Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Judgment Night 1993

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Don't Move, Don't Whisper, Don't Even Breathe.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 38% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Fjórir félagar eru á leið á hnefaleikakeppni, en tefjast í umferðinni. Til að ná á keppnina nógu tímanlega þá taka þeir fyrstu afrein sem þeir komast á til að finna aðra leið á keppnina. Nú aka þeir í gegnum slæmt hverfi og lenda í ógöngum og verða vitni að morði. Morðinginn vill engin vitni, og reynir að drepa þá líka. Vinirnir komast í burtu... Lesa meira

Fjórir félagar eru á leið á hnefaleikakeppni, en tefjast í umferðinni. Til að ná á keppnina nógu tímanlega þá taka þeir fyrstu afrein sem þeir komast á til að finna aðra leið á keppnina. Nú aka þeir í gegnum slæmt hverfi og lenda í ógöngum og verða vitni að morði. Morðinginn vill engin vitni, og reynir að drepa þá líka. Vinirnir komast í burtu frá morðingjanum til að byrja með, en hann er fljótlega kominn aftur á hælana á þeim, þar sem þeir eru að reyna að finna einhvern til að hjálpa sér þar sem þeir eru staddir einhversstaðar lengst úti í sveit. ... minna

Aðalleikarar


Ég skil nú ekki hvað fólk er ekki að fíla við þessa mynd? Ég fílaði hana allavega í tætlur. Mjög spennandi mynd sem að hélt mér alveg spenntum út alla myndina. Emilio Estevez og Dennis Leary eru mjög góðir í sínum hlutverkum sem hetjan og skúrkurinn. Verð að vera ósammála einum gagnrýnandanum. Mæli með að þið sjáið hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis spennumynd um nokkra vini sem lenda í hryllilegum vandræðum með stórkrimma. Leikurinn er fínn en handritið mætti vera betra og Emilio Estevez er algjört mis-cast en samt virkar hann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Guð minn almáttugur. Algert þunnildi og fyrirsjáanleg leiðindi. Fjallar um nokkra félaga á leið á völlinn en villast óvart inn í eitthvert skuggahverfi og enda með glæpón á hælunum. Glæpóninn, leikinn af Denis Leary er einmitt það eina góða í myndinni. Tóm leiðindi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn