Náðu í appið
Bönnuð innan 18 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Frontière(s) 2007

(Frontier(s))

Fannst ekki á veitum á Íslandi

What are your boundaries?

108 MÍNFranska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 44
/100

Hópur ungra þjófa flýr París eftir ofbeldisfull uppþot eftir kosningar, en enda á hóteli sem rekið er af kvalalosta uppvakninga nýnasistum.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd byggir á formúlu sem kemur beint úr amerískum myndum, en í stað þess að keyra venjulega þægindagírinn er gírkassinn rifinn úr, sprengdur í tætlur og pungur Hitlers settur inn í staðinn! Enn og aftur þurfa Frakkar að sýna Könum hvernig á að búa til hryllingsmyndir. Ekki er ég að mótmæla. Eins og Inside og Martyrs þá er Frontier(s) mjög hörð mynd og ekki beint fyrir viðkvæma.

Spoiler - Í myndinni þá rambar ungt par inn á gistiheimili sem er rekið af stórri fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn er fasisti og trúir á hreint, hvítt blóð og gamlar hefðir. Þar sem það vantar kvenmenn í fjölskylduna þá er unga konana tekin sem barnavél. Skil það samt ekki alveg af því að hún er ljós brún á hörund og með svart hár. Fljótlega kemur í ljós að út í geymslu er allt troðfullt af líkum og fjölskyldan stundar pyntingar og mannát meðal annars.

Frontier(s) var svolítið hæg í gang en þegar hún byrjaði þá var ekkert verið að slaka á þar til í lokin. Öskrin ómuðu og blóðið sprautaðist á veggi. Það voru kannski aðeins of margir í fasista fjölskyldunni, 3 fullvaxta karlmenn, en það voru allir góðir og ógnandi á sinn hátt. Það er athyglisvert að í öllum þessum frönsku myndum þá er kona í aðalhlutverkinu. Frábær mynd, ég skil reyndar ekki af hverju það er svigi í kringum s í nafninu en það er samt töff. Ég fer bara að skipta yfir í franskt ríkisfang með þessu áframhaldi.

“In Africa, the owners of diamond mines use this method to keep the workers from running away.”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn