Náðu í appið
Bönnuð innan 9 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Alice in Wonderland 2010

Frumsýnd: 5. mars 2010

We Are All Mad Here.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 51% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Hin 19 ára gamla Alice snýr aftur til undralands barnæsku hennar, þar sem hún hittir aftur gamla vini og lærir hver raunveruleg örlög hennar eru: að binda enda á harðstjórn rauðu drottningarinnar.

Aðalleikarar

Fallegt ævintýri, frábær mynd
Það er ekki að sökum að spyrja, þegar Tim Burton gerir eitthvað vel þá gerir hann það frábærlega. Nýjasta verkið hans, Alice in Wonderland er veisla fyrir augað. Hann skapar heim sem fangar athygli áhorfandans og heldur honum allan tímann.
Söguþráðurinn er, eins og allir ættu að þekkja, einfaldur og fjallar um Alice sem dettur ofan í kanínuholu og þar hittir hún fyrir ýmsar furðuskepnur og kvikindi. Hún blandast í deilur á milli hins góða og hins illa og reynist vera örlagavaldur í þeirri deilur.

Leikarahópurinn stendur sig frábærlega, Johnny Depp á tjaldið þegar hann er í mynd en senuþjófurinn er Helena Bonham Carter í hlutverki rauðu drottningarinnar. Ofleikur hennar er yndislegur.

Alice in Wonderland er frábær ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna, virkilega vel útfærð og skemmtileg.
Helsti gallinn að mínu mati var útfærslan á þrívíddínni sem mér hefði fundist mátt vera betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Meira ruglið
Framhald af sögunni Alice in Wonderland er nýjasta nýtt frá Tim Burton en af hverju myndin heitir þá Alice in Wonderland er mér hulin ráðgáta. Mér fannst þetta afskaplega léleg mynd, tilgerðarleg leikstjórn, leiðinlegur söguþráður og handritið glatað. Mia Wasikowska gerir titilpersónuna klígjulega og þvingaða. Einhvernveginn bjóst ég við góðri frammistöðu hjá Crispin Glover. Svo fór ekki. Helena Bonham Carter er bara ekki að meika nokkurn skapaðan hlut í þessari mynd, eins og hún getur nú verið góð leikkona og ekki er Johnny Depp að gera sitt besta þó að hann standi sig ekki beinlínis illa. Það eina góða við þessa mynd er skrautleg myndataka og fær hún eina stjörnu fyrir það. Tim Burton hlýtur að vera búinn að bryðja einhverjar varasamar pillur, ég skil ekki hvað maðurinn er að pæla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hvað get ég sagt ..
Lísa í Undralandi ég man Eftir henni þegar ég var ungur piltur hún var ekki af mínum uppáháls myndum . Frekar Slöpp var hún á þeim tíma og ég heyrði að hún var kominn í bíó ég varð hissa átti ekki miklar vonir fyrir henni. Ég hélt hún yrði eins og flestar disney myndir Þar samt allt er fullkomið .... EN NEI !!! .. hún kom mér rosalega á óvart þessi mynd. Hún sýndi að allt væri ekki fullkomið eins og kanínan taugaveikluð og greinilega snar geðveik. Og kallinn með hattinn stór skemmtilegur . þetta er ekki þessi lélega disney útgáfa Heldur svo svo miklu Betra .. Allar persónunnar fengu öll sín móment og það gerði hana mun skemmtilegri . enginn persóna var skilinn útundan fengum að kynnast Lísu í Undralandi í allt öðru ljósi en Teiknimyndin var.Þetta er Æðisleg mynd .
Þarna var fengið tækifæri að taka Gamla sögu að breyta henni í meistaraverk og það var svo sannarlega gert það. Á þessari mynd á maður að leyfa barninu inní sér að njóta hennar .. gjörsamlega í botn .

Gef henni 8/10 hún á það sannarlega skilið ..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrítin, steikt og skemmtileg
Því meira sem ég hugsa um hana, því meira verður hún skemmtileg. Þetta er svona mynd sem ég vill horfa á aftur og aftur. Tim Burton er minn maður og hefur alltaf verið það. Hann er búin að gera margar uppáhaldsmyndirnar mínar eins og Beetlejuice, Batman/Returns, Big Fish, Sleepy Hollow, Ed Wood, Corpse Bride, Sweeney Todd og Edward Scissorhands. Og get horft á þessar myndir aftur og aftur. Tim hefur alltaf verið bestur í að sýna hlutina á mjög steiktan og fallegan hátt, oftast dimmur og það er það besta við hann. Hann hefur líka verið mjög mikill emo í sér og það sést mest í nýju myndunum hans eins og Corpse, Sweeney og þessari. En Edward S. var frekar "emo"-leg líka. Með einnhverju sálfræðilegu og tilfinningalegu, mest reiði.

Þessvegna ætla ég að byrja á því að segja að útlitið var fokking snilld og tölvubrellurnar sérstaklega. Dimmar og frekar flippaðar, það var ég að fíla í botn. Stíllinn hafði líka rosalega mikil áhrif á myndina, þá meina ég: Steikt. Allt var svo geðveikslega klikkað við myndina. Eins og hvernig sumar tölvu-teiknuðu persónurnar hreyfði sig, það var með látum og fullt af ýktum hreyfingum, frekar steikt. Bara að vara ykkur við. Gæti líka hrætt börnin aðeins.

Talandi um persónurnar, þær voru ansi klikkaðar og skemmtilegar. Mætti samt nokkrar persónurnar gera aðeins meira, eins og Tweedledee / Tweedledum mættu gera aðeins meira þótt að þeir voru ansi skemmtilegir og Matt Lucas lék þá brilliantly. Jabberwocky var voðalega lítið í myndinni, þannig að Christopher Lee mátti hinsvegar sleppa því að tala fyrir hann, þótt að röddin hans var sjitt drungaleg. En persónurnar sem mér fannst bestar voru Alice (ávalt), Mad Hatter (döö..Johnny Depp að vera nutcase, hverjir vilja ekki sjá það?) enda var hann tilfinningalega klikkuð persóna og ég fann til fyrir honum og Johnny lék hann ansi vel. En svo kom stærsti gallinn við hann, það var þessi fokking dans sem hann var að dansa við, ég vill ekki tala um það. Ég létt það minnst pirra mig, þótt að það hrjáði mig. En svo var það March Hare sem mér fannst viðbjóðslega fyndin, hló í hverri senu sem han lék í.

Það eru nokkrir gallar við myndina, eins og handritið. Það hefur margar klisjukenndar línur og ef það koma einnhverjar áhugaverðar línur, þá eru þær of stuttar, ókláraðar. Stundum koma barnaleg atriði til þess að hafa atriðin full auðveld sem er kannski aðeins of mikið, en fyndin í köflum. Húmorinn getur farið útí smábarna-húmor sem er allt í lagi, ég hló en stundum ekki.Ég en ég hló mig máttlausan þegar komu steikt atriði þá með steiktan húmor eins og í te-boðinu. Góð sena.


Ég veit ekki um suma en ég fílaði þessa mynd. Hún er steikt, skemmti mér vel, myndin hefur nöfnin Tim Burton og Johnny Depp, æðislega vel tölvugerð og ég elska útlitið í myndinni. Ég myndi svona nokkurnveiginn mæla með því að börn sjá þessa mynd. Hún getur verið dáldið of dimm fyrir krakkana þannig að ég myndi segja að bíó-húsin ætti að hækka aðeins aldurstakmarkið á þessari mynd, hún er ekki fyrir alla. En annars, ég fíla þessa mynd. Ekki í botn, en ég fíla hana.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Útlit er ekki allt
Þegar ég heyrði fyrst að Tim Burton ætlaði að gera kvikmynd um Lísu í Undralandi þá gat ég ekki annað en orðið frekar bjartsýnn á heildina. Loksins hafði maðurinn aðgang að frægum heimi sem er eins súrrealískur og hægt væri að ímynda sér. Ég sá fyrir mér að þetta væri eins og rólóvöllur fyrir hann. Ég meina, sagan er þegar til staðar, og ef eitthvað þá ætti það að gera verkefnið þægilegra.

Hvað gæti mögulega farið úrskeiðis?

Þessi spurning hafði verið undirstaða væntinga minna. Ég get þó ekki sagt að Burton hafi alltaf verið góður leikstjóri, en ég hafði örugga trú á honum hér. Ég var samt ekki langt kominn inn í þessa nýju Alice in Wonderland-mynd þegar heilinn á mér byrjaði skyndilega að undirbúa svarið við þessari spurningu, sem er: Nánast ALLT saman!

Mikið rétt. Þessi mynd er ekki bara vonbrigði, heldur slöpp! Hiklaust versta mynd Burtons til þessa (miklu verri en Planet of the Apes að mínu mati) og sömuleiðis einhver leiðinlegasta "flotta mynd" sem ég hef lengi séð. Leikstjórinn feilar á gjörsamlega öllu sem gerir ævintýramynd þess virði að horfa á. Til að byrja með vantar alla sál og hlýju í söguna. Áhorfandanum er nefnilega slétt sama um Alice og alla skrítnu vini hennar. Þau eru kannski öll litrík og fjölbreytt að útliti, en býsna auðgleymd engu að síður. Frásögnin er líka bara merkilega löt, og maður er ekki lengi að fatta það að Burton tók sígildu sögurnar (Alice's Adventures in Wonderland og Through the Looking-Glass), krumpaði þær saman og kastaði þeim burt úr augsýn. Í staðinn ákvað hann að búa til glænýja sögu úr gömlu heimildunum sem er látin líta út eins og framhald, og það gerir hann að sjálfsögðu með því að breyta öllu til. Minnir dálítið á myndina Hook.

Hugmyndin að gera eitthvað nýtt með efnið er mjög sniðug, en þá er lykilatriði að leikstjórinn *skilji* efnið, sem mér fannst Burton ekki gera. Umhyggjuna vantaði alveg. Venjulega sér hann til þess að við höldum upp á óvenjulegu persónur sínar en hérna held ég að honum sjálfum hafi verið skítsama um allt og alla nema umhverfið. Þessi "nýja" saga er heldur ekkert að virka. Hún er bara óáhugaverð í orðsins fyllstu merkingu og frekar illa skrifuð. Persónusköpunin er bara almennt léleg, atburðarásin líflaus svo ekki sé minnst á það að bæði spennu og skemmtanagildi vantar. Endirinn skilur mann líka eftir með þannig tilfinningu að maður spyr sig: "Er þetta virkilega allt og sumt??" Svo til að nudda salti í sárið verður myndin svo barnaleg á köflum að ég sat hneykslaður í óþægilega langan tíma eftirá. Þetta er ein af örfáum Burton-myndum þar sem ég fékk gríðarlegan kjánahroll, og toppsætið hirðir stutt en pínlegt dansatriði hjá Johnny Depp í lokin. Er enn að jafna mig á þeirri sjón.

Talandi um Depp... Maðurinn hreinlega niðurlægir sjálfan sig í illa skrifuðu og frekar pirrandi hlutverki sem fær alltof mikinn skjátíma. Karakterinn er líka stöðugt að hoppa úr skoskum hreim yfir í smámæltan framburð án þess að nokkur útskýring sé þar á bakvið. Það tekur á taugarnar eftir stutta stund. Ég er mjög hissa á Depp, því eins og við öll vitum þá er þessi maður mjög kröfuharður þegar kemur að hlutverkavali. En hann er einnig faðir og góðvinur leikstjórans þannig að ákvörðunin hefur ábyggilega ekki reynst erfið. Ég hélt samt að hann hefði meiri sjálfsvirðingu en þetta.

Helena Bonham Carter sýnir smá lit, þótt mér finnist sú ákvörðun að gera Rauðu (hjarta?)drottninguna að sympatískum karakter vera hlægileg. Anne Hathaway virðist ekkert vita hvað hún er að gera og lítur út eins og hún sé á sveppum allan tímann. Ég var hálf þreyttur í handleggjunum bara á því að horfa á hana. Chrispin Glover gerir svo nákvæmlega ekkert (án djóks, EKKERT) og því miður er það meira en ég get sagt um þá sem ljá raddir sínar. Þrátt fyrir slatta af hæfileikaríku fólki í aukahlutverkum voru aðeins örfáir sem skildu eitthvað eftir sig, og það munu vera Alan Rickman, gaurinn sem talaði fyrir sturlaða hérann og Matt Lucas (Little Britain). Lucas hitti naglann á höfuðið í hverjum einasta ramma og var vægast sagt fullkominn sem tvíburarnir sem Tweedledee & Tweedledum. Hvað Alice sjálfa varðar, hana Miu Wasikowska, þá er ógurlega lítið að segja. Leikkonan er bráðfalleg en allan tímann svo áhugalaus. Ég er enn að velta fyrir mér hvort vitlaus stelpa hafi verið valin eða hvort að handritið hafi bara farið svona illa með góðan (og áberandi mikilvægan) karakter.

Þar sem þessi Alice in Wonderland-mynd er byggð upp eins og framhald þá koma alls kyns tilvísanir í "gamla" ævintýrið, sem flestir þekkja. Við fáum meira að segja stutta flashback-senu sem sýnir söguna sem gamla Disney-teiknimyndin var gerð eftir. Ég var mjög fúll eftir þessa senu, því mér leið eins og ÞAÐ hafi átt að vera myndin sem ég vonaðist til að sjá hér. Burton hefði líka átt að vita betur en að skíra myndina sína eftir gömlu sögunni, í stað þess að láta hana heita Return to Wonderland eða e-ð álíka. Þetta er eins og myndin Hook hefði bara einfaldlega heitið Peter Pan. Algjör ruglingur bara.

Ég átta mig heldur ekki á því hverjum myndin er ætluð. Persónulega finnst mér hún vera of barnaleg fyrir fullorðna og alltof súr og viðburðarlítil fyrir börnin. Hún gerir svo margt rangt að það er í sjálfu sér merkilegt að maður taki eftir einhverju jákvæðu. Burton hefur auðvitað aldrei ollið vonbrigðum þegar kemur að útliti, enda hefur það oftast haft forgang hjá honum. Myndin lítur auðvitað frábærlega út og þau fáeinu skipti þar sem tónlist snillingsins Danny Elfman nýtur sín er hægt að hrósa andrúmsloftinu mjög mikið. En hvað þýða flottar umbúðir ef innihald pakkans er ekki upp á marga fiska?

4/10 - Í hnotskurn fer þessi einkunn í tölvuvinnuna, fáeina góða brandara og nokkra fína karaktera, sem reyndar fá síðan ekkert að gera.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn