Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Robin Hood: Men in Tights 1993

(Hrói höttur: menn í sokkabuxum)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

The legend had it coming... Find out where Robin Hood put his Little John, what made Will Scarlet, and what did Friar Tuck into his tights that Maid Marion all of a quiver?

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 44
/100

Hin fræga saga af Hróa hetti er einhvernveginn svona: Hinn illi prins John kúgar fólkið sitt á meðan kóngurinn góðhjartaði Richard er fjarverandi í krossferðum. Hrói stelur af skattheimtumönnum ríkisins, vinnur bogfimikeppni, sigrar fógetann, og bjargar Maid Marian. Í þessari sögu hinsvegar þá bætir Mel Brooks ýmsu við úr sínum eigin ranni, og skopstælir... Lesa meira

Hin fræga saga af Hróa hetti er einhvernveginn svona: Hinn illi prins John kúgar fólkið sitt á meðan kóngurinn góðhjartaði Richard er fjarverandi í krossferðum. Hrói stelur af skattheimtumönnum ríkisins, vinnur bogfimikeppni, sigrar fógetann, og bjargar Maid Marian. Í þessari sögu hinsvegar þá bætir Mel Brooks ýmsu við úr sínum eigin ranni, og skopstælir venjulegar ævintýramyndir, rómantískar myndir, og hugmyndina um menn sem hlaupa um í sokkabuxum um skóginn.... minna

Aðalleikarar


Menn í sokkabuxum er ótrúlega fyndin mynd og besta mynd Brooks. Hrói frá Laxley (Cary Elwes,Liar,Liar,Shadow Of The Vampire) sleppur úr fangelsi í Jerúsalem og syndir aftur til Englands og hittir Atsjú (Dave Chappelle,Screwed,Blue Streak,Half Baked) og hann þarf að stoppa prinsinn Jóa Klóa því hann tók yfir konungssætið frá kónginum (Patrick Stewart,X-Men) en hann er í burtu í stríðinu. Svo hjálpa honum Litli Jón og vinur hans Villi og blindi þjónn Hróa Blikki. Myndin er fyrir alla og ég mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Drepfyndin mynd úr smiðju Mel Brooks. Hrói af Laxley (Cary Elwes,Glory,Liar,Liar) og vinir hans Atsjú (Dave Chappelle,Screwed,Blue Streak,Half Baked) blindi þjónninn hans Blikki,Litli Jón og Villi þurfa að yfirbuga Jóa Klóa prins því að hann tók konungssætið af konung Ríkharði (Patrick Stewart,X-men) sem er að berjast í öðru stríði. Mel Brooks er alltaf jafn góður og þetta er besta myndin hans.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er BESTA mynd sem ég hef séð!!! Reyndar sá ég hana þegar ég var lítil, en ég tek hana samt oft á leigu til að sjá hana aftur. Þetta er(að mínu mati) besta Mel Brooks mynd sem ég hef séð. Mel Brooks gerir grín af Robin Hood í þessari mynd. Robin Hood er leikinn af Cary Elwes, sem er frábær í þessari mynd. Húmorinn í þessari mynd er æðislegur(reyndar mikið um fimmaura brandara). Ég segi nú bara...þessi mynd er svona must mynd. Ég mæli eindregið með þessari mynd...Farið út á næstu vídeóleigu og takið Robin Hood:Men in Tights;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg frábær mynd !!! Hún fjallar um Robin Hood ( Cary Elwes )

sem fer til Englands til að endurheimta ríki sitt. Brooks heldur húmornum alveg á fullu og maður kemst ekki hjá því að veltast um af hlátri.


Eftirminnileg setning:


John: Interesting name La-Trine.

La-Trine: Yeah, I changed it in the late fifteen hundreds.

John: Wait a minute, You changed it to La-Trine ?!

La-Trine: Yeah my first name was Shithouse !

John: That's a good change, a good change.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Án efa ein besta mynd Mel Brooks! Drepfyndin! Þessa verða allir að sjá!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.08.2019

Þetta er í raun hlaðvarpsþáttur í útvarpi

Það getur verið góð skemmtun að hlusta á umræður um kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Einn af þeim þáttum sem í boði eru um þetta efni er á dagskrá útvarpsstöðvarinnar X977 í hádeginu á sunnudögum. Þátturin...

26.09.2011

Mel Brooks með hryllingsmynd í framleiðslu

Gríngoðsögnin Mel Brooks tilkynnti nýlega að hann myndi aftur sameinast handritshöfundunum Steve Haberman og Rudy De Luca, sem unnu með honum að Dracula: Dead and Loving It og Life Stinks, til að framleiða hryllingsmynd úr ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn