Náðu í appið
Bönnuð innan 7 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Somers Town 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi
71 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 77
/100

Somers Town er bresk mynd sem segir frá táningspiltunum Tomo og Marek, sem eiga erfitt með að fóta sig í kringum heim hinna fullorðnu. Tomo (Thomas Turgoose) er alinn upp við erfiðar aðstæður í Miðlöndunum í Englandi og hefur ávallt verið mjög einmana. Einn daginn ákveður hanna að hann sé búinn að fá nóg af litlausu lífi sínu á þessum stað og... Lesa meira

Somers Town er bresk mynd sem segir frá táningspiltunum Tomo og Marek, sem eiga erfitt með að fóta sig í kringum heim hinna fullorðnu. Tomo (Thomas Turgoose) er alinn upp við erfiðar aðstæður í Miðlöndunum í Englandi og hefur ávallt verið mjög einmana. Einn daginn ákveður hanna að hann sé búinn að fá nóg af litlausu lífi sínu á þessum stað og strýkur til London. Þar hittir hann fyrir tilviljun pólska innflytjendasoninn Marek (Piotr Jagiello), sem býr með föður sínum í Somers Town-hverfinu í London. Marek og Tomo verða fljótt vinir og Marek leyfir Tomo að gista í leyni í íbúðinni sinni, án þess að segja föður sínum frá því. Þeir lenda í fjölda lítilla ævintýra í sameiningu, t.d. stela þeir fötum úr þvottahúsi og græða pening á sérvitrum nágranna sínum. Hins vegar flækist vinátta þeirra félaga þegar þeir heillast báðir af sömu stúlkunni, hinni frönsku Mariu, sem vinnur á kaffihúsi í hverfinu. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn