Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Dominion: Prequel to the Exorcist 2005

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 30% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Mörgum árum áður en séra Lankester Merrin hjálpaði til við sáluhjálp Regan MacNeil, þá kemst hann í tæri við djöfulinn Pazuzu í austur Afríku. Barátta hans við Pazuzu, leiðir til enduruppgötvunar á hans eigin trúfestu.

Aðalleikarar


The Exorcist er ein besta hryllingsmynd allra tíma. Hún er ennþá mjög áhrifarík enn þann dag í dag. Þessi mynd er sú fimmta í röðinni. Það furðulega við þessa mynd er að hún var gerð fyrir fjórðu myndina og fjallar um nákvæmlega sömu atburði. Kvikmyndaverið sem gerði þessa mynd ákvað að þessi útgáfa væri ekki nógu blóðug fyrir Exorcist framhald og fengu Renny Harlin til að gera aðra. Sú mynd var sýnd í bíó en fékk hræðilega dóma og ég sá hana aldrei. Þessi mynd fór beint á dvd. Eins og nafnið gefur til kynna gerast atburðir í myndinni fyrir fyrstu Exorcist myndina og Stellan Skarsgård leikur prestinn á sínum yngri árum. Það skrítna við þessa mynd er að þetta er miklu meiri trúar-drama en hryllingsmynd. Það er næstum ekkert ógeðslegt og lítið sem hræðir mann. Myndin er samt mikið fyrir augað og er vel leikin og vönduð í alla staði. Mér fannst hún mjög góð drama með Satan ívafi en þeir sem vilja mikið af blóði ættu að leita annað, t.d. The Hills Have Eyes eða The Decent.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn