Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Next Three Days 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. nóvember 2010

What if you had 72 hours to save everything you live for?

133 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 50% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Lífið gæti eiginlega ekki verið betra hjá John Brennan. Það breytist þó snögglega þegar eiginkona hans er handtekin fyrir morð sem hún segist ekki hafa framið. Þremur árum eftir að hún er dæmd sek, á John í miklu basli við að halda fjölskyldunni saman, ala upp son þeirra og kenna í menntaskóla, á sama tíma og hann reynir að sanna sakleysi konu sinnar.... Lesa meira

Lífið gæti eiginlega ekki verið betra hjá John Brennan. Það breytist þó snögglega þegar eiginkona hans er handtekin fyrir morð sem hún segist ekki hafa framið. Þremur árum eftir að hún er dæmd sek, á John í miklu basli við að halda fjölskyldunni saman, ala upp son þeirra og kenna í menntaskóla, á sama tíma og hann reynir að sanna sakleysi konu sinnar. Eftir að síðustu áfrýjun Lara er hafnað, fer Lara að hugleiða sjálfsmorð og John ákveður að nú sé aðeins ein leið fær í málinu: að hjálpa eiginkonunni að flýja úr fangelsinu. Hann hlustar ekkert á efasemdarraddir og ákveður að hætta öllu fyrir konuna sem hann elskar.... minna

Aðalleikarar

Ágætis spennutryllir
The Next Three Days er nýjasti spennutryllirinn í bíó um þessar mundir. Myndin fjallar um John Brennan sem er hamingjusamlega giftur Löru og eiga þau 3 ára gamla soninn Luke. Einn daginn breytist líf John þegar Lara er handtekin fyrir morð yfirmann síns og dæmd í margra áratuga fangelsi.

Nokkur ár líða og þá kemur í ljós að Lara muni ekki sleppa úr fangelsi þó hún segist saklaus og John trúir henni. Þá ákveður John að taka málin í sínar eigin hendur. Hann ákveður að hann verði að bjarga Löru úr fangelsi og verða þau að flýja land með son sinn. Þetta er þó langt verk og þarf mikla skipulaggningu, einn daginn kemur í ljós að það eigi að flytja Löru um fangelsi en þá hefur John einungis 3 daga til að koma þeim á brott með erfiðum afleiðingum.

The Next Three Days er með ágæta uppbyggingu á spennunni. Hún er frekar löng sem er örlítill galli, en með því nær hún að fá áhorfandann í lið með John og Löru.
Russel Crowe stendur sig vel sem söguhetjann.En sama má ekki segja um kvenhetjuna. Ef er eitthvað sem mætti setja út á í myndinni er það leikur Elizabeth Banks (Lara). Það finna kannski ekki allir fyrir þessu en leikur hennar fór í taugarnar á mér meirihluta myndarinnar. Þrátt fyir það er hér á ferð ágætis spennumynd sem ætti ekki að svíkja áhorfendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ágætis spennutryllir
The Next Three Days er nýjasti spennutryllirinn í bíó um þessar mundir. Myndin fjallar um John Brennan sem er hamingjusamlega giftur Löru og eiga þau 3 ára gamla soninn Luke. Einn daginn breytist líf John þegar Lara er handtekin fyrir morð yfirmann síns og dæmd í margra áratuga fangelsi.

Nokkur ár líða og þá kemur í ljós að Lara muni ekki sleppa úr fangelsi þó hún segist saklaus og John trúir henni. Þá ákveður John að taka málin í sínar eigin hendur. Hann ákveður að hann verði að bjarga Löru úr fangelsi og verða þau að flýja land með son sinn. Þetta er þó langt verk og þarf mikla skipulaggningu, einn daginn kemur í ljós að það eigi að flytja Löru um fangelsi en þá hefur John einungis 3 daga til að koma þeim á brott með erfiðum afleiðingum.

The Next Three Days er með ágæta uppbyggingu á spennunni. Hún er frekar löng sem er örlítill galli, en með því nær hún að fá áhorfandann í lið með John og Löru.
Russel Crowe stendur sig vel sem söguhetjann.En sama má ekki segja um kvenhetjuna. Ef er eitthvað sem mætti setja út á í myndinni er það leikur Elizabeth Banks (Lara). Það finna kannski ekki allir fyrir þessu en leikur hennar fór í taugarnar á mér meirihluta myndarinnar. Þrátt fyir það er hér á ferð ágætis spennumynd sem ætti ekki að svíkja áhorfendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

29.11.2010

Potter langefstur á Íslandi aðra helgina í röð

Það var ekki jafnmikil spenna á Íslandi og í Bandaríkjunum um hvaða mynd næði að hirða toppsætið. Harry Potter and the Deathly Hallows - Part I var óskoraður sigurvegari aðra helgina í röð. Í þetta sinn fóru...

29.11.2010

Harry Potter hársbreidd fyrir ofan Tangled í Bandaríkjunum

Sjöunda myndin um Harry Potter, The Deathly Hallows - Part I, fékk aldeilis keppni um toppsætið á sinni annarri sýningarhelgi í Bandaríkjunum. Disney gaf þá út teiknimyndaævintýrið Tangled og var þessi 50. stóra tei...

22.11.2010

Harry Potter með stærstu frumsýningarhelgi ársins

Það kemur nákvæmlega engum á óvart að Harry Potter and the Deathly Hallows - Part I hafi náð toppsætinu næsta örugglega um helgina í íslenskum bíóum, en á leiðinni þangað náði Harry að slá met yfir stærstu f...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn