Náðu í appið

The Great Race 1965

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The great laugh show of all time!

160 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 67% Critics
The Movies database einkunn 71
/100

Aðalleikarar

Undirmetnasta slapstick mynd allra tíma?
Það hálfanveginn pirrar mig að svo fáir sem ég þekki hafa séð eða jafnvel heyrt um þessa mynd, þetta er epísk kómedía í sínu besta formi. Ég játa að hún er ekki fyrir alla en hún er allanvega helvíti skemmtileg og þjáist næstum ekkert af lengdinni. Fyrir þá sem elska slapstick, over-the-top villains og epík þá er þessi mynd must-see.

Leikararnir eru ekki af verri skammtinum. Tony Curtis leikur "The Great Leslie" sem er ofurhugi og heiðvirður maður. Natalie Wood leikur Maggie Dubois sem er framsýnn feministi sem er til í að gera hvað sem er til að koma sínu fram. En senuþjófur senuþjófanna hér er Jack Lemmon sem Professor Fate, erkióvinur Leslie og illur vísindamaður, ég elska hvað over-the-top þessi karakter er, hann feilar í öllu en er alltaf svo viss um að honum tekst þetta næst. Svo er það Peter Falk sem Max, aðstoðarmaður Prófessorins, þessir tveir gera myndina fyrir mig, hún yrði ekki svona frábær án þeirra.

En ég vil alls ekki spilla neinu nema því að stærsti kökuslagur allra tíma er í þessari mynd, í alvörunni sá stærsti. Ef þið elskið slapstick eða viljið bara hlæja, kíkið á þessa!

Ég held ég vitni hálfann veginn í Homer Simpson þegar ég segi "9 thumbs up!"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn