Grimmt og gott bíókvöld
Mér finnst að þessi mynd hefði í rauninni átt að heita Scream 3 og sú mynd sem kom út árið 2000 átti aldrei að verða til. Ekki bara er þessi fjórða mikið betri, heldur er efnisleg te...
"New decade. New rules."
Scream 4 gerist 10 árum eftir atburði síðustu Scream-myndar, en þá lauk hræðilegri atburðarás, þar sem Sidney Prescott var hundelt af morðingja sem kallaði sig...
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
HræðslaScream 4 gerist 10 árum eftir atburði síðustu Scream-myndar, en þá lauk hræðilegri atburðarás, þar sem Sidney Prescott var hundelt af morðingja sem kallaði sig Ghostface eftir draugslegri grímunni sem hann bar. Eftir að fjöldi ungmenna í bænum Woodsboro lét lífið náðist loks að stöðva morðölduna. Nú hefur Sidney loks náð að komast yfir áfallið sem þessu fylgdi, meðal annars með því að skrifa sjálfshjálparbók um reynslu sína. Sú bók hefur slegið í gegn og er Sidney á mikilli kynningarferð um Bandaríkin. Síðasti viðkomustaðurinn er svo Woodsboro, vettvangur atburðanna hræðilegu, þar sem Sidney hefur ekki stigið fæti í áratug. Þar endurnýjar hún kynnin við lögreglumanninn Dewey og sjónvarpskonuna Gale, auk frændsystkina sinna. Hins vegar hefur Sidney ekki verið lengi á staðnum þegar Ghostface lætur á sér kræla á ný og ný morðalda fer að ríða yfir bæinn...




Mér finnst að þessi mynd hefði í rauninni átt að heita Scream 3 og sú mynd sem kom út árið 2000 átti aldrei að verða til. Ekki bara er þessi fjórða mikið betri, heldur er efnisleg te...