Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar

Snabba Cash 2010

(Easy Money, Fundið fé, Stockholm)

Frumsýnd: 19. maí 2010

124 MÍNSænska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 75
/100

Aðalsöguhetjan er sveitastrákur í viðskiptanámi sem umgengst ríkari krakka en hann sjálfur og er stöðugt í fjárþröng. Hann vinnur við að keyra leigubíl á kvöldin, en dreymir um að hrinda einhverri viðskiptahugmynd í framkvæmd. Að lokum biður vinnuveitandi hans hann um að taka þátt í eiturlyfjasmygli sem á eftir að draga dilk á eftir sér.

Aðalleikarar

Svíarnir kunna þetta.
Mig langar ekki að skilja eftir neitt allsvakalegt hrós fyrir þessa mynd, þó að maður sé gjarnan snortinn eftir að hafa séð mjög góða mynd í bíóhúsum. Öllu heldur ætla ég bara að skilja eftir fáein orð. Til að byrja með vil ég mæla eindregið með þessari mynd, fyrir hvern þann sem að vill upplifa góða, raunsæja glæpasögu. Hiklaust þess virði að sjá í bíó. Líklegast skilar bókin sér mikið betur, þótt að ég hafi ekki lesið hana, en það verður að segjast eins og er, að það er ekki fyrir alla.
Söguþráðurinn er ansi þéttur, hinsvegar dálítið fyrirsjáanlegur á köflum, en það er bara fyrir hvern og einn að dæma. Það allra besta við kvikmyndina, þyrfti að vera persónurnar, ásamt jú auðvitað leikurunum sem að túlka þær. En leiðir þessara þriggja ólíkra aðalpersóna skarast á áhugaverðan hátt, þeir eiga þó eitt sameiginlegt og það er þráin um fljótfengið fé, en það mun reynast fjarri því frá að vera auðfengið.
Myndataka norðlenskra kvikmynda hefur sjaldan heillað mig, og ekki er þar með sagt að svo hafi verið í þetta skiptið. Ég neita því þó ekki að mörg atriði hafi verið ansi vel útfærð og frekar aðdáunarverð. Það er bara meðvitundin um að maður sé að horfa á sænska mynd. Alltaf sami stíllinn má segja.
En þó vil ég gjarnan taka fram að þessi kvikmynd hefur hækkað álit mitt á kvikmyndaiðnaði Norðurlandanna til mikilla muna.
Annars, þá segi ég enn og aftur, ekki hika við að skella þér á þessa. Kemur skemmtilega á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn