Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ein sú skemmtilegasta á árinu
Ég átti satt að segja alls ekki von á svona góðri mynd frá Woody Allen, ég get ekki sagt að ég sé aðdáandi.
Það var einhver bragur yfir þessari mynd allri sem hélt manni brosandi allann tímann og það alveg frá því að fyrstu rammarnir fóru að rúlla yfir skjáinn. Það var líka töluvert hlegið.
Sögupersónur myndarinnar eru allar svipmiklar stereótýpur. Samræður eru vel skrifaðar og hnittnar. Þetta er mynd sem ber yfir sér ákveðinn 'fullorðins' brag. Það er ólíklegt að þeim sem líkaði 'American Pie 3' eigi eftir að skilja helminginn af samræðunum eða ná þeim undirliggjandi húmor sem býr að baki.
Það er jú eitthvað af 'Slapstick' húmor, en myndin gerir ekki út á það er varla hægt að segja að þetta sé gamanmynd fremur en drama (gaman-drama). Þetta er mynd sem segir sögu af venjulegu fólki á stundum húmorískan hátt. Ef ekki væri fyrir litríkar persónur og furðuleg samskipti þeirra, þá væri þetta líklega mjög alvöruþrunginn söguþráður. Það er eitthvað mjög mennskt við hvernig sögupersónur takast á við lífið.
Það var örlítill kjánahrollur í endann, en hann var svo innilega 'camp' að maður gat ekki annað en brosað samt, enda var hann í sjálfu sér mjög eðlilegur miðað við gang myndarinnar. Þetta er samt ekkert endilega 'feel good' mynd ársins eða neitt slíkt, ég held menn geti bara ráðið hvernig menn vilja túlka það. En ég var amk. mjög sáttur við myndina og tel hana með þeim bestu sem ég hef séð á þessu ári. Amk. klárlega mesta surprise ársins. Myndin skilar vel af sér því sem hún er að reyna og er vel leikin. Söguþráðurinn er ekki frumlegur yfirborðinu, en útfærslan er það sem gerir hann áhugaverðan.
Einkunn: 9.7/10
Ég átti satt að segja alls ekki von á svona góðri mynd frá Woody Allen, ég get ekki sagt að ég sé aðdáandi.
Það var einhver bragur yfir þessari mynd allri sem hélt manni brosandi allann tímann og það alveg frá því að fyrstu rammarnir fóru að rúlla yfir skjáinn. Það var líka töluvert hlegið.
Sögupersónur myndarinnar eru allar svipmiklar stereótýpur. Samræður eru vel skrifaðar og hnittnar. Þetta er mynd sem ber yfir sér ákveðinn 'fullorðins' brag. Það er ólíklegt að þeim sem líkaði 'American Pie 3' eigi eftir að skilja helminginn af samræðunum eða ná þeim undirliggjandi húmor sem býr að baki.
Það er jú eitthvað af 'Slapstick' húmor, en myndin gerir ekki út á það er varla hægt að segja að þetta sé gamanmynd fremur en drama (gaman-drama). Þetta er mynd sem segir sögu af venjulegu fólki á stundum húmorískan hátt. Ef ekki væri fyrir litríkar persónur og furðuleg samskipti þeirra, þá væri þetta líklega mjög alvöruþrunginn söguþráður. Það er eitthvað mjög mennskt við hvernig sögupersónur takast á við lífið.
Það var örlítill kjánahrollur í endann, en hann var svo innilega 'camp' að maður gat ekki annað en brosað samt, enda var hann í sjálfu sér mjög eðlilegur miðað við gang myndarinnar. Þetta er samt ekkert endilega 'feel good' mynd ársins eða neitt slíkt, ég held menn geti bara ráðið hvernig menn vilja túlka það. En ég var amk. mjög sáttur við myndina og tel hana með þeim bestu sem ég hef séð á þessu ári. Amk. klárlega mesta surprise ársins. Myndin skilar vel af sér því sem hún er að reyna og er vel leikin. Söguþráðurinn er ekki frumlegur yfirborðinu, en útfærslan er það sem gerir hann áhugaverðan.
Einkunn: 9.7/10
Virkaði á mig
Það tók Woody meira en áratug að punga út frábærri mynd þegar hann gerði Match Point og síðan hún kom hún hef ég beðið afar þolinmóður eftir að hann myndi gera eitthvað sem væri nálægt því að vera jafn gott, en ég er hættur að gera mér þær vonir. Ef það gerist, þá gerist það, þótt ólíklegt sé. Núna er maður bara heppinn ef hann gerir mynd sem maður gengur tiltölulega sáttur út af, sem hefur heldur ekki gerst hjá mér síðan Match Point kom út. Scoop, Cassandra's Dream og (hinn gífurlega ofmetna) Vicki Cristina Barcelona voru viðbjóðslega ómerkilegar myndir og var ég orðinn viss um að ég ætti von á svipuðu þegar ég var að fara að horfa á Whatever Works.
Mér til mikillar ánægju var myndin ekki aðeins miklu skárri heldur en undanförnu titlarnir, heldur var hún að mínu mati ein sú skemmtilegasta sem gamla brýnið hefur gert á þessum áratugi. Hún er á engan hátt frábær og fær hvergi stig fyrir nýjungar, en hún er aftur á móti létt, vel skrifuð, fyndin og nokkuð fljót að líða, sem er mjög fínt þar sem hún fjallar í rauninni ekki um mikið.
Larry David (sem allir þekkja úr Curb) tekur að sér hlutverkið sem Woody hefði venjulega leikið sjálfur hér á fyrri árum. Hann er nokkurs konar yngri - og þrefalt fúlli - útgáfa af Allen, þótt það sé ekki nema 11 ára aldursmunur á milli þeirra. En David engu að síður stendur sig frábærlega sem einhver svartsýnasti og óviðkunnanlegasti maður sem hefur sést í Woody Allen-mynd og það er mikið sagt. Hann er samt ekki algjör djöfull, því maður sér lúmskt hvað hann er mikið grey, og því er ógurlega erfitt að hata hann. Evan Rachel Wood er annars miðpunktur sögunnar, og ber hún hlutverk sitt mjög vel. Hún er bæði falleg og fyndin og þrátt fyrir að vera algjör gufa í hausnum er hún sú persóna sem maður fílar hvað mest. Aðrir leikarar standa sig einnig vel. Patricia Clarkson stendur sérstaklega upp úr sem einhver eftirminnilegasta aukapersóna sem ég get lengi munað eftir úr mynd eftir Woody. Hún er óborganleg.
Eins og gildir um nánast allar myndir leikstjórans þá er mikill "old school" bragur á myndinni. Hún er einföld en stýrist af góðu handriti og skemmtilegum hópi af leikurum. Ég held samt að Woody geti farið að hægja aðeins á sér, eftir árlegar tilraunir sínar til að skapa eitthvað eftirminnilegt. Ég myndi frekar hvetja hann til að taka sinn tíma með næstu myndir. Það er vel augljóst að kallinn lætur ekki aldurinn stoppa sig þannig að dugnaðinn vantar ekki. Hann þarf bara að fókusa betur á gæðin, frekar en magnið. En við vitum öll að kallinn á ekki eftir að breyta rútínu sinni svo að það er ekkert hægt að gera annað en að bíða og sjá hvernig myndin hans á næsta ári kemur út.
7/10
Það tók Woody meira en áratug að punga út frábærri mynd þegar hann gerði Match Point og síðan hún kom hún hef ég beðið afar þolinmóður eftir að hann myndi gera eitthvað sem væri nálægt því að vera jafn gott, en ég er hættur að gera mér þær vonir. Ef það gerist, þá gerist það, þótt ólíklegt sé. Núna er maður bara heppinn ef hann gerir mynd sem maður gengur tiltölulega sáttur út af, sem hefur heldur ekki gerst hjá mér síðan Match Point kom út. Scoop, Cassandra's Dream og (hinn gífurlega ofmetna) Vicki Cristina Barcelona voru viðbjóðslega ómerkilegar myndir og var ég orðinn viss um að ég ætti von á svipuðu þegar ég var að fara að horfa á Whatever Works.
Mér til mikillar ánægju var myndin ekki aðeins miklu skárri heldur en undanförnu titlarnir, heldur var hún að mínu mati ein sú skemmtilegasta sem gamla brýnið hefur gert á þessum áratugi. Hún er á engan hátt frábær og fær hvergi stig fyrir nýjungar, en hún er aftur á móti létt, vel skrifuð, fyndin og nokkuð fljót að líða, sem er mjög fínt þar sem hún fjallar í rauninni ekki um mikið.
Larry David (sem allir þekkja úr Curb) tekur að sér hlutverkið sem Woody hefði venjulega leikið sjálfur hér á fyrri árum. Hann er nokkurs konar yngri - og þrefalt fúlli - útgáfa af Allen, þótt það sé ekki nema 11 ára aldursmunur á milli þeirra. En David engu að síður stendur sig frábærlega sem einhver svartsýnasti og óviðkunnanlegasti maður sem hefur sést í Woody Allen-mynd og það er mikið sagt. Hann er samt ekki algjör djöfull, því maður sér lúmskt hvað hann er mikið grey, og því er ógurlega erfitt að hata hann. Evan Rachel Wood er annars miðpunktur sögunnar, og ber hún hlutverk sitt mjög vel. Hún er bæði falleg og fyndin og þrátt fyrir að vera algjör gufa í hausnum er hún sú persóna sem maður fílar hvað mest. Aðrir leikarar standa sig einnig vel. Patricia Clarkson stendur sérstaklega upp úr sem einhver eftirminnilegasta aukapersóna sem ég get lengi munað eftir úr mynd eftir Woody. Hún er óborganleg.
Eins og gildir um nánast allar myndir leikstjórans þá er mikill "old school" bragur á myndinni. Hún er einföld en stýrist af góðu handriti og skemmtilegum hópi af leikurum. Ég held samt að Woody geti farið að hægja aðeins á sér, eftir árlegar tilraunir sínar til að skapa eitthvað eftirminnilegt. Ég myndi frekar hvetja hann til að taka sinn tíma með næstu myndir. Það er vel augljóst að kallinn lætur ekki aldurinn stoppa sig þannig að dugnaðinn vantar ekki. Hann þarf bara að fókusa betur á gæðin, frekar en magnið. En við vitum öll að kallinn á ekki eftir að breyta rútínu sinni svo að það er ekkert hægt að gera annað en að bíða og sjá hvernig myndin hans á næsta ári kemur út.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
www.sonyclassics.com/whateverworks
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
27. nóvember 2009
Útgefin:
5. mars 2010