Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Virkilega leiðinleg mynd sem að er sóun á tíma að horfa á. Hvernig gat góður leikari eins og Mickey Rourke leikið í svona hörmung? Pure leiðindi, punktur.
Eins og ég hef alltaf sagt er Jean-Claude Van Damme aðeins bardagalistamaður sem talar lélega ensku. Hans leikur er ekki upp á marga fiska því miður en í Double Team er menn gjörsamlega búnir að missa sig. Dennis Rodman ( freakshow með meiru ) og Mickey Rourke ( einn sá útbrenndasti ) eru láttnir við hliðina á Van Damme þurfa menn ekki að spyrja að úrslitum. Fyrir minn smekk ( mann sem hefur áhuga á vel leikstýrðum, skrifuðum og leiknum myndum ) er þessi mynd hrein hörmung. En fyrir þig gæti þessi mynd alveg eins gengið. Það er að segja ef þú dírkar Van Damme eða bara hasarmyndir af hans toga.
Hvað fær Rodman til að halda að hann geti leikið? Veit það ekki, en það er allavega misskilningur af alverstu sort. Myndin sem heild er sorp og einskinsnýt og ber að varast.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
31. júlí 1997