Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Winter's Bone 2010

(Winter´s Bone, Vetrarmein)

Fannst ekki á veitum á Íslandi
100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 90
/100
John Hawkes tilnefndur til Óskarsverðlauna.

Langt inni í Ozark-fjallgarðinum eru ættbálkasamfélög sem fylgja siðum og venjum sem enginn hefur dregið í efa svo langt sem menn muna. Þar kemur þó að táningsstúlka á ekki aðra kosti. Hún þarf að standa vörð um heimilið þegar faðir hennar, sem er eiturlyfjaframleiðandi, brýtur skilorð og týnist. Ef hann kemur ekki í leitirnar verður systkina- hópurinn... Lesa meira

Langt inni í Ozark-fjallgarðinum eru ættbálkasamfélög sem fylgja siðum og venjum sem enginn hefur dregið í efa svo langt sem menn muna. Þar kemur þó að táningsstúlka á ekki aðra kosti. Hún þarf að standa vörð um heimilið þegar faðir hennar, sem er eiturlyfjaframleiðandi, brýtur skilorð og týnist. Ef hann kemur ekki í leitirnar verður systkina- hópurinn tekinn frá fatlaðri móðurinni.... minna

Aðalleikarar

Ein besta mynd 2010
Eftir að ég sá trailerinn af Winter's Bone í fyrsta sinn hef ég haft mikinn áhuga á að sjá hana, og varð ég fyrir vonbrigðum að hún fór ekki í kvikmyndahús á Íslandi, og komst ég ekki á hana þegar RIFF var í gangi. En ég náði loksins að sjá hana og var hún eiginlega betri en ég átti von á. Ég átti von á lágstemmdri mynd með mörgum atriðum sem ég myndi ekki skilja neitt í (það var búið að lýsa því fyrir mér að samtölin voru mjög hillbilly-leg) en í staðinn fékk ég mynd sem var frábærlega vel skrifuð, vel leikin og leikstýrð og hafði mjög áhugaverða sögu um mannshvarf.

Jennifer Lawrence leikur aðalhlutverkið í myndinni og hef ég ekki séð betri frammistöðu hjá kvenmanni á öllu árinu, fyrir utan að sjálfsögðu Natalie Portman í Black Swan. Hlutverkið er ekki beint kröfumikið, en þar sem þetta er eini karakterinn sem er í kjarna myndarinnar þá þurfti góðan leik til að myndin mundi halda höfði og gerði Lawrence það svo sannarlega. Karakterinn, Ree Dolly, er líka mjög áhugaverður. Þetta er ekki ótrúlega sjálfsörugg stelpa sem fer að leita að vísbendingum og kemur upp um illmennin á endanum heldur 17 ára stelpa sem hugsar einungis um fjölskyldu sína og gengur langt til að finna pabba sinn svo að fjölskyldan missir ekki heimilið sitt. Og svæðið sem hún er í er ekki beint kvenvænt (það er minnst á myndinni af hverju hún er að gera karlmannsverk). Fyrsti helmingur myndarinnar byggist nær eingöngu á því að hún er að fara til mismunandi fólks sem hún eða pabbi hennar þekktu til að vita meira um hvar hann gæti verið og sýnir um leið hvernig lífið er fyrir þetta fólk í Ozarks. Með áhugaverðustu karakterum árins.

Aðrir leikarar í myndinni standa sig þar að auki mjög vel. Frændi Ree, Teardrop, sem er mjög vel leikinn af John Hawkes, var líka mjög áhugaverður karakter og náði vel að vera bæði blanda af stuðning og vera ógnvekjandi. Dale Dickey, Sheryl Lee og Garret Dillahunt stóðu sig líka vel, þrátt fyrir takmarkaðan tíma á skjánum.

Handritið og leikstjórnin frá Debra Granik (sem ég hafði ekki heyrt um áður en ég sá þessa mynd) er til fyrirmyndar. Handritið hefur aldrei daufan punkt og passar vel við svæðið (Ozarks) sem myndin gerist (enda er höfundur bókarinnar frá svæðinu). Það er hægt að kalla myndina Country Noir eða Feminist Redneck Noir. Leikstjórnin kemur með öflugt andrúmsloft og góðan leik frá öllum og veit Granik vel hvar á að hætta atriði.

Myndin sýnir raunsæja ráðgátu sem verður meiri og meiri eftir því sem Ree talar við fleiri. Spennan magnast líka þar sem það er fólk sem vill ekkert með það hafa að einhver sé að snuðrast út í þetta mál. En ólíkt mörgum myndum þá eru þeir grunsamlegu hluti af fjölskyldunni, sem framleiða meth. Myndin hefur þar að auki atriði sem beinast ekki að ráðgátunni, til dæmis atriði þegar hún fer að kenna systkinum sínum að veiða. Það var ánægjulegt að myndin leyfði sér að hafa góð atriði sem snertu ráðgátuna ekki mikið, til að leyfa henni að anda aðeins. Ég elska þar að auki að það var ekki allt fyllt í sambandi við ráðgátuna. Í endanum veit maður ekki nákvæmlega hver var á bak við aðstæðurnar sem voru í myndinni (enda skiptir það ekki máli fyrir Ree) né veit maður hver var á bak við peninga-aukasöguþráðinn sem kemur smávegis fram. Útlitið er fallegt og grimmt á sama tíma, eins og myndin sjálf er. Klæmaxið passaði algjörlega við tón myndarinnar. Það var ekki byggt á háspennu, ofbeldi eða einhverju slíku, heldur mjög lágstemmt og óhugnandi.

Fyrir utan eitt draumaatriði sem ég var ekkert mjög hrifinn af þá virkar þessi mynd vel á alla vegu. Vel leikin, áhugaverð, grimm en vonmikil og hefur góðan feel-good endi.

9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn