Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Alls ekki svo slæm
The Rebound er ein af þessum rómantísku gamanmyndum sem kemur þægilega á óvart, sem setur hana í skemmtilegan minnihluta. Hún kemst nokkuð vel upp með það að hafa bæði grófan húmor og smá melódrama. Afraksturinn virkar vegna þess að myndin hefur alvöru umhyggju fyrir persónum sínum, sem er aldrei ókostur, sérstaklega í mynd sem þú veist hvernig endar. Eða hvað?
Þessi mynd fengi hjá mér afar traust meðmæli ef hún hefði ekki einn alvarlegan galla: skjáparið hefur enga kemistríu. Í sitthvoru lagi eru þau Justin Bartha og Catherine Zeta-Jones afskaplega viðkunnanleg og fín en þegar þau eru saman líður manni eins og neistann vanti. Þetta kemur aldursmuninum hvergi við, heldur leikstjórninni. Þessi galli hefur samt ekki eins skaðleg áhrif á heildina og maður myndi halda því myndin gengur ekki einungis út á sambandið þeirra tveggja, sem er skemmtileg tilbreyting svo ekki sé minnst á seinustu 20 mínúturnar, sem tóku myndina í allt aðra átt en ég hefði nokkurn tímann búist við. Ég verð eiginlega að segjast vera nokkuð ánægður með það að handritið skuli hafa vit fyrir því að forðast týpísku Hollywood-formúluna og gera eitthvað mun trúverðugra í staðinn.
Ég fíla samt hvernig tónninn skiptist. Í fyrsta þriðjungnum fáum við óvenju mikinn skammt af fullorðinshúmor, bæði smekklegum og ósmekklegum (senan með "flassaranum" var gull!), síðan tekur dæmigerða, dúnmjúka ástarsagan við áður en myndin hitar svo upp fyrir semi-alvarlegan lokaþriðjung sem ég held að enginn hafi búist við. Þegar uppi er staðið fékk ég allt aðra mynd en ég átti von á og ég meina það á mjög jákvæðan hátt. Ég hélt kannski ekki með parinu en ég naut myndarinnar ágætlega þrátt fyrir það. Hún gleymist fljótt, en endilega gefið henni séns ef þið eruð að fara á deit.
6/10
PS. Kemur það einhverjum á óvart að Kata Zeta skuli hafa samþykkt að leika í rómantískri mynd þar sem mikill aldursmunur er á milli parsins?
Hélt ekki.
The Rebound er ein af þessum rómantísku gamanmyndum sem kemur þægilega á óvart, sem setur hana í skemmtilegan minnihluta. Hún kemst nokkuð vel upp með það að hafa bæði grófan húmor og smá melódrama. Afraksturinn virkar vegna þess að myndin hefur alvöru umhyggju fyrir persónum sínum, sem er aldrei ókostur, sérstaklega í mynd sem þú veist hvernig endar. Eða hvað?
Þessi mynd fengi hjá mér afar traust meðmæli ef hún hefði ekki einn alvarlegan galla: skjáparið hefur enga kemistríu. Í sitthvoru lagi eru þau Justin Bartha og Catherine Zeta-Jones afskaplega viðkunnanleg og fín en þegar þau eru saman líður manni eins og neistann vanti. Þetta kemur aldursmuninum hvergi við, heldur leikstjórninni. Þessi galli hefur samt ekki eins skaðleg áhrif á heildina og maður myndi halda því myndin gengur ekki einungis út á sambandið þeirra tveggja, sem er skemmtileg tilbreyting svo ekki sé minnst á seinustu 20 mínúturnar, sem tóku myndina í allt aðra átt en ég hefði nokkurn tímann búist við. Ég verð eiginlega að segjast vera nokkuð ánægður með það að handritið skuli hafa vit fyrir því að forðast týpísku Hollywood-formúluna og gera eitthvað mun trúverðugra í staðinn.
Ég fíla samt hvernig tónninn skiptist. Í fyrsta þriðjungnum fáum við óvenju mikinn skammt af fullorðinshúmor, bæði smekklegum og ósmekklegum (senan með "flassaranum" var gull!), síðan tekur dæmigerða, dúnmjúka ástarsagan við áður en myndin hitar svo upp fyrir semi-alvarlegan lokaþriðjung sem ég held að enginn hafi búist við. Þegar uppi er staðið fékk ég allt aðra mynd en ég átti von á og ég meina það á mjög jákvæðan hátt. Ég hélt kannski ekki með parinu en ég naut myndarinnar ágætlega þrátt fyrir það. Hún gleymist fljótt, en endilega gefið henni séns ef þið eruð að fara á deit.
6/10
PS. Kemur það einhverjum á óvart að Kata Zeta skuli hafa samþykkt að leika í rómantískri mynd þar sem mikill aldursmunur er á milli parsins?
Hélt ekki.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
www.warnerbros.co.jp/therebound
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
26. febrúar 2010
Útgefin:
22. júlí 2010