The Haunting in Connecticut (2009)
"Some things cannot be explained."
Myndin segir frá fjölskyldu nokkurri sem flytur úr stórborginni og í stórt hús frá Viktoríutímanum í úthverfi í Connecticut.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
HræðslaSöguþráður
Myndin segir frá fjölskyldu nokkurri sem flytur úr stórborginni og í stórt hús frá Viktoríutímanum í úthverfi í Connecticut. Þau eru varla búin að taka upp úr kössunum þegar þau fara að finna fyrir undarlegum hlutum í húsinu. Fljótlega komast meðlimir fjölskyldunnar að því að húsið á sér svakalega fortíð. Ekki aðeins var húsið umbreytt útfararheimili þar sem ótrúlegir hlutir áttu sér stað á sínum tíma, heldur var Jonah, sonur þáverandi eiganda, skyggn með meiru. Hæfileikar hans ollu því að hann varð eins konar gátt á milli heims hinna lifandi og hinnar myrku veraldar handan dauðans. Nú er eins og Jonah hafi sjálfur snúið aftur eftir eigin dauða og sé búinn að koma sér rækilega fyrir á heimilinu og fer hann sérstaklega að ásækja unglingsson hjónanna Söru og Peters, Matt (Kyle Gallner), en smám saman ágerist draugagangurinn þar sem hin saklausa og grandalausa fjölskylda verður skotmark hans, með hræðilegum afleiðingum, nái þau ekki að komast til botns í málinu áður.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur


Gagnrýni notenda (3)
Step-By-Step
Leiðinlegir draugar
Ef þér finnst það óhugnanleg tilhugsun að sjá sturtuhengi ráðast á einhvern og reyna að kæfa hann, þá ætti The Haunting in Connecticut að vera skrefinu nær því að vera ágæt hroll...















