Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Cabin Fever 2: Spring Fever 2009

(Cabin Fever II)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

This time it's spreading

87 MÍNEnska

Cabin Fever 2: Spring Fever tekur upp þráðinn um leið og fyrstu Cabin Fever-myndinni sleppir. Paul (Rider Strong), sá eini sem lifði af atburði fyrstu myndarinnar, vaknar blóði drifinn ofan í skurði, illa smitaður af veirunni sem herjaði á hann og vini hans. Hann vafrar upp á þjóðveg en verður fyrir rútu fullri af menntaskólanemum á leið á lokaball uppi í... Lesa meira

Cabin Fever 2: Spring Fever tekur upp þráðinn um leið og fyrstu Cabin Fever-myndinni sleppir. Paul (Rider Strong), sá eini sem lifði af atburði fyrstu myndarinnar, vaknar blóði drifinn ofan í skurði, illa smitaður af veirunni sem herjaði á hann og vini hans. Hann vafrar upp á þjóðveg en verður fyrir rútu fullri af menntaskólanemum á leið á lokaball uppi í sveit og tætist hreinlega í sundur. Lögreglumaðurinn Winston (Giuseppe Andrews) vill ekki koma upp um veiruna og sannfærir rútubílstjórann um að hann hafi í raun ekið á dádýr. Áfram halda menntaskólanemarnir á leið á lokaballið, en vegna mengaðrar vatnslindar kemst veiran í tæri við þá áður en langt um líður. John (Noah Segan) er á leið á ballið með Alex (Rusty Kelley), vini sínum. Hins vegar hafa þeir ekki verið lengi á ballinu þegar John fer að taka eftir því að ekki er allt með felldu, því einn af öðrum eru gestirnir farnir að smitast...... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn