Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Blind Date var fyrsta myndin sem hinn stórgóði leikari Bruce Willis lék í þrátt fyrir að Die Hard hafi komið honum á kortið ári síðar. Í Blind Date leikur Willis skrifstofumann að nafni Walter sem mætir með fylgdarkonu sinni Nadia(Kim Basinger) á business dinner(afsakið slettuna) á vegum fyrirtækisins. Ekki fer þetta betur en svo að Nadia drekkur sig pissfulla og rústar kvöldinu, eitt leiðir af öðru og brátt missir Walter starfið og verður handtekinn. Blind Date er alls ekki sem verst og Willis og Basinger eru bara nokkuð góð saman. Flestar af aukapersónunum eru hins vegar frekar leiðinlegar og gera lítið fyrir myndina. Blind Date er skemmtilegust framan af en sagan tekur smá vonda stefnu síðasta hálftímann og endar mjög fyrirsjáanlega. En ég hafði gaman af þessari mynd og verð því að gefa einkunn yfir meðallagi.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$18.000.000
Tekjur
$39.321.715
Vefsíða:
www.sonymoviechannel.com/movies/blind-date
Aldur USA:
PG-13