Náðu í appið
Larry Crowne

Larry Crowne (2011)

1 klst 38 mín2011

Þar til honum var sagt upp í vinnunni, var hinn ljúfi Larry Crowne sannkallaður súperstjörnu leiðtogi í vinnunni sem hann hafði unnið í síðan hann hætti í hernum.

Rotten Tomatoes35%
Metacritic41
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Þar til honum var sagt upp í vinnunni, var hinn ljúfi Larry Crowne sannkallaður súperstjörnu leiðtogi í vinnunni sem hann hafði unnið í síðan hann hætti í hernum. Larry strögglar við að borga af húsinu sínu og er óviss hvað hann á að gera, nú þegar hann á allt í einu nóg af frítíma. Hann ákveður að fara aftur í framhaldsskólann í bænum, til að byrja nýtt líf. Þar verður hann hluti af skrautlegum hópi manna sem allir eru að reyna að finna sér sinn stað í lífinu. Á málfundi úti í bæ verður hann skotinn í kennara sínum, Mercedes Tainot, sem er löngu orðin jafn leið á kennslunni eins og hún er á eiginmanni sínum. Einfaldi og góði gæinn sem heldur að líf sitt sé staðnað lærir nú óvænta lexíu: Þegar þú heldur að þú sért búinn að missa af öllu í lífinu, þá gæti verið að þú finnir nýja ástæðu til að lifa til fulls.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

PlaytoneUS
Vendôme ProductionFR