Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Coco avant Chanel 2009

(Coco Before Chanel)

Frumsýnd: 13. nóvember 2009

Before she was France's famous mademoiselle...

110 MÍNFranska
Rotten tomatoes einkunn 63% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Saga fatahönnuðarins Coco Chanel, um leið hennar til frægðar og frama í tískuheiminum. Nokkrum árum eftir að hún fer frá munaðarleysingjahælinu, sem faðir hennar kom henni fyrir á, fer Gabrielle Chanel að vinna á sveitakrá. Hún gerist bæði saumakona fyrir skemmtikraftana og söngvarana sem þar koma fram og tekur upp gælunafnið Coco. Samband hennar við Baron... Lesa meira

Saga fatahönnuðarins Coco Chanel, um leið hennar til frægðar og frama í tískuheiminum. Nokkrum árum eftir að hún fer frá munaðarleysingjahælinu, sem faðir hennar kom henni fyrir á, fer Gabrielle Chanel að vinna á sveitakrá. Hún gerist bæði saumakona fyrir skemmtikraftana og söngvarana sem þar koma fram og tekur upp gælunafnið Coco. Samband hennar við Baron Balson opnar henni leið inn í franskt samfélag og möguleika á að þróa hatta sem urðu sífellt vinsælli. Þegar hún verður ástfangin af enska athafnamanninum Arthur Capel opnast fleiri möguleikar þó lífið verði sífellt flóknara....... minna

Aðalleikarar

Áhugaverð Forsaga
Coco avant chanel segir sögu Coco Chanel hönnuðar og stofnanda tískumerkisins Chanel. Sagan er um líf hennar áður en hún varð hönnuður. Myndin er á frönsku sem að fælir fólk kannski frá henni, en evrópskar myndir eins og þessi mynd sýna samt eitthvað öðruvísi og fallegt.

Gabrielle kölluð Coco er munaðarleysingi sem býr ásamt systur sinni í pínulitlu herbergi í bæ úti á landi í Frakklandi. Þær vinna sem saumakonur og vinna við að laga gallaðar flíkur. Á kvöldin syngja þær á skemmtistað og dreymir Coco um að flytja til Parísar og að verða fræg söngkona. Við komu hershöfðingja til bæjarins ákveður hún að flytja til hans og verður eins konar hjákona hans. Hún heldur samt alltaf sjálfstæði sínu og heldur meira að segja við annan mann. Hún finnur þó fyrir löngun til að hanna og saumar á sig sjálfa hverja flíkina á eftir annarri. Svona fer hún að þróa stíl sinn og í gegnum myndina sér maður hvernig hún verður að fræga og dáða hönnuðinum sem að hún verður alltaf eftir dauða sinn.

Myndin er mjög falleg, hver rammi er eins og listaverk og er hönnunin eftir Coco tímalaus. Myndin er áhugaverð sérstaklega vegna þess að hún er sannsöguleg. Audrey tatou sannar sig enn og aftur sem háklassa leikkona. Það mætti samt setja út á það hvað myndin er hæg og verður hún aldrei spennandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn