Náðu í appið
Mary and Max

Mary and Max (2009)

"Two unlikely people. Two different worlds come together in a story about a most unusual friendship."

1 klst 32 mín2009

Mary Daisy Dinkle er ung stúlka sem býr við bágar aðstæður í Ástralíu.

Rotten Tomatoes96%
Metacritic72
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Mary Daisy Dinkle er ung stúlka sem býr við bágar aðstæður í Ástralíu. Foreldrarnir eru til skammar og hún er lögð í einelti í skólanum. Hún gerist pennavinur manns í New York, Max Jerry Horowitz að nafni. Max þjáist af offitu og geðrænum kvillum en þau tengjast vegna sameiginlegrar ástar á súkkulaði og skilja einmanaleika hvors annars. Við fylgjumst með sambandi þeirra þróast í um áratug. Á þessum tíma giftir Mary sig og útskrifast úr háskóla en Max vinnur í lotteríinu. Mary skrifar bók um vin sinn, sem þjáist af Asperger heilkenninu, en þegar Max kemst að því bregst hann hinn versti við og slítur sambandinu. Mary ákveður að fara til New York til að freista þess að friðmælast við besta vin sinn.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Adam Elliot
Adam Elliot Leikstjóri

Framleiðendur

Melodrama PicturesAU
Screen AustraliaAU
Film VictoriaAU
SBSAU

Verðlaun

🏆

Mary

Gagnrýni notenda (2)

Einstök og elskuleg

★★★★☆

Mary and Max er í hnotskurn skuggalegur og einkennilegur fjársjóður. Ekki nóg með það að hún er öðruvísi, súr og tilfinningarík – sem eru þrælfínir kostir í sjálfu sér - heldur ...

Falleg, notaleg og sönn saga

★★★★★

Mary & Max er lang besta leirmyndin sem ég hef séð bara forever.Margir hugsa kannski um leirmynd; "hvað er eitthvað varið í það" ? svarið er JÁ og aftur já, þessi mynd er svo notaleg og s...