Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Arlington road er hálf mislukkuð mynd. Þó ekki alslæm, myrk og á köflum kraftmikil en vekur bara ekki nógu mikla spennu. Jeff Bridges og Tim Robbins finnst mér yfirleitt báðir vera úrvalsleikarar en því miður var ég bara ekki að fíla þá nógu vel í þessari mynd. Ég meina þeir léku vel en voru bara ekki í nógu skemmtilegum hlutverkum. Myndin tollir þó í meðallagi fyrir ýmsa kosti svosem mjög flotta myndatöku ásamt myrku útliti en það er bara ómögulega hægt að gefa henni meira en tvær stjörnur. Þrátt fyrir allt má nú hafa örlítið gaman af Arlington road sé maður í rétta skapinu.
Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá posterið á Arlington Road var: "Guð minn góður, enn ein klisjumyndin um illa nágrannann..." Samt fór ég að sjá hana og ég sé sko ekki eftir því. Ég segi það satt, plottið í þessari mynd er eitt það furðulegasta og glæsilegasta sem ég hef nokkurn tíma augum litið! Það kastar þér fram og aftur, upp og niður og þegar myndin er búin hugsarðu: "Einmitt, mikið ofsalega gekk myndin upp." Þetta er myndin sem þú ættir að leigja þér ef þér leiðist og enginn er í kringum þig, því það er varla hægt að fylgjast nægilega með henni undir miklu áreiti, þá vill maður missa af ýmsum kvikmyndalegum smáatriðum sem vert væri að sjá. Ekki láta samt sumar af steríótýpunum og asnalegu klisjunum angra þig; maður tekur ekkert eftir þeim ef maður vill það ekki. Skemmtu þér vel!
Barastasta góð mynd í alla staði. Tim Robbins sérstakleg góður sem vondi manninn. Endirinn var hreinasta snilld. Takk fyrir mig að þessu sinni...
Þessi mynd er topp spennumynd. Jeff Bridges og Tim Robbins leika sinn leik af þvílíkri snilld og Joan Cusack er líka mjög góð í myndinni. Maður var alltaf spenntur yfir því hvað gerðist næst. Það sem toppar þessa mynd er endirinn sem er einn af bestu endum sem ég hef séð. Það er engin vafi á því að þessi mynd er bara hreinasta snilld.
Spennandi og afburða vel gerður tryllir sem fjallar um kennara nokkurn, leikinn af Jeff Bridges sem kemst að því að nýji nágranni hans (Tim Robbins) er ekki allur þar sem hann er séður. Ásamt því að vera mjög svo vel leikin þá er öll tæknileg vinnsla fyrsta flokks, sérstaklega myndataka og tónlist. Myndin heldur uppi spennu frá upphafi til enda og margt sem gerist í myndinni er allt annað en útreiknanlegt. Það er alveg óhætt að mæla með henni, hún fær þrjár stjörnur hjá mér.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$21.500.000
Vefsíða:
www.sonypictures.com/movies/arlingtonroad
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
23. apríl 1999
VHS:
19. október 1999