Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Edge of Darkness 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. febrúar 2010

Some secrets take us to the edge

117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Mel Gibson mætir til leiks sem rannsóknarlögreglumaðurinn Thomas Craven, í morðdeild Boston lögreglunnar. Dóttir hans, Emma, deyr með sviplegum hætti og Craven hefur rannsókn á dauða hennar sem sviptir hulunni af leynilegu líferni Emmu. Þar með kemst Craven jafnframt á snoðir um leyndar mál stórfyrirtækis og pólitíska yfirhylmingu og er stöðvaður af fulltrúa... Lesa meira

Mel Gibson mætir til leiks sem rannsóknarlögreglumaðurinn Thomas Craven, í morðdeild Boston lögreglunnar. Dóttir hans, Emma, deyr með sviplegum hætti og Craven hefur rannsókn á dauða hennar sem sviptir hulunni af leynilegu líferni Emmu. Þar með kemst Craven jafnframt á snoðir um leyndar mál stórfyrirtækis og pólitíska yfirhylmingu og er stöðvaður af fulltrúa CIA, sem leikinn er af Ray Winstone. Spennutryllir sem byggist á samnefndum BBC þáttum frá níunda áratugnum.... minna

Aðalleikarar

Löt "comeback" mynd
Það er grútleiðinlegt að búast við einhverju í líkingu við Payback og fá í staðinn Conspiracy Theory. Þannig leið mér eftir að ég sá Edge of Darkness. Ég veit ekki með ykkur, en þegar ég hugsa "Mel Gibson í comeback-hlutverki" þá er rosalega erfitt að byggja ekki upp smá væntingar. Hann er loksins aftur kominn í hlutverk bálreiðu og bandbrjáluðu andhetjunnar sem gefur skít í reglur, sem er akkúrat hlutverkið sem bíófíklar elska að sjá hann í. Áður en ég settist niður vonaðist ég til að sjá traustan þriller, enda fínn leikstjóri sem heldur um taumanna og annar handritshöfundurinn skrifaði The Departed m.a. Að segja að þessi mynd hafi staðið undir væntingum er fyrir mig eins og að segja að What Women Want sé svalasta mynd Gibsons frá upphafi.

Edge of Darkness er ekki traustur og vandaður hefndarþriller, heldur klaufalega skrifað samsærisdrama þar sem spenna er nánast engin og flæðið almennt frekar dautt. Myndin er áhugaverð í byrjun en um leið og plottið fer að afhjúpast þá verður hún svo skelfilega ruglingsleg og óáhugaverð. Það er heldur ekki skrítið að söguþráðurinn sé svona mikil hrúga. Leikstjórinn Martin Campbell gerir heiðarlega tilraun til þess að þjappa samnefndri mini-seríu (sem hann leikstýrði einnig) niður í tvo klukkutíma og er afraksturinn alfarið ójafn. Sumar senur krefjast útskýringa sem við fáum aldrei og þar að auki er svo mikil áhersla lögð á upplýsingar til að reyna að útskýra plottið að flæði myndarinnar verður alveg handónýtt. Það kemur stundum fyrir að maður finnur fyrir einhverri spennu, en það varir mjög stutt og slík vonbrigði tíðkast reglulega á þessum 117 mínútum.

Handritið er bara yfirhöfuð mistækt. Það eru fáeinar góðar senur þar sem samtölin virka frábærlega, en síðan eru ýmsar aðrar sem eru bara aulalegar og píndar. Leikurinn er hins vegar fínn, og það er jafnvel ótrúlegt hvað þrír ólíkir fagmenn fara vel með stirðar línur. Gibson er mestmegnis góður þótt hann virðist vera hálflatur í sumum senum (kannski hann hafi þráð hasarinn jafn mikið og áhorfandinn?). En þegar hann stendur sig vel - eins og í atriðum á milli hans og dóttur hans - þá stendur hann klárlega undir gamla orðspori sínu sem maður sem getur sýnt aðrar tilfinningar en geðveiki. Ray Winstone er samt aðalmaðurinn á skjánum að mínu mati, sem er pínu sorglegt þar sem þetta á að vera "comeback" mynd Gibsons. Hann hefur mjög sterka nærveru út alla myndina og eftir smástund fer maður að sýna persónu hans meiri áhuga heldur en nokkrum öðrum. Danny Huston er líka alltaf skemmtilegur þegar hann er illkvittinn og tekst honum að gera fína hluti við frekar aumt hlutverk.

Þó svo að Edge of Darkness sé ekki hasarmynd að neinu leyti þá pirrar það mig svakalega hvað hún er kraftlaus og hæg, og manni finnst stundum eins og hasar hefði verið góð leið til að sprauta smá orku inn í söguna. Gallinn er einfaldlega í leikstjórninni, sem er ekkert annað en löt. Martin Campbell feilar á því að gera lágstemmdu atburðarásina grípandi og maður tekur eftir því að hann þráir stundum að grípa til hasars á hinum furðulegustu tímum. Í hvert sinn sem einhver dregur upp byssu eða byrjar að lemja einhvern, þá kippist myndin snöggt til og verður skyndilega athyglisverð og spennandi. Svo deyr hún fljótt aftur, eins og Campbell hafi bara ekki nennt að gera rólega mynd. Það er ekki erfitt að skilja þessa freistingu. Maðurinn er mjög fær þegar kemur að hasar í myndum, en hann hefur einnig sýnt merki um að gera heilmikið við hina óáhugaverðustu hluti. Mig rámar t.d. í pókermótið í Casino Royale, sem var frekar vel meðhöndlað. Það var rólegt en aldrei óspennandi eða leiðinlegt.

Listinn yfir það sem hefði mátt gera betur er langur. Hverjum kosti fylgja þrír gallar og á endanum get ég ekki annað en sagt að þetta sé frekar mikil tímasóun. Framleiðsluna á myndinni mætti líkja við herbergi sem er útatað í drasli og í stað þess að fá einhvern til að ganga frá, sortera og gera allt fínna, þá var einungis dustað af hillunum. Það er hreinlega sorglegt að endurkoma Gibsons eftir 7 ára leiklistarfjarveru skuli ekki vera metnaðarfyllri en þetta. Hún er lítið annað en launaseðill fyrir allt fólkið á bakvið hana.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.12.2020

Zorro í nútíma útfærslu

Kvikmyndagerðarmaðurinn Robert Rodriguez mun framleiða endurræsingu um hina fornfrægu hetju alþýðunnar, Zorro. Verkefnið vinnur hann í samstarfi við Rebeccu Rodriguez, sem kemur til með að leikstýra, og hina góðkunnu Sofi...

30.05.2019

Dauðinn allt um kring í Rambo: Last Blood stiklu

"I´ve lived in a world of death," eða, "Ég hef lifað í heimi þar sem dauðinn er allt um kring", segir Sylvester Stallone í fyrstu stiklu úr Rambo: Last Blood, en leikarinn er nú mættur rétt eina ferðina í hlutverki hi...

07.06.2013

Eftirlýstur í Hamborg - Fyrsta stikla!

Ný mynd er á leiðinni frá hollenska leikstjóranum Anton Corbijn, leikstjóra The American og Control. Myndin heitir A Most Wanted Man og er gerð eftir spennusögu rithöfundarins John le Carré. Fyrsta stiklan úr myndinni er komin út, o...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn