Náðu í appið
Safe House

Safe House (2012)

"No One is Safe"

1 klst 55 mín2012

Safe House er háspennumynd um ungan leyniþjónustumann sem fær það verkefni að gæta alræmds fanga, aðeins til að komast að því að þar með er...

Rotten Tomatoes52%
Metacritic52
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Safe House er háspennumynd um ungan leyniþjónustumann sem fær það verkefni að gæta alræmds fanga, aðeins til að komast að því að þar með er hann stiginn inn í sannkallaða dauðagildru. Matt Weston er tiltölulega nýr og óreyndur leyniþjónustumaður sem lætur það fara í taugarnar á sér hversu veigalitlum og ómerkilegum verkefnum honum er treyst fyrir. Þetta breytist hins vegar á svipstundu þegar honum er falið að gæta fyrrverandi CIA-njósnarans Tobins Frost sem hefur verið á flótta undan yfirvöldum í áratug, eða allt frá því að hann sneri baki við stofnuninni. Í fyrstu virðist verkefnið þó einfalt. Matt á að gæta Tobins í húsi einu sem er skilgreint sem „öruggt skjól“ fyrir menn eins og Tobin, en hann á sér fjölmarga óvini sem vilja gjarnan þagga niður í honum fyrir fullt og allt. Annað kemur hins vegar á daginn þegar ráðist er á húsið og ljóst verður að Matt er bara peð í leik einhverra sem vilja Tobin dauðan. Hann hefur nú um tvennt að velja, annað hvort að gera skyldu sína og deyja eða snúa bökum saman við Tobin og berjast með honum við þá sem vilja fórna þeim báðum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Universal PicturesUS
Relativity MediaUS
Bluegrass FilmsUS
dentsuJP