Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ánægjuleg og vönduð sögukennsla
The King's Speech er svona mynd sem er ómögulegt að finnast ekki góð, a.m.k. ef þú ert einn af þeim sem þekkir góða mynd í sundur frá slakri. Það er bara svo mikið lagt í hana og varla ókostur í augsýn, eða allavega þangað til krufning er hafin. Hún er faglega unnin, frábærlega leikin en umfram allt fróðleg og skemmtileg. Það er mjög sjaldan hægt að segja að fágað, sögulegt drama sé einhvers konar feel-good mynd en hér er fullyrðingin alls ekki óviðeigandi.
Eftir öll þessi verðlaun og endalaust lof þykir manni það vera sjálfsagður hlutur hvað Colin Firth stendur sig vel í aðalhlutverkinu, en hrósið á hann samt svo fyllilega skilið. Hann setur heilmikið í persónu sína og þótt hún sé þegar vel skrifuð þá tekst honum að gera meira við hana en þurfti. Mér hefur alltaf líkað vel við Firth og litið á hann sem mjög viðkunnanlegan gæja (þrátt fyrir að leika oftast í annaðhvort búningadrömum eða konumyndum) en eftir að hafa horft á hann í A Single Man og núna þessari þá skal ég hiklaust kalla hann einhvern besta leikara sem fyrirfinnst þarna úti í dag. Svo minnisstæður er hann. Geoffrey Rush er að vísu ekki langt á eftir Firth. Hann er alveg frábær og í sameiningu eiga þeir tveir bestu senurnar. Aukaleikarar eru til fyrirmyndar og þá á ég við hvern og einn einasta, sem er enn eitt merkið um að mikil fagmennska sé hér á bæ. Útlitið undirstrikar það sömuleiðis ansi vel. Búningar og sviðsmyndir eru óaðfinnanlegar, og kvikmyndatakan er ekkert nema stórkostleg. Hún dregur aldrei of mikla athygli að sér, heldur í staðinn eru rammarnir bara vel skipulagðir og látnir vera partur af frásagnarsögninni. Myndatökustíllinn breytist talsvert með persónu Firths í myndinni. Þið kvikmyndanördarnir skuluð endilega reyna að taka eftir því. Lúmskt áhrifaríkt.
Það má samt ekki neita því að þrátt fyrir marga kosti er voðalega mikill “gemmér Óskar” fílingur á þessu öllu. Þessi mynd, eins og svo margar aðrar, var gerð til þess að heilla akademíuna og snobb gagnrýnendur um allan heim en ég þakka þó fyrir það að afþreyingargildið og dýptin sé nógu fullnægjandi til að gera hana að svo miklu meira en bara Óskarsbeitu. Það eru fáeinir kaflar þar sem ég datt út úr sögunni og fannst hún verða heldur teygð, og þá að óþörfu. Og jafnvel þó svo að myndin haldi sig við sögulegar heimildir er strúktúr sögunnar kannski fullhefðbundinn, með vott af buddy-mynda klisjum stráðum yfir. Þetta eru aðeins fáeinir gallar sem breyta þó ekki þeirri staðreynd að þessi mynd sé hálfgert skylduáhorf, en þeir koma annars vegar í veg fyrir að ég geti kallað þetta eitthvað meistarastykki.
8/10
The King's Speech er svona mynd sem er ómögulegt að finnast ekki góð, a.m.k. ef þú ert einn af þeim sem þekkir góða mynd í sundur frá slakri. Það er bara svo mikið lagt í hana og varla ókostur í augsýn, eða allavega þangað til krufning er hafin. Hún er faglega unnin, frábærlega leikin en umfram allt fróðleg og skemmtileg. Það er mjög sjaldan hægt að segja að fágað, sögulegt drama sé einhvers konar feel-good mynd en hér er fullyrðingin alls ekki óviðeigandi.
Eftir öll þessi verðlaun og endalaust lof þykir manni það vera sjálfsagður hlutur hvað Colin Firth stendur sig vel í aðalhlutverkinu, en hrósið á hann samt svo fyllilega skilið. Hann setur heilmikið í persónu sína og þótt hún sé þegar vel skrifuð þá tekst honum að gera meira við hana en þurfti. Mér hefur alltaf líkað vel við Firth og litið á hann sem mjög viðkunnanlegan gæja (þrátt fyrir að leika oftast í annaðhvort búningadrömum eða konumyndum) en eftir að hafa horft á hann í A Single Man og núna þessari þá skal ég hiklaust kalla hann einhvern besta leikara sem fyrirfinnst þarna úti í dag. Svo minnisstæður er hann. Geoffrey Rush er að vísu ekki langt á eftir Firth. Hann er alveg frábær og í sameiningu eiga þeir tveir bestu senurnar. Aukaleikarar eru til fyrirmyndar og þá á ég við hvern og einn einasta, sem er enn eitt merkið um að mikil fagmennska sé hér á bæ. Útlitið undirstrikar það sömuleiðis ansi vel. Búningar og sviðsmyndir eru óaðfinnanlegar, og kvikmyndatakan er ekkert nema stórkostleg. Hún dregur aldrei of mikla athygli að sér, heldur í staðinn eru rammarnir bara vel skipulagðir og látnir vera partur af frásagnarsögninni. Myndatökustíllinn breytist talsvert með persónu Firths í myndinni. Þið kvikmyndanördarnir skuluð endilega reyna að taka eftir því. Lúmskt áhrifaríkt.
Það má samt ekki neita því að þrátt fyrir marga kosti er voðalega mikill “gemmér Óskar” fílingur á þessu öllu. Þessi mynd, eins og svo margar aðrar, var gerð til þess að heilla akademíuna og snobb gagnrýnendur um allan heim en ég þakka þó fyrir það að afþreyingargildið og dýptin sé nógu fullnægjandi til að gera hana að svo miklu meira en bara Óskarsbeitu. Það eru fáeinir kaflar þar sem ég datt út úr sögunni og fannst hún verða heldur teygð, og þá að óþörfu. Og jafnvel þó svo að myndin haldi sig við sögulegar heimildir er strúktúr sögunnar kannski fullhefðbundinn, með vott af buddy-mynda klisjum stráðum yfir. Þetta eru aðeins fáeinir gallar sem breyta þó ekki þeirri staðreynd að þessi mynd sé hálfgert skylduáhorf, en þeir koma annars vegar í veg fyrir að ég geti kallað þetta eitthvað meistarastykki.
8/10
Óaðfinnanleg
The King's Speech er tilnefnd fyrir 12 óskarsverðlaun og er í hávegðum höfð af kvikmyndagagnrýnendum og hef ég ekkert út á hana að setja.
Hún fjallar um Albert prins Bretlands sem á við mjög mikinn talvanda að stríða. Myndin hefst á fyrstu opinberu ræðu hans 1925 á Wembley þar sem hann getur eiginlega ekkert tjáð sig, vegna stama. Í kjölfar þess lætur kona hans Elísabet (Helena Bonham Carter) hann fara að hitta talþjálfarann Lionel (Geoffrey Rush). Samband mannanna tveggja og talþjálfunin hefst illa en þegar Albert verður að Georgi konungi er að duga að drepast.
Ég hélt að þessi mynd væri bara fín bresk mynd sem snérist eingöngu um talþjálfun Georgs en varð mjög ánægð að komast að því að þetta er fyrst og fremst söguleg mynd.
Leikaraliðið er frábært í þessari mynd og hefur hlotið margar viðurkenningar og tilnefningar. Colin Firth er frábær í hlutverki konungsins og átti svo sannarlega skilið golden globe. Svo er það Helena Bonham Carter sem að virðist geta leikið hvaða persónu sem er óaðfinnanlega, en það gerir hún líka hér. Geoffrey Rush er mjög skemmtilegur í hlutverki talþjálfarans og finnur maður virkilega vinskapinn á milli þeirra Colin Firth á skjánum.
Myndin er óaðfinnanleg. Tónlistin sem Alexandre Desplat (Benjamin Button, Harry Potter and the deathly hallows og the Ghost writer) samdi er yndisleg og gerir mjög mikið fyrir myndina, persónulega finnst mér að hann hefði átt að vinna golden globe. Leikmyndin er mjög raunveruleg og söguþráðurinn kemur skemmtilega á óvart með góðum húmor og áhugaverðri sögu. Það verður áhugavert að sjá hvaða óskarsverðlaun The King's Speech hlýtur.
Ég mæli með The King's Speech fyrir alla áhugamenn um sagnfræði og Bretland. Hún er ekki hrein og bein afþreying en miðað við fólkið í bíósalnum virðast allir aldurshópar geta notið hennar.
The King's Speech er tilnefnd fyrir 12 óskarsverðlaun og er í hávegðum höfð af kvikmyndagagnrýnendum og hef ég ekkert út á hana að setja.
Hún fjallar um Albert prins Bretlands sem á við mjög mikinn talvanda að stríða. Myndin hefst á fyrstu opinberu ræðu hans 1925 á Wembley þar sem hann getur eiginlega ekkert tjáð sig, vegna stama. Í kjölfar þess lætur kona hans Elísabet (Helena Bonham Carter) hann fara að hitta talþjálfarann Lionel (Geoffrey Rush). Samband mannanna tveggja og talþjálfunin hefst illa en þegar Albert verður að Georgi konungi er að duga að drepast.
Ég hélt að þessi mynd væri bara fín bresk mynd sem snérist eingöngu um talþjálfun Georgs en varð mjög ánægð að komast að því að þetta er fyrst og fremst söguleg mynd.
Leikaraliðið er frábært í þessari mynd og hefur hlotið margar viðurkenningar og tilnefningar. Colin Firth er frábær í hlutverki konungsins og átti svo sannarlega skilið golden globe. Svo er það Helena Bonham Carter sem að virðist geta leikið hvaða persónu sem er óaðfinnanlega, en það gerir hún líka hér. Geoffrey Rush er mjög skemmtilegur í hlutverki talþjálfarans og finnur maður virkilega vinskapinn á milli þeirra Colin Firth á skjánum.
Myndin er óaðfinnanleg. Tónlistin sem Alexandre Desplat (Benjamin Button, Harry Potter and the deathly hallows og the Ghost writer) samdi er yndisleg og gerir mjög mikið fyrir myndina, persónulega finnst mér að hann hefði átt að vinna golden globe. Leikmyndin er mjög raunveruleg og söguþráðurinn kemur skemmtilega á óvart með góðum húmor og áhugaverðri sögu. Það verður áhugavert að sjá hvaða óskarsverðlaun The King's Speech hlýtur.
Ég mæli með The King's Speech fyrir alla áhugamenn um sagnfræði og Bretland. Hún er ekki hrein og bein afþreying en miðað við fólkið í bíósalnum virðast allir aldurshópar geta notið hennar.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$15.000.000
Tekjur
$414.211.549
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
28. janúar 2011
Útgefin:
26. maí 2011