Náðu í appið
Öllum leyfð

This Is It 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 28. október 2009

Like You've Never Seen Him Before

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 67
/100

Ein stærsta poppstjarna sögunnar, Michael Jackson, lést langt fyrir aldur fram. Rétt fyrir andlát sitt hafði hann verið að undirbúa risastóra endurkomu sína eftir áralanga bið, með fimmtíu risastórum tónleikum í O2-tónleikahöllinni í London. Aldrei varð þó af þeim, því hann lést nokkrum dögum áður en fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram. Í þessari... Lesa meira

Ein stærsta poppstjarna sögunnar, Michael Jackson, lést langt fyrir aldur fram. Rétt fyrir andlát sitt hafði hann verið að undirbúa risastóra endurkomu sína eftir áralanga bið, með fimmtíu risastórum tónleikum í O2-tónleikahöllinni í London. Aldrei varð þó af þeim, því hann lést nokkrum dögum áður en fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram. Í þessari heimildarmynd er sýnt frá æfingum fyrir tónleikana, sem fóru fram í Staples Center í Los Angeles. Því er í myndinni að finna heimild um síðustu frammistöðu Michaels Jackson, þá sem aldrei varð af. Auk upptaka af stórum söngog dansatriðunum er í myndinni mikið efni sem tekið var baksviðs, þar sem fylgst er með Michael að störfum, í undirbúningi og við skipulagningu sýningarinnar. Einnig eru í myndinni fjölmörg viðtöl við vini og samstarfsfólk Michaels við undirbúning tónleikanna sem og þrívíddaratriði sem áttu að vera hluti af tónleikaupplifuninni. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Það sem hefði getað orðið
Að horfa á This Is It er eins og að horfa á DVD aukefni fyrir stórkostlega kvikmynd sem var síðan aldrei kláruð. Það er bara ekki hægt að meta þetta sem annað en hálfklárað verk, en það er að sjálfsögðu engum að kenna. Eftir að Michael Jackson lést reyndi Kenny Ortega (sem sá um sýninguna og "leikstýrði" þessari mynd) að gera sitt besta með það upptökuefni sem var til svo að hægt væri að gefa aðdáendum eitthvað til þess að minnast hans. Dauði MJ var auðvitað svekkjandi á marga vegu, en það er alveg skelfilegt að hann hafi ekki náð að koma fram á síðustu sýningum sínum, sem This Is
It fjallar um. Miðað við undirbúninginn og það sem maður sér æft fyrir hana er klárt mál að þetta hefði orðið að einhverju epísku, og rúmlega það.

Það er hvorki hægt að kalla þetta heimildarmynd né tónleikamynd. Hún er sitt lítið af hvoru. Það hefði verið skemmtilegra að fá fleiri viðtöl og aðeins persónulegri skilaboð frá aðstandendum, fjölskyldumeðlimum Jacksons eða Jackson sjálfum, en þar sem að þetta átti aldrei að vera annað en "á bakvið tjöldin" vídeó er ósanngjarnt að gera þær kröfur. Það er svosem hægt að njóta myndarinnar útaf tónlistinni, en því miður er fullmikið gripið fram í fyrir sumum lögunum til að áhorfendur fá almennilega að njóta þeirra. Þetta gerist sem betur fer ekki oft, en það gerist og auðvitað fylgir það þegar maður er einungis að horfa á æfingar. Maður finnur fyrir gríðarlegum mun og maður er engan veginn eins heillaður af myndefninu þegar maður veit að þetta eru bara upphitanir. Kamerumennirnir eru heldur ekkert að vanda sig t.d.

Ég var samt ánægður að fá að sjá brot af því sem var planað fyrir nokkur þekktustu lögin, m.a. Thriller, Smooth Criminal, They Don't Care About Us o.fl. Vídeóin sem voru unnin fyrir þessi lög (og áttu að spilast í bakgrunninum) voru sum ótrúlega flott og "uppfærslan" á Thriller var t.a.m. nokkuð töff, að minnsta kosti það sem maður sá. Ortega lagði greinilega mikinn metnað í þetta verkefni og maður sér að hann lagði sig allan fram. Skondið annars að sjá leikstjóra High School Musical-myndanna stýra þessu öllu. Samt, því meira sem maður sér hversu ákaflega flott sýningin átti að vera því meira svekkjandi er það að ekkert skuli hafa orðið úr henni.

Það er gott fyrir mig að taka það fram að ég er enginn "hardcore" Jackson-aðdáandi, og það eru sum lög (sem m.a.s. eru spiluð hérna) sem ég hef bara aldrei verið það hrifinn af. Hins vegar fíla ég meirihlutann af lögunum, og sum þeirra fíla ég í tætlur! Ef að þú ert gallharður aðdáandi er óhjákvæmalegt að þú tékkir á þessari mynd. Hafðu það samt í huga að það er tilgangslaust að sjá þetta nema hljóðrásin sé í botni, þannig að gríptu í klofið og reyndu að njóta þín eins og þú mögulega getur!

Það jákvæðasta sem ég get sagt um This Is It þegar á heildina er litið er að hún er margfalt skárri "Jackson-mynd" heldur en viðbjóðurinn Moonwalker frá '88. Hún var einum of...

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn