Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Dracula: Dead and Loving It 1995

Fannst ekki á veitum á Íslandi
88 MÍNEnska

Skopstæling úr smiðju gamanleikarans og leikstjórans Mel Brooks. Hér beinir hann spjótum sínum að sjálfum Drakúla greifa. Hann tekur sögu Bram Stokers um blóðsuguna Drakúla og gerir grín að henni. Drakúla ræðst á efnaða Englendinga og vampírubaninn Van Helsing er kallaður til til að bjarga málunum.

Aðalleikarar


Dracula: Dead and Loving It er gamanmynd eftir meistarann Mel Brooks, sem er hvað þekktastur fyrir að taka stórmyndir og gera lítið úr þeim með stórgóðum húmor og vitleysisskap af bestu gerð(Spaceball er besta dæmið). Leslie Nielsen, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Frank Drebin í Naked Gun myndunum, er Drakúla og er hann alveg ágætlega fyndin í hlutverki hans, þó svo hann á það til að ofgera í hlutverki sínu. Mel Brooks er alveg fínn í hlutverki sínu sem Van Helsing(held hann eigi að leika hann í myndinni). Ég verð bara því miður að vera ósammála öllum þeim sem eru að rakka niður Mel Brooks með þessari mynd. Ok, ég veit að hún er engin snilld, en hún er langt í frá að vera leiðinleg. Mörg atriðin hló ég alveg ágætlega yfir. Það eru ekkert allir fyrir húmorinn sem að Mel Brooks kemur með í myndir sínar, og virði ég það alveg. En kostirnir við myndir hans er að það er alveg hægt að skemmta sér ágætlega yfir hverri mynd sem hann hefur gert. Þó svo Dracula: Dead and loving it sé langt í frá að vera besta mynd kappans, er hún alveg ágætis ræma sem hægt er að hlæja að af og til.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sá þessa í afmæli fyrir tveimur árum og fannst skrítið hvað öllum fannst hún ógisslega góð.Þessi mynd er hræðileg.Mér er illa við þegar fólk dæmir myndir að þær geta verið klisjur,hræðilega illa skrifaðar,gerðar og leiknar.Bara algjört rusl en ef þessar myndir eru aðeins fyndnar þá eru þær ógisslega góðar.t.d. tökum eina af mínum uppáhalds myndum Dark water(sem mér finnst rosalega góð).Margir skrifuðu mjög illa um hana því hún var var ekki nógu scery.En samt var hún rosalega vel leikstýrð og vel leikin,listræn,soegleg,spennadi og rosalega falleg.Nei,öllum var sama þeim fannst hún ekki ógeðsleg.Þannig að hún var ógisslega léleg.GROW UP.Örugglega margar myndir hafa lent í þessu en ég tók bara þessa sem dæmi.Dracula:Dead and loving it hefur enga kosti.Leikstjórinn og handritsbhöfundurinn standa sig DJÖFULLEGA.Myndin er líka hræðilega illa gerð og svo eitt hún er bara ekki neitt fyndin.Ekki neitt.Þessi hefði aldrei geta orðið góð en hún hefði getað orðið skárri ef frægari leikarar væru í henni og ef að þetta væri grín hryllingsmynd.Eitt atriðið var svo hálfvitalegt.Dr.Van Helsing á að vera Hollenskur og í einu atriðinu þá átti hann að telja uppá 10 á Hollensku.hann taldi upp á ÞÝSKU.ÞÝSKU.Ekki sjá þetta djöfullega rusl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á hana í London '96, borgaði 8 og hálft pund fyrir miðan og bauð systir minni með þannig að myndin kostaði mig 17 pund sem eru c.a. 1800 krónur. ÉG SÉ ENN EFTIR PENINGNUM. Þessi mynd er hræðileg í alla staði. Það liggur við að hún skuldi stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Svakalega þunnt bull, sem á fátt skylt við hinar ágætu eldri myndir Brooks. Eitt feykilega fyndið atriði, er Harker rekur flein gegnum hjarta einnar vampýrunnar, gerir myndina þó fast að því þolanlega, að öðru leyti er þetta sorp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.09.2011

Mel Brooks með hryllingsmynd í framleiðslu

Gríngoðsögnin Mel Brooks tilkynnti nýlega að hann myndi aftur sameinast handritshöfundunum Steve Haberman og Rudy De Luca, sem unnu með honum að Dracula: Dead and Loving It og Life Stinks, til að framleiða hryllingsmynd úr ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn