Aðalleikarar
Leikstjórn
The Exorcist er ein besta hryllingsmynd allra tíma. Hún er ennþá mjög áhrifarík enn þann dag í dag. Þessi mynd er sú fimmta í röðinni. Það furðulega við þessa mynd er að hún var gerð fyrir fjórðu myndina og fjallar um nákvæmlega sömu atburði. Kvikmyndaverið sem gerði þessa mynd ákvað að þessi útgáfa væri ekki nógu blóðug fyrir Exorcist framhald og fengu Renny Harlin til að gera aðra. Sú mynd var sýnd í bíó en fékk hræðilega dóma og ég sá hana aldrei. Þessi mynd fór beint á dvd. Eins og nafnið gefur til kynna gerast atburðir í myndinni fyrir fyrstu Exorcist myndina og Stellan Skarsgård leikur prestinn á sínum yngri árum. Það skrítna við þessa mynd er að þetta er miklu meiri trúar-drama en hryllingsmynd. Það er næstum ekkert ógeðslegt og lítið sem hræðir mann. Myndin er samt mikið fyrir augað og er vel leikin og vönduð í alla staði. Mér fannst hún mjög góð drama með Satan ívafi en þeir sem vilja mikið af blóði ættu að leita annað, t.d. The Hills Have Eyes eða The Decent.