarlegu bílslysi sem hann olli, ákveður skyndilega að breyta lífi sjö ólíkra einstaklinga. Flugvélaverkfræðingurinn Ben Thomas, sem fortíðin nagar, reynir að gera yfirbót með því að breyta lífi sjömenninga sem hann þekkir ekki neitt. Þegar hann hefur ákveðið hvað hann ætlar að gera stöðvar hann ekkert, eða það heldur hann. Ben hafði ekki gert ráð fyrir að hann yrði ástfanginn af einni þessara manneskja og það setur strik í reikninginn. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Will Smith er æðislegur
*******Það getur verið smá spoiler*******


Tim Thomas (Will Smith) lendir í svakalegu bílslysi og þar með missir hann konuna sína og drepur auk þess sjö manns með í slysinu. Svo eftir þegar Tim er búinn að jafna sig þá ætlar hann að bjarga sjö ólíkum manneskjum fyrir þá sem hann drap í slysinu. Tim Thomas kallar sig sem Ben Thomas (Ben Thomas er bróðir hans,Michael Ealy) og Tim vann sem geimferðaverkfræðingur en hann skipti yfir sem skattamaður (Veit ekki hvað það heitir) og fer svo að bjarga fólkinu úr þeirra alvarlegu vandamálum. Svo loks þá hittir hann Emily (Rosario Dawson) og hún er með ónýtt hjarta svo fer hann að hitta hana oftar og þau verða miklir vinir og aðeins meira en það.....Ezra (Woody Harrelson) er blindur kjötsali sem Tim fékk að kynnast betur.......


"Seven Pounds er áhrifarík mynd, samt ekki nærri því eins áhrifarík og hún vill vera" (T.V.) Ég get ekki verið meira sammála, þegar ég sá trailerinn þá taldi ég mig vita það að Seven Pounds væri mjög áhrifarík mynd til að maður færi að gráta svo loks leið á því að ég tók hana og horfði á en hún er góð en ekki eins góð og hún virðist vera.

Það tók mig smá tíma til að átta mig á hvað væri að gerast því að klippurnar vornu í einhverju ólagi og ekki beint framhald af síðustu klippu en það bjargast alveg. Ég var svolítið fyrir vonbrigðinn yfir þessu drama sem ég vildi fá en þrátt fyrir það þá er leikurinn alveg "perfect" og Seven Pounds náði alveg til mín og ég fann fyrir karakterum og tilfinningarnar eru mjög góðar sem Seven Pounds nær yfir mér og vonandi þér líka.

The English Patient er mjög góð og svakalega kraftmikil mynd. Ég var að vonast til að Seven Pounds væri í þannig kantinum en hún því miður fór ekki alla leið.
Byrjunin var mjög góð og hún bætti við væntingarnar um að þetta væri meistaraverk en samt náði Gabriele Muccino (Leikstjórinn) að klúðra svona góðum söguþráði og líka með svona góðum leikurum, ég er ekki alveg að skilja þetta hvernig þetta er hægt að klúðra dramanu. Drama-ið sem ég var að vonast eftir það kom aldrei. Will Smith er geðveikur leikari og hann veit það sjálfur að hann er góður leikari og hann stóð fyrir sínu og hann nær að láta mann hata hann á tímapunkti og líka að vorkenna honum, þannig vill ég hafa þetta svona tilfinningaríkt en Seven Pounds klikkaði á því og hafði Drama-ið ekki eins og allir vilja hafa það og setti það í drama level númer sex í staðinn fyrir tíu.

Woody Harrelson og Will Smith gerðu saman eitt samt flott atriði þegar Will drullaði yfir Woody því hann var að gera út á við að Woody er blindur og einhvað það tók svoldið á og mér fannst það vera sorglegt, þannig var ég að vonast að myndin væri bara sorgleg og vel heppnuð en á einhvern hátt þá náðu þeir að klúðra því.


Einkunn: 7/10 (Rétt sleppur) - "Fínasta mynd en vantar allar drama senur en það koma nokkrar góðar, leikurinn er frábær en klippurnar ekki jafn góðar"


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Falleg mynd
Kvikmyndin Seven Pounds hefst undarlega. Ben Thomas (persóna Will Smiths), hringir í neyðarlínuna og tilkynnir eigið sjálfsmorð. Strax er ljóst að hér er ekki á ferðinni einhver dæmigerð Will Smith mynd. Hinn alvörugefni Will Smith er mættur til leiks. Fljótlega telur hann upp nöfn á sjö manneskjum, sem áhorfandinn fær að kynnast eftir því sem líður á myndina. Þau eru rauði þráðurinn sem bindur söguna saman. Tóninn er sleginn og sagan byrjar á byrjun.

Seven Pounds er skemmtilega sniðin. Leikstjórinn notast við tímaflakk á söguþræðinum, sem er afar viðeigandi. Myndin er byggð í kringum hugarheim Thomasar og hann er að ganga í gegnum sérstakan kafla í lífi sínu, sem kallar á mikið af endurminningum. Myndin er á köflum full langdregin. Samræðurnar eru of hægar og óáhugaverðar. Niðurstaðan verður samt sem áður sú, að sum þessara hægu atriða eru beinlínis nauðsynleg. Sagan er svo flókin, þá helst persónugerð Thomsarar, að það verður að kafa dýpra til þess að öðlast raunsæjan skilning á Thomas. Undir lokinn er áhorfandinn orðinn kunnugur þessum geðþekka en undarlega manni og það hjálpar til við að skilja myndina.

Will Smith er ágætur leikari. Hann virðist leggja sig allan fram við túlkunina og býr að þeim hæfileikum, sem hafa komið honum svona langt. Hann er með sterka nærveru á skjánum og er hrífandi. Að mínu skapi er hann ekki í stakk búinn til að taka svo stórt og erfitt hlutverk á sig. Það má vel vera að hans fyrri hlutverk skemmi trúverðugleika hans, en það er erfitt fyrir hinn almenna áhorfanda að líta fram hjá þeim. Ég get nefnt knippi af öðrum leikurum sem hefðu hentað betur í hlutverkið.

Rosaria Dawson fer með næst stærsta hlutverk myndarinnar. Hún er máluð voða föl og leikur sjúkling, Það mætti næstum segja það sama og um Smith hér að framan. Hún er engan vegin sannfærandi. Dawson lýður þó fyrir það að leika slæman karakter, ólíkt Smith.

Seven Pounds er falleg mynd. Hún byggir upp góða sögu á sniðugan og áhugaverðan máta. Þrátt fyrir að meiri leiksigrar hafi sést á tjaldinu, þá verður það ekki af myndinni tekið að hún hrífur áhorfandann. Niðurstaða myndarinnar er ánægjuleg og boðskapurinn fallegur. Helsti kostur myndarinnar eru nokkur sérstaklega vel unnin og sterk atriði. Til dæmis má nefna flest endurminningaratriðin, sem eru smekklega gerð. Á köflum hundleiddist mér þessi mynd og hún virtist ekki stefna neitt. En þessi atriði héldu manni við efnið. Þau lyfta myndinni upp á hærra plan og gera það að verkum að Seven Pounds verður ekki flokkuð með þessum hefðbundnu boðskapsmyndum.

Gísli Baldur Gíslason
kvikmyndir.com

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stundum öflug, stundum leiðinleg
Seven Pounds er áhrifarík mynd, samt ekki nærri því eins áhrifarík og hún vill vera. Hún spilast út eins og hún sé að reyna að mjólka út eins þungu drama úr handritinu og hún mögulega getur, en vandinn er sá að handritið er ekki nægilega vandað til að skapa einhver brennimerkjandi áhrif.

Eftir að hafa horft á myndina leið mér nokkuð undarlega. Seinasta korterið snerti við manni og kom áhrifaríkum skilaboðum áleiðis. Alveg meistaralega gott "pay-off" á bíómynd. En bara verst hvað "set up-ið" var svo rosalega dautt.

Það er mikilvægt að áhorfandinn viti sem minnst um myndina áður en hann sér hana. Trailerinn - sem betur fer - sýnir lítið sem ekkert sem getur spillt fyrir. Ég vissi sama og ekkert um hana áður en ég sá hana. Hefði ég vitað um hvað hún í raun og veru snérist hefði mér þótt áhorfið voða tilgangslaust. Ég fattaði boðskapinn snemma, en það var líka ýmislegt eftir sem ég vissi ekki, og það kom ekki fram fyrr en í lokin.

Ég neyðist samt til að setja alvarlega út á þá ákvörðun að staðsetja eina af mikilvægustu senum myndarinnar við upphaf hennar. Það var algjör óþarfi (þar sem hún kemur hvort eð er fram síðar í myndinni) og ef eitthvað, þá segir hún manni fullmikið, og þá á röngum tíma. Þegar að senan fer loks að endurtaka sig, þá er dramað orðið dautt og áhorfandinn löngu orðinn mörgum skrefum á undan atburðarásinni því við vitum öll framhaldið. Feitur mínus.

En þrátt fyrir ójafnt handrit er leikurinn gallalaus. Will Smith er hátt í frábær þótt maður kynnist aldrei persónu hans nægilega mikið til að halda upp á hann, en - aftur - það er handritinu að kenna, ekki leikaranum. Við fylgjum Smith út alla myndina og hann er í nánast hverri einustu senu, en samt er maður aldrei neitt andlega tengdur honum. Það er ekki erfitt að líka vel við hann, en maður er aldrei látinn skilja fullkomlega af hverju hann tekur þær ákvarðanir sem hann gerir. Rosario Dawson gegnir einnig mikilvægu hlutverki í myndinni og stendur hún sig ótrúlega vel. Persóna hennar fær samt svo leiðinlegar línur stundum, og rómantísku senurnar á milli hennar og Smith eru stundum svo hryllilega niðurdrepandi og taka sumar engan enda. Annars eru Barry Pepper og Woody Harrelson mjög eftirtektarverðir í litlu hlutverkum sínum, en sá síðarnefndi þarf alvarlega á góðu dramatísku comeback-i að halda.

Seven Pounds vekur upp ýmsar skemmtilegar spurningar og, eins og kom fram hér að ofan, þá er endaspretturinn góður; Bæði þýðingarmikill og kröftugur. Myndin spannar cirka tvo klukkutíma og því miður er nánast helmingurinn af þeirri lengd sem að dregst ógurlega og verst er að hvorki leikstjórinn né leikararnir ná að fylla upp í götin sem handritshöfundurinn skildi eftir.

6//10 (tæplega) - Sumsé, fín mynd en hefði getað orðið betri hefðu aðstandendur aðeins rennt betur yfir efnið.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.10.2011

Independence Day II & III í vinnslu

Roland Emmerich breytti aðeins til þegar hann gerði Shakespeare sæmsærismyndina Anonymous á árinu þar sem engin útgáfa af heimsendi átti sér stað. Nú er hann að kynna þá mynd og í slíkum aðstæðum gefst tækifæri ...

13.04.2014

Hádramatísk saga feðgina

Russell Crowe leikur aðalhlutverkið í væntanlegri kvikmynd sem ber heitið Fathers and Daughters. Gabriele Muccino mun leikstýra en hann hefur áður leikstýrt myndum á borð við Seven Pounds og Playing For Keeps. Nýtt ...

15.10.2013

Crowe leikur geðsjúkan föður

Russell Crowe hefur tekið að sér hlutverk í myndinni Fathers and Daughters, sem Gabriele Muccino mun leikstýra Handrit myndarinnar skrifaði Brad Desch og er ástarsaga á milli feðgina sem búa í New York City, en sagan er sögð me...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn