Skullfucked/Mindfucked
2009
45 MÍNÍslenska
Skullfucked og Mindfucked eru íslenskar systkynastuttmyndir sem segja frá skrautlegum atvikum Danna og Andra, sem eru venjulega klikkaðir ungir menn í RVK. Skullfucked segir frá einu föstudagskvöldi þegar þeir eru á leið á tónleika að sjá Rolling Stones spila á Íslandi í fyrsta sinn. Danni í allri sinni sérvisku þarf að vera eins fullur af vímuefnum og... Lesa meira
Skullfucked og Mindfucked eru íslenskar systkynastuttmyndir sem segja frá skrautlegum atvikum Danna og Andra, sem eru venjulega klikkaðir ungir menn í RVK. Skullfucked segir frá einu föstudagskvöldi þegar þeir eru á leið á tónleika að sjá Rolling Stones spila á Íslandi í fyrsta sinn. Danni í allri sinni sérvisku þarf að vera eins fullur af vímuefnum og hann getur áður en þeir fara á tónleikana. Mindfucked segir frá einum laugardegi að sumri til, Danni reddar 50 grömm af grasi til þess að selja og auðvitað fær Andra til þess að hjálpa sér. Þar sem Danni er ekki þekktur fyrir að hugsa fyrir fram þá fer öll áætlun hans í vaskinn. Myndirnar tala hvorki vel né illa um vímuefni og maríjúana og báðar myndirnar eru byggðar á atburðum sem handritshöfundarnir lentu í sjálfir eða heyrðu frá öðrum. (Þess má til gamans geta að einn aðstandandi myndanna er Sindri Gretarsson - sem var einn umsjónarmaður gagnrýnandaþáttarins BíóTal, sem var reglulegur hér á Kvikmyndir.is árið 2008) ... minna