Náðu í appið
Niko

Niko (2008)

Niko - Lentäjän poika

"An all-new holiday movie about Santa and his little helpers!"

1 klst 20 mín2008

Litli hreindýrsstrákurinn Niko trúir því statt og stöðugt að faðir hans sé eitt af aðalflughreindýrum Jólasveinsins, þrátt fyrir að hafa aldrei hitt hann.

Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Litli hreindýrsstrákurinn Niko trúir því statt og stöðugt að faðir hans sé eitt af aðalflughreindýrum Jólasveinsins, þrátt fyrir að hafa aldrei hitt hann. Stærsti draumur Nikos er að læra að fljúga eins og faðir sinn, en fullorðnu dýrin í heimahjörð hans hafa engan áhuga á að gefa Niko þá athygli sem hann vill og hinir krakkarnir gera stöðugt grín að honum, þar sem þau trúa ekki að pabbi Nikos sé fljúgandi hreindýr. Sá eini sem hjálpar Niko eitthvað er klaufalegi flugíkorninn Júlíus, sem hefur ávallt passað upp á Niko. Einn daginn ákveður Niko svo að yfirgefa hjörðina í skjóli nætur til að æfa sig að fljúga. En þá tekur úlfahjörð eftir honum og finnur hjörðina hans þegar þeir elta hann til baka. Því verða hreindýrin að flýja dalinn til að forðast úlfana, en hætturnar leynast við hvert fótmál.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

A. Film ProductionDK
Anima VitaeFI
CinemakerFI
AnimakerFI
Ulysses FilmproduktionDE
EuropoolDE