Náðu í appið
Inside Deep Throat

Inside Deep Throat (2005)

"Go deeper inside the movie the government didn't want you to see."

1 klst 29 mín2005

Árið 1972 var að því er virtist dæmigerð ódýr klámmynd búin til á hóteli í Flórída, Deep Throat, með Linda Lovelace í aðalhlutverkinu.

Rotten Tomatoes83%
Metacritic64
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:KynlífKynlíf

Söguþráður

Árið 1972 var að því er virtist dæmigerð ódýr klámmynd búin til á hóteli í Flórída, Deep Throat, með Linda Lovelace í aðalhlutverkinu. Þessi mynd átti eftir að fara langt fram úr villtustu draumum allra sem tóku þátt í gerð hennar og varð ein vinsælasta sjálfstæða mynd allra tíma. Myndin vakti mikla athygli meðal almennings og talaði til hugmynda þess tíma þegar hún var gerð, jafnvel þó að siðgæðisverðir hafi reynt að bæla hana niður, og myndin skapaði, um tíma, mögulega framtíð í kvikmyndum þar sem kynferðislegir hlutir höfðu mikla listræna möguleika. Þessi mynd fjallar um gerð þessarar umdeildu myndar, ótrúlegar vinsældir hennar, andstöðu við hana og myrka hlið myndarinnar þar sem mafían kemur við sögu auk þess sem ásakanir voru uppi um illa meðferð aðalleikaranna. Í stuttu máli þá átti myndin eftir að endurskilgreina hvernig menn horfðu á þessa gerð bíómynda, þó margt ætti eftir að breytast síðar meir.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Fenton Bailey
Fenton BaileyLeikstjóri

Aðrar myndir

Randy Barbato
Randy BarbatoLeikstjóri

Aðrar myndir

Framleiðendur

Imagine EntertainmentUS
Summit EntertainmentUS
HBO Documentary FilmsUS
Universal PicturesUS
Imagine DocumentariesUS