Morbius (2022)
"The line between hero and villain will be broken."
Lífefnafræðingurinn Michael Morbius reynir að lækna sjálfan sig af sjaldgæfri blóðsótt.
Deila:
Bönnuð innan 16 áraÁstæða:
Ofbeldi
Hræðsla
Blótsyrði
Ofbeldi
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
Lífefnafræðingurinn Michael Morbius reynir að lækna sjálfan sig af sjaldgæfri blóðsótt. Óafvitandi sýkir hann sjálfan sig í staðinn af einskonar vampírusjúkdómi.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Nafn flutningaskipsins í byrjun myndarinnar er Murnau (eins og F.W. Murnau sem leikstýrði hinni sígildu vampírumynd Nosferatu). Rétt eins og flutningaskipið í Nosferatu þá kemur Murnau að landi með alla áhöfnina látna og búið að sjúga úr henni allt blóð.
Hægt er að berja persónuna Morbius augum í bónus útgáfu af Blade frá árinu 1998 á DVD, í atriði sem var eytt út í lokin.
Matt Smith kom að myndinni eftir að hafa hafnað hlutverkum í öðrum ofurhetjumyndum, vegna leikstjórans Daniel Espinosa og hvatningar frá fyrrum meðleikkonu sinni í Doctor Who, Karen Gillan, sem leikur Nebula í Marvel ofurhetjuheiminum.
Atriðin sem gerast í New York voru tekin upp í norðurhluta Manchester borgar í Englandi. Öllum borgarljósum, skiltum og númeraplötum var breytt til að það passaði við New York.
Þetta er annað ofurhetjuhlutverk Jared Leto, en hann lék Jókerinn í Suicide Squad frá 2016.
Í annarri stiklu myndarinnar er lagið People are Strange spilað, en það var notað í vampírumyndinni The Lost Boys frá árinu 1987.
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Columbia PicturesUS

Matt Tolmach ProductionsUS
Arad ProductionsUS





























