Náðu í appið
The Ghost and the Darkness

The Ghost and the Darkness (1996)

"Control Your Fear / Only the most incredible parts are true."

1 klst 49 mín1996

John Beaumont er eigandi bresks járnbrautarfyrirtækis sem er að byggja járnbraut í gegnum Uganda í Afríku.

Rotten Tomatoes51%
Metacritic46
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Söguþráður

John Beaumont er eigandi bresks járnbrautarfyrirtækis sem er að byggja járnbraut í gegnum Uganda í Afríku. Þörf er á brú yfir stóra á, og verkfræðingurinn John Henry Patterson fer til Afríku til að hafa umsjón með byggingunni. Beaumont gefur Patterson stíf tímamörk, og verktakinn er sannfærður um að smíðin klárist fyrir tilsettan tíma. En þegar nokkrir verkamenn eru drepnir í ljónaárás, þá neyðist Patterson til að taka til sinna ráða og ráða niðurlögum ljónsins. En eftir að hann drepur eitt ljón kemur í ljós að það eru fleiri en eitt ljón að verki. Ljónaárásirnar halda áfram og að lokum liggja 130 manns í valnum, og Patterson og Beaumont ákveða að kalla til Charles Remmington, þaulvanan veiðimann sem skilur eðli þessara mannæta og veit hvernig á að fanga þau. Myndin er byggð á sannri sögu.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Paramount PicturesUS
Douglas/Reuther ProductionsUS
Bernina Film
Mont Blanc Entertainment GmbH
Constellation Films

Gagnrýni notenda (1)

Mér fannst þetta hin fínasta spennumynd. Langt síðan maður sá þessa, en hún samt skilaði sínu. Michael Douglas og Val Kilmer eru fínir í sínum hlutverkum.