Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þar sem það er komin endurgerð af þessari þá fannst mér tími til kominn að sjá hana. Þetta er fyrsta mynd Wes Craven og tvímælalaust sú alræmdasta. Myndin er að mörgu leiti ógeðfelld og ógeðsleg en inn í það er fléttað léttri sveitatónlist og silly gríni. Ég myndi ekkert mæla sérstaklega með því að fólk horfi á þessa mynd en hún hefur sínar góðu hliðar. Það er ágætis spenna á köflum og endirinn er skemmtilegur. Það er líka fjölbreytt úrval vopna beitt eins og hnífum, vélsög, byssu og ja tönnum.
Spoiler - Myndin fjallar um þrjá hættulega strokufanga sem ræna tveimur saklausum unglingsstelpum og fara mjög illa með þær. Á endandum eru þær drepnar rétt hjá heimili annarrar. Fangarnir fara í heim til hennar og þykjast vera ferðalangar. Þegar foreldrarnir komast svo að hinu rétta ákveða þau að hefna all rosalega fyrir dauða dóttur sinnar.
Fyrir þá sem hafa gaman af hryllingsmyndum almennt er þetta áhugaverð mynd. Hún hefur greinilega haft mikil áhrif á aðar myndir og markar upphaf ferils mikilvægs leikstjóra. Þetta plakat er líka frumlegt en algjört bull. Húsið í myndinni er bara venjulegt hús þar sem friðsælt fólk býr. Ég var ekki alveg að skilja það.
"All that blood and violence. I thought you were supposed to be the love generation."
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
www.mgm.com/title_title.do?title_star=LASTHOUS
Aldur USA:
X
Frumsýnd á Íslandi:
5. maí 2013