Vantar meiri reiði
Drive Angry hefur einfalt og skemmtilegt markmið í huga en það kemur furðu mikið á óvart hvað henni tekst oft illa að ná því. Hún er gerð fyrir þá sem elska hráar exploitation-myndir...
"One hell of a ride."
John Milton er harðnaður krimmi sem hefur brotist út úr Helvíti til að drepa Jonah King fyrir að hafa gabbað dóttur hans í sértrúarsöfnuðinn sinn...
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Kynlíf
BlótsyrðiJohn Milton er harðnaður krimmi sem hefur brotist út úr Helvíti til að drepa Jonah King fyrir að hafa gabbað dóttur hans í sértrúarsöfnuðinn sinn til þess eins að drepa hana og manninn hennar og stela af þeim nýfæddri dóttur þeirra. Dótturinni skal svo fórnað. Milton kemst að því að fórnin skuli fara fram í Stillwater-fangelsinu í Louisiana. Á leið sinni þangað hittir hann fyrir Piper, unga þjónustustúlku sem neitar að sofa hjá kærastanum sínum, Frank fyrr en hann giftist henni. Milton kemur því svo fyrir að hann fái far með henni í átt að Stillwater-fangelsinu, en þegar heim til hennar er komið finna þau Frank í rúminu með annarri stúlku. Eftir hörð átök þeirra á milli stela þau Piper og Milton bílnum hans Frank og leggja saman upp í hið djöfullega ferðalag. Það sem þau vita ekki er að „The Accountant“ , sérstakur útsendari Satans leitar Miltons, en hans er saknað í Helvíti. Nú og auðvitað vill költið hans Jonah King hann dauðan líka. En barninu skal bjargað, ef Milton fær einhverju um það ráðið.






Drive Angry hefur einfalt og skemmtilegt markmið í huga en það kemur furðu mikið á óvart hvað henni tekst oft illa að ná því. Hún er gerð fyrir þá sem elska hráar exploitation-myndir...