Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Richard Linklater er leikstjóri margra góðra mynda sem ég sé soldið eftir að vera ekki búinn að sjá, s.s Before Sunrise og Sunset, Dazed & Confused, Walking Life, Bad News Bears og svo nýjasta snilldarverk hans(vonandi), A Scanner Darkly. Svona eina myndin sem ég hef séð með honum er School of Rock. Hún var ein skemmtilegasta og ferskasta mynd ársins 2003 með Jack Black í fantaformi. The Newton Boys er mynd sem hann sendi frá sér 1998. Sá þessa mynd fyrir löngu síðan og fannst hún alveg fín skemmtun. Hér leika þeir Matthew McConaughey(Ed TV), Ethan Hawke(Training Day), Skeet Ulrich(Scream) og Vincent D'Onofrio(The Break-Up) fjóra bræður sem voru frægustu bankaræningjar í sögu Bandaríkjanna, og rændu allt að 200 banka. Og fær maður að fylgjast með ferli þeirra bræðra og einu frægasta ráni þeirra þegar þeir rændu heilli póstlest í Norður-Illinois. Þó svo ég verði að viðurkenna að það hefði mátt bæta smá í persónusköpun þeirra bræðra, þá fannst mér samleikur þeirra fínn. Það er mikið af sprengingum og læti, og alltaf hægt að skemmta sér yfir því. Í heildina litið, er Newton Boys fínasta mynd sem allir ættu að hafa gaman að. Og nú bíður maður í örvæntingu að sjá A Scanner Darkly.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Richard Linklater, Claude Stanush
Framleiðandi
Twentieth Century Fox Home Entertainment
Vefsíða:
www.foxmovies.com/thenewtonboys
Aldur USA:
PG-13
VHS:
11. nóvember 1998