Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Mothman Prophecies 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. júlí 2002

What do you see?

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Washington Post rannsóknarblaðamaðurinn John Klein lendir í bílslysi ásamt eiginkonu sinni. Hann slasast ekki, en konan segist hafa séð furðurlega skepnu birtast í líki mölflugu rétt áður en slysið verður, en slysið gerist rétt áður en eiginkonan greinist með illvígt krabbamein sem dregur hana til dauða tveimur árum síðar. Eftir dauða hennar þá byrjar... Lesa meira

Washington Post rannsóknarblaðamaðurinn John Klein lendir í bílslysi ásamt eiginkonu sinni. Hann slasast ekki, en konan segist hafa séð furðurlega skepnu birtast í líki mölflugu rétt áður en slysið verður, en slysið gerist rétt áður en eiginkonan greinist með illvígt krabbamein sem dregur hana til dauða tveimur árum síðar. Eftir dauða hennar þá byrjar John að rannsaka leyndarmálið á bakvið þessa skepnu, sem kallast Mothman. Rannsóknin beinir honum til bæjarins Point Pleasant í Vestur Virginíu, þar sem fólk kannast við málið. Hann hittir Connie Mills, og færist sífellt nær því að afhjúpa hvað Mothman er í raun.... minna

Aðalleikarar


The Mothman prophecies er án alls efa ein af kraftmestu og mest hrollvekjandi hrollvekjum sem ég hef nokkurn tíma séð. Hún er bara svo djúp og margbrotin að maður getur bara ekki annað en dáðst að snilldinni. Richard Gere hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér en hann sýnir alveg hreint snilldartakta í þessari mynd og Laura Linney er alls ekkert síðri. Frammistöður aukaleikaranna hef ég heldur ekkert að setja út á. Eitt af því fjölmarga sem er svo brilliant við myndina er að Mothmaðurinn sjálfur er aldrei sýndur neitt mjög vel heldur eigum við bara að geta okkur sjálf til um það hvernig hann lítur út eða eins og hann orðaði það(við heyrum samt í honum)þá fer það eftir því hver horfir. Myndin er óaðfinnanleg í alla staði og endar alls ekkert á ljúfu nótunum, það illa er ennþá til staðar. Ég ætla að gefa The Mothman prophecies fjórar stjörnur og er hún skyldueign hjá öllum sönnum kvikmyndaáhugamönnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Mothman Prophecies er frábær vísindaskáldsöguhrollvekja byggð á sönnum atburðum. Myndin fjallar um blaðamann (Richard Gere) sem lifir hamingjusömu lífi þangað til að kona hans (Debra Messing) sér eitthvað óhugnalegt á bílglugganum og keyrir út af og deyr. En eftir þetta gerast margir óhugnalegir hlutir eins og að einhver hringir í gaurinn og hann er með skrýtna rödd og það kemur í ljós að röddinn er ekki mannleg. Myndin er ekki fyrir hjartveika en þeir sem þora ættu að sjá þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég sá Mothman Prophecies í bíó á sínum tíma og hafði litlar væntingar. Hún kom mér mjög á óvart. Þetta er hörkumynd í alla staði, frumleg, ógnvekjandi og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Richard Gere stendur sig vel og Laura Linney klikkar ekki. Byrjunin er svo grípandi og endirinn óvæntur að ég get ekki annað en lofað hana. Ein besta hrollvekja sem ég hef séð og hún á sinn sess við hlið Sixth Sense og slíkra toppmynda. Það verða eiginlega allir að sjá hana, nema kannski mjög viðkvæmir. Hversu mikið hún er byggð á sannsögulegum atburðum veit ég ekki, en hún vekur mann allavega til umhugsunar um örlög og tilganginn með þessu lífi... Þeir sem vilja vita frekar um söguþráðinn verða bara endilega að taka hana á næstu leigu. Ég held ég geti ábyrgst að þeir verði ekki fyrir vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mothman Prophecies er ein vel heppnaðasti spennutryliir seinustu ára sem er hrollvekjandi, spennandi og afskaplega dularfull. Sérstaklega þegar maður hugsar að hún er byggð á sönnum atburðum. Mothman Prophecies er traust hrollvekja og ekki fyrir hjartaveika.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vel unnin mynd um afskaplega margútjaskað efni. Fyrirboðar og andatrú er snar þáttur í engilsaxnesku menningarlífi í mörghundruð ár, meira að segja Shakespear notar þetta. Ég verð að viðurkennna að mér hundleiddist þessi mynd. Undanfarið hefur maður verið að sjá aðhandanmyndir, með svolítið nýjum blæ, en þessi er ótrúlega þunn í roðinu. Einkennilegt má það vera að jafn jafn geðslegur leikari og Richard Gera skuli aldrei leika í mjög djúpum myndum, hann er kanski ekki mjög djúpur sjálfur?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.01.2018

Nostalgískur Jon Hamm

Jon Hamm, Catherine Keener, Bruce Dern og Ellen Burstyn fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni Nostalgia. Myndin verður frumsýnd þann 16. febrúar í Bandaríkjunum og eiga áhorfendur von á því að þerra tárin í kvikm...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn