Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd byggir á formúlu sem kemur beint úr amerískum myndum, en í stað þess að keyra venjulega þægindagírinn er gírkassinn rifinn úr, sprengdur í tætlur og pungur Hitlers settur inn í staðinn! Enn og aftur þurfa Frakkar að sýna Könum hvernig á að búa til hryllingsmyndir. Ekki er ég að mótmæla. Eins og Inside og Martyrs þá er Frontier(s) mjög hörð mynd og ekki beint fyrir viðkvæma.
Spoiler - Í myndinni þá rambar ungt par inn á gistiheimili sem er rekið af stórri fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn er fasisti og trúir á hreint, hvítt blóð og gamlar hefðir. Þar sem það vantar kvenmenn í fjölskylduna þá er unga konana tekin sem barnavél. Skil það samt ekki alveg af því að hún er ljós brún á hörund og með svart hár. Fljótlega kemur í ljós að út í geymslu er allt troðfullt af líkum og fjölskyldan stundar pyntingar og mannát meðal annars.
Frontier(s) var svolítið hæg í gang en þegar hún byrjaði þá var ekkert verið að slaka á þar til í lokin. Öskrin ómuðu og blóðið sprautaðist á veggi. Það voru kannski aðeins of margir í fasista fjölskyldunni, 3 fullvaxta karlmenn, en það voru allir góðir og ógnandi á sinn hátt. Það er athyglisvert að í öllum þessum frönsku myndum þá er kona í aðalhlutverkinu. Frábær mynd, ég skil reyndar ekki af hverju það er svigi í kringum s í nafninu en það er samt töff. Ég fer bara að skipta yfir í franskt ríkisfang með þessu áframhaldi.
“In Africa, the owners of diamond mines use this method to keep the workers from running away.”
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
After Dark Films
Aldur USA:
NC-17
Útgefin:
10. júlí 2008