Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Doubt er diesel drama með magavöðva. Hún er klárlega óskarlverðlaunabeita en það er allt í lagi af því myndin er góð. Það eru þungaviktarleikar hér á ferð. Meryl Streep er svakaleg sem strangi skólastjórinn í kristilegum skóla. Philp Seymour Hoffman er frábær sem presturinn og Amy Adams sannar að hún er stór stjarna á uppleið.
Málefnin eru alvarleg en eins og titillinn bendir til snýst í raun allt um efa, trú og grunsemdir. Það er stundum þannig að grunur er allt sem þarf til að sakfella fólk. Ef glæpurinn er stór getur verið erfitt að líta í hina áttina. Á hinn bóginn er hætta á að líf verði lögð í rúst ef verkin eru látin tala. Slúður getur verið eitrað og spurningin er alltaf, hver er sannleikurinn? Smá spoiler - Myndin leitast ekki við að svara spurningum, hún lætur áhorfandann um það og er betri fyrir vikið. Dramaaðdáenudur, ekki láta þessa fara fram hjá ykkur.
Leynir vel á sér
Það er erfitt að mislukkast með svona hæfileikaríka leikara í forgrunni. Slíkt tíðkast, og oftar en ekki veltur niðurstaðan á því hversu gott handritið er. Hvað kvikmynd líkt og Doubt varðar, þá eru leikararnir og handritið undirstaða heildinnar, og hvorugt veldur vonbrigðum.
Þessi mynd er eins og nákvæm orðabókarskilgreining á því orði sem að titillinn vísar í. Það er m.a.s. hálf skondið hversu augljós boðskapurinn er, jafnvel þó svo að maður hefði ekki hugmynd hvað myndin héti. En Doubt er engu að síður fullkominn titill á mynd sem kemur lúmskt á óvart. Þú sem áhorfandi ert sífellt óviss um hvað skal halda um persónurnar og aðstæður þeirra og það nákvæmlega er það sem myndin snýst um. Einfalt en þýðingarmikið heiti, svona rétt eins og öll myndin bara.
Ég skal viðurkenna að mér þótti myndin ekki líta vitund vel út þegar ég sá sýnishornin. Það er óneitanlega mikill sjónvarpsmyndabragur á henni, en síðan sá ég það að myndin er nær alfarið í höndum leikaranna og gera þeir að mínu mati fljótgleymdri sögu að talsvert eftirminnilegri leikaramynd.
Þetta er ein af þessum myndum sem að sýnir hversu öflug spenna getur myndast í gegnum einföld samskipti, og einn helsti styrkleiki hennar er hve óútreiknanleg sagan er, þótt einföld sé. John Patrick Shanley leikstýrir þessari aðlögun á samnefndri sviðssýningu, sem hann einnig skrifaði sjálfur. Shanley er ekkert ferlega reyndur leikstjóri, en það sést engan veginn. Kannski þekkir maðurinn bara söguna sína svo vel en hann keyrir hana allavega á fínasta hraða. Það munu kannski einhverjir geispa reglulega yfir lágstemmda flæðinu, en mér þótti myndin alveg merkilega hröð og einnig áhugaverð nánast allan tímann. Hæga keyrslan pumpar líka e.t.v. meiri kraft í áköfu atriðin.
Handrit Shanleys fékk líka Óskarstilnefningu af gildri ástæðu. Það er virkilega vel unnið og með hjálp leikaranna verða lykilatriðin ógleymanleg. Það eru ca. 3-4 lykilsenur í þessari mynd sem gefa manni andlegt kjafthögg, og þá - aftur - einungis í gegnum samræður og pressu í kringum þær. Það þarf varla að nefna þau atriði sem ég á við. Þið eflaust þekkið þau strax þegar/ef þið sjáið myndina.
Annars varla hægt að finna betri leikara fyrir þessi helstu hlutverk. Phillip Seymour Hoffman hefur aldrei staðið sig illa, svo ég viti til, og heldur hann áfram að gera frábæra hluti með nánast hverri mynd sem hann er í. Frammistaða hans í Doubt er virkilega eftirtektarverð og stendur hún ekki síður upp úr ferli hans heldur en t.d. Capote. Þessi leikur er hér um bil listrænn að því leyti að Hoffman gerir ógurlega lítið, en segir manni samt svo mikið gegnum augnarráð og svipbrigði. Persóna hans er einnig viðkunnanleg, sem skiptir miklu máli ef þið sjáið um hvað myndin snýst.
Meryl Streep tekur reyndar sínar sveiflur sem leikkona. Til dæmis var varla hægt að kalla yfirdrifnu fíflalætin í henni í Mamma Mia einhver leiktilþrif, en þegar hlutverk krefst mikils af henni, þá nær hún oftar en ekki að standa sig frábærlega, og það gerir hún hér. Og allir sem sáu The Devil Wears Prada vita að hún getur léttilega túlkað persónu sem auðvelt er að hata. Það sama gildir um hana hér. Þessi persóna er reyndar voða einhliða en, ótrúlegt en satt, það virkar óvenju vel. Maður býst aldrei við því að hún breytist eitthvað eða sýni nokkurn vott af manneskjulegri hlið, og það gerir persónuna alveg skemmtilega þrjóska. Kannski aukin dýpt hefði haft áhrif á það, ég er ekki viss. Ég hef ekkert að setja út á hana.
Amy Adams er kannski ekki sami reynsluboltinn og hin tvö, en hún lætur það ekki stoppa sig frá því að standa sig alveg furðulega vel. Adams er gríðarlega efnileg og fjölbreytt leikkona (prófið t.d. bara að bera frammistöðuna hennar í þessari mynd saman við t.d. Enchanted) sem á vonandi eftir að heilla mann mikið í framtíðinni. Ég er þegar mikið farinn að halda upp á hana. Síðan er eiginlega möst að minnast á Violu Davis, sem skildi heldur betur spor sín eftir. Það er kannski tæpt að segja að hún hafi átt Óskarstilnefningu skilið fyrir þær 10 mínútur sem hún sést á skjánum, en atriði hennar er samt sem áður frábært og eflaust ein mikilvægasta sena myndarinnar.
Ef þið stillið væntingar ykkar rétt þá ættuð þið að sjá að hér er algjöran gimstein að finna. Doubt er ekki fyrir alla, en þeir sem að kunna að meta einfalda og kannski svolítið "fágaða" kvikmyndagerð ættu alls ekki að leyfa þessari að fara framhjá sér.
8/10
Það er erfitt að mislukkast með svona hæfileikaríka leikara í forgrunni. Slíkt tíðkast, og oftar en ekki veltur niðurstaðan á því hversu gott handritið er. Hvað kvikmynd líkt og Doubt varðar, þá eru leikararnir og handritið undirstaða heildinnar, og hvorugt veldur vonbrigðum.
Þessi mynd er eins og nákvæm orðabókarskilgreining á því orði sem að titillinn vísar í. Það er m.a.s. hálf skondið hversu augljós boðskapurinn er, jafnvel þó svo að maður hefði ekki hugmynd hvað myndin héti. En Doubt er engu að síður fullkominn titill á mynd sem kemur lúmskt á óvart. Þú sem áhorfandi ert sífellt óviss um hvað skal halda um persónurnar og aðstæður þeirra og það nákvæmlega er það sem myndin snýst um. Einfalt en þýðingarmikið heiti, svona rétt eins og öll myndin bara.
Ég skal viðurkenna að mér þótti myndin ekki líta vitund vel út þegar ég sá sýnishornin. Það er óneitanlega mikill sjónvarpsmyndabragur á henni, en síðan sá ég það að myndin er nær alfarið í höndum leikaranna og gera þeir að mínu mati fljótgleymdri sögu að talsvert eftirminnilegri leikaramynd.
Þetta er ein af þessum myndum sem að sýnir hversu öflug spenna getur myndast í gegnum einföld samskipti, og einn helsti styrkleiki hennar er hve óútreiknanleg sagan er, þótt einföld sé. John Patrick Shanley leikstýrir þessari aðlögun á samnefndri sviðssýningu, sem hann einnig skrifaði sjálfur. Shanley er ekkert ferlega reyndur leikstjóri, en það sést engan veginn. Kannski þekkir maðurinn bara söguna sína svo vel en hann keyrir hana allavega á fínasta hraða. Það munu kannski einhverjir geispa reglulega yfir lágstemmda flæðinu, en mér þótti myndin alveg merkilega hröð og einnig áhugaverð nánast allan tímann. Hæga keyrslan pumpar líka e.t.v. meiri kraft í áköfu atriðin.
Handrit Shanleys fékk líka Óskarstilnefningu af gildri ástæðu. Það er virkilega vel unnið og með hjálp leikaranna verða lykilatriðin ógleymanleg. Það eru ca. 3-4 lykilsenur í þessari mynd sem gefa manni andlegt kjafthögg, og þá - aftur - einungis í gegnum samræður og pressu í kringum þær. Það þarf varla að nefna þau atriði sem ég á við. Þið eflaust þekkið þau strax þegar/ef þið sjáið myndina.
Annars varla hægt að finna betri leikara fyrir þessi helstu hlutverk. Phillip Seymour Hoffman hefur aldrei staðið sig illa, svo ég viti til, og heldur hann áfram að gera frábæra hluti með nánast hverri mynd sem hann er í. Frammistaða hans í Doubt er virkilega eftirtektarverð og stendur hún ekki síður upp úr ferli hans heldur en t.d. Capote. Þessi leikur er hér um bil listrænn að því leyti að Hoffman gerir ógurlega lítið, en segir manni samt svo mikið gegnum augnarráð og svipbrigði. Persóna hans er einnig viðkunnanleg, sem skiptir miklu máli ef þið sjáið um hvað myndin snýst.
Meryl Streep tekur reyndar sínar sveiflur sem leikkona. Til dæmis var varla hægt að kalla yfirdrifnu fíflalætin í henni í Mamma Mia einhver leiktilþrif, en þegar hlutverk krefst mikils af henni, þá nær hún oftar en ekki að standa sig frábærlega, og það gerir hún hér. Og allir sem sáu The Devil Wears Prada vita að hún getur léttilega túlkað persónu sem auðvelt er að hata. Það sama gildir um hana hér. Þessi persóna er reyndar voða einhliða en, ótrúlegt en satt, það virkar óvenju vel. Maður býst aldrei við því að hún breytist eitthvað eða sýni nokkurn vott af manneskjulegri hlið, og það gerir persónuna alveg skemmtilega þrjóska. Kannski aukin dýpt hefði haft áhrif á það, ég er ekki viss. Ég hef ekkert að setja út á hana.
Amy Adams er kannski ekki sami reynsluboltinn og hin tvö, en hún lætur það ekki stoppa sig frá því að standa sig alveg furðulega vel. Adams er gríðarlega efnileg og fjölbreytt leikkona (prófið t.d. bara að bera frammistöðuna hennar í þessari mynd saman við t.d. Enchanted) sem á vonandi eftir að heilla mann mikið í framtíðinni. Ég er þegar mikið farinn að halda upp á hana. Síðan er eiginlega möst að minnast á Violu Davis, sem skildi heldur betur spor sín eftir. Það er kannski tæpt að segja að hún hafi átt Óskarstilnefningu skilið fyrir þær 10 mínútur sem hún sést á skjánum, en atriði hennar er samt sem áður frábært og eflaust ein mikilvægasta sena myndarinnar.
Ef þið stillið væntingar ykkar rétt þá ættuð þið að sjá að hér er algjöran gimstein að finna. Doubt er ekki fyrir alla, en þeir sem að kunna að meta einfalda og kannski svolítið "fágaða" kvikmyndagerð ættu alls ekki að leyfa þessari að fara framhjá sér.
8/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Miramax
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
30. janúar 2009