Meira sniðug en skemmtileg
Duplicity er nokkurs konar stílísk rómantísk gamanmynd í bland við glæpamynd og njósnaþriller. Myndin er rosalega sniðug, og það sést gjarnan á henni hvað hún reynir mikið að vera þ...
"Tveir njósnarar með sama verkefni - og þau falla fyrir hvort öðru"
Duplicity er njósnatryllir með Clive Owen og Juliu Roberts í aðalhlutverkum og er leikstýrt af Tony Gilroy, leikstjóra Michael Clayton.
Bönnuð innan 12 ára
BlótsyrðiDuplicity er njósnatryllir með Clive Owen og Juliu Roberts í aðalhlutverkum og er leikstýrt af Tony Gilroy, leikstjóra Michael Clayton. Myndin segir frá CiA-fulltrúanum Claire Stenwick (Roberts) og breska Mi6-fulltrúanum Ray Koval (Owen). Þau hafa bæði yfirgefið heim hinnar opinberu leyniþjónustu til að græða meira á harðvítugu „köldu“ stríði á milli tveggja alþjóðlegra stórfyrirtækja. Þau vinna fyrir sinn hvorn aðilann og fá bæði það verkefni að komast yfir formúlu fyrir vöru sem færir því fyrirtæki sem tryggir sér hana fyrst fúlgur fjár. Eftir því sem leikurinn harðnar þeirra á milli komast þau um leið að dekkri leyndarmálum fyrirtækjanna auk þess sem þau fara að láta persónulegar tilfinningar sín á milli trufla sig við stórhættuleg störf sín



Duplicity er nokkurs konar stílísk rómantísk gamanmynd í bland við glæpamynd og njósnaþriller. Myndin er rosalega sniðug, og það sést gjarnan á henni hvað hún reynir mikið að vera þ...