Þar sem það er komin endurgerð af þessari þá fannst mér tími til kominn að sjá hana. Þetta er fyrsta mynd Wes Craven og tvímælalaust sú alræmdasta. Myndin er að mörgu leiti ógeðfel...
The Last House on the Left (1972)
"It rests on 13 acres of earth over the very center of hell...!"
Að kvöldi sautján ára afmælis síns segir Mari Collingwood foreldrum sínum að hún ætli að fara á tónleika neðanjarðarhljómsveitarinnar Bloodlust í New York með vinkonu...
Bönnuð innan 16 áraSöguþráður
Að kvöldi sautján ára afmælis síns segir Mari Collingwood foreldrum sínum að hún ætli að fara á tónleika neðanjarðarhljómsveitarinnar Bloodlust í New York með vinkonu sinni Phyllis Stone. Hún fær bíl foreldranna lánaðan og keyrir inn í hættulegt hverfi í borginni þar sem tónleikarnir eru haldnir. Á sama tíma hafa grimmir fangar með kvalalosta sloppið úr fangelsi, þeir Krug Stillo og Fred "Weasel" Podowski, og fela sig þar nálægt með félögum sínum þeim Sadie og syni Krug, dópistanum Junior Stillo, eftir að hafa drepið tvo verði og einn annan. Stúlkurnar tvær ætla að ná sér í maríjúana nálægt tónleikastaðnum og hitta Junior sem býður þeim gras til sölu. Þær fara með honum í íbúð hans og þar bíða glæpamennirnir eftir þeim og nauðga Phyllis og yfirbuga Mari. Daginn eftir þá taka þeir stelpurnar og fela þær í skottinu á bílnum þeirra og ætla til Kanada. Þeir lenda í vandræðum með bílinn á leiðinni og stöðva hann á veginum nálægt heimili Mari. Þegar Phyllis reynir að sleppa frá þeim, þá stingur gengið hana til dauða og skýtur Mari eftir að hafa niðurlægt þær báðar og nauðgað. Glæpamennirnir leita óafvitandi skjóls á heimili Mari en um nóttina þá heyrir móðir Mari á samtal glæpamannanna sem tala um að þeir hafi drepið dóttur hennar. Hún segir eiginmanni sínum frá þessu og saman búa þau til áætlun um að hefna litlu prinsessunnar sinnar.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Gagnrýni notenda (1)
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
Innskrá























